Fréttir
Fyrirsagnalisti

Vel heppnaður menntadagur
Menntadagur leik- og grunnskóla og frístundaheimila Garðabæjar var haldinn föstudaginn 28. október á starfsdegi skólanna.

Útikennsla við Vífilsstaðavatn
Undanfarin 23 ár hefur umhverfisnefnd Garðabæjar boðið grunnskólum bæjarins upp á útikennslu um lífríki Vífilsstaðavatns. Allt frá byrjun hefur Bjarni Jónsson fiskifræðingur og þróunarvistfræðingur séð um útikennsluna og honum til aðstoðar er starfsfólk garðyrkjudeildar.

Forvarnavika Garðabæjar
Forvarnavika Garðabæjar er haldin 5.-12. október 2022. Um er að ræða þemaviku þar sem unnið verður með hugtökin farsæld -foreldrahlutverk og samvera. Það er íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar sem stendur að forvarnaviku í samstarfi við skóla bæjarins, félagsmiðstöðvar og fleiri stofnanir.

Þróunarsjóðsverkefni leik- og grunnskóla aðgengileg á vefnum
Nú er hægt að skoða þróunarsjóðsverkefni leik- og grunnskóla í Garðabæ hér á vef Garðabæjar á aðgengilegri hátt en áður. Lokaskýrslur þróunarverkefna eru birtar á nýjum undirsíðum þar sem verkefnin eru flokkuð eftir skólastigum: leikskólastig, yngsta stig grunnskóla, miðstig grunnskóla og unglingastig grunnskóla.