26. ágú. 2022 Stjórnsýsla Umhverfið Umhverfismál

Umhverfisviðurkenningar Garðabæjar 2022

Fimmtudaginn 25. ágúst voru umhverfisviðurkenningar Garðabæjar fyrir árið 2022 afhentar við hátíðlega athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi.  

  • Hopur
    Umhverfisviðurkenningar Garðabæjar fyrir árið 2022 voru afhentar við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 25. ágúst í Sveinatungu á Garðatorgi.

Eigendur 5 lóða íbúðarhúsnæðis fengu afhentar viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir 2022, við hátíðlega athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi, fimmtudaginn 25. ágúst sl. Viðurkenningu fyrir snyrtilega lóð fyrirtækja og stofnana fékk fyrirtækið Vistor við Hörgatún og Byggakur var útnefnd snyrtilegasta gatan í ár.  Sérstaka viðurkenningu fyrir að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum fengu Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir og Finnur Sveinsson að Brekkugötu 2. 

Umhverfisnefnd Garðabæjar auglýsir ár hvert eftir ábendingum um snyrtilegt umhverfi og fer í garðaskoðun á sumrin þegar ábendingar hafa borist frá íbúum. Það voraði snemma og sumarið hefur að mestu verið milt. Tré, runnar og fjölærar plöntur hafa skartað sínu fegursta og í sumar hafa margir íbúar sinnt garðvinnunni þannig að eftir því er tekið.

Viðurkenning fyrir að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum

Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir og Finnur Sveinsson fengu sérstaka viðurkenningu fyrir að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum.  Þau hjón Þórdís og Finnur búa að Brekkugötu 2 í Urriðaholti sem er fyrsta umhverfisvottaða íbúðarhúsið á Íslandi.  Á vefnum visthus.is sem þau halda úti er að finna gagnlegar upplýsingar, fróðleik og frásagnir af verkefninu við að byggja vistvæna húsið þar sem þau deila af reynslu sinni til almennings. 
Á mynd hér fyrir neðan má sjá son þeirra hjóna taka við viðurkenningunni fyrir þeirra hönd af þeim Stellu Stefánsdóttur formanni umhverfisnefndar og Almari Guðmundssyni bæjarstjóra. 

Visthus_Brekkugata2

Viðurkenningar fyrir lóðir íbúðarhúsnæðis 2022

Hér fyrir neðan má sjá umsagnir um hverja lóð sem hlaut viðurkenningu ásamt myndum af eigendum lóða ásamt þeim Stellu Stefánsdóttur formanni umhverfisnefndar Garðabæjar og Almari Guðmundssyni bæjarstjóra.

Muruholt 8
Lóðin við Muruholt 8 á Álftanesi er öll vel skipulögð og snyrtileg, þar er fjölbreyttur gróður, blómstrandi runnar, Súlublæaspir, Sýrenur og Kvistar o.fl. Stétt og pallar eru hreinir og snyrtilegir. Falleg lóð bæði inn að húsi og út að göngustíg og götu, Garðabæ til sóma. Mikill metnaður íbúa fyrir að hafa lóðina svona glæsilega er augljós.

Muruholt8_20220720_125100-3-Large-

Muruholt8_umhverfisvidurkenning

Vesturtún 35
Lóðin við Vesturtún 35 á Álftanesi er einstaklega vinaleg og falleg. Þar eru blómstrandi rósir og fallegur gróðurbogi sem leiðir mann á skemmtilegan stíg að gróðurhúsi. Á lóðinni er upphækkað beð með fjölbreyttum gróðri, tjörn, fjölæringum, grjóthleðslum og skrautmunum. Falleg og snyrtileg gróðurbeð allt um kring, sumarblóm í beðum og keri. Sannkallaður sælureitur.

Vesturtun35_20220720_130016-11-Large-

Vesturtun32_umhverfisvidurkenning
Hrísmóar 9
Hrísmóar 9 er mjög snyrtileg fjölbýlishúsalóð þar sem grasflatir eru í mjög góðu viðhaldi. Við húsið er sælureitur með sólstólum og borði, í skjóli skrautrunna og fjölæringa. Áhugi íbúa fyrir snyrtilegu umhverfi er augljós.

Hrismoar9_20220720_131732-12-Large-Hrismoar-9Seinakur 3
Það er aðdáunarvert hversu vandað hefur verið til verka við skipulag og frágang á aðkomu að Seinakri 3. Þar er vel skipulagt trjábeð, runnar í gróðurbeði eru fagmannlega gróðursettir og mynda fallega heild. Lóðin er falleg bæði inn að húsi og út að göngustíg, til prýði fyrir þá sem eiga leið um á stígnum í Akrahverfinu.
Seinakur3_20220720_133330-1-Large-Seinakur3_umhverfisvidurkenningHoltsvegur 47
Íbúar við fjölbýlishúsið Holtsveg 47 í Urriðaholti hafa blómum skreytta, snyrtilega aðkomu.
Grasflatir við húsið eru vel slegnar og stéttar hreinar. Metnaður íbúa er augljós fyrir því að hafa lóð og umhverfi sem snyrtilegast í nýju hverfi í uppbyggingu.

Holtsvegur47-1-Large-

Holtsvegur47

Viðurkenning fyrir snyrtilega lóð fyrirtækis 2022

Vistor við Hörgatún 2
Fyrirtækið Vistor hefur alla tíð haldið lóð sinni við Hörgatún 2 snyrtilegri og hreinni. Fagmannlega útsett sumarblómabeð í kerjum og vel hirtum gróskulegum grasflötum gleðja augu. Lóðin er hrein og falleg, Garðabæ til sóma.
VISTOR_Horgatun2_20220720_132329-6-Large-Vistor

Snyrtilegasta gatan 2022

Byggakur
Garðarnir og götumyndin við Byggakur er sérstaklega snyrtileg og stílhrein. Íbúarnir eru auðsjáanlega samstilltir við að halda lóðum sínum snyrtilegum og í samræmi við nærumhverfið.

Byggakur_20220720_134112-13-Large-

Byggakur-gata-arsins