Fréttir: Íbúasamráð

Fyrirsagnalisti

Séð yfir Garðabæ og Arnarnesvog

30. sep. 2022 Fjármál Íbúasamráð Stjórnsýsla : Ábendingar og tillögur íbúa um fjárhagsáætlun bæjarins

Íbúum Garðabæjar gefst kostur á að senda inn ábendingar og tillögur vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árin 2023-2026.

Íbúafundur í Álftanesskóla 21. september 2022

23. sep. 2022 Álftanes Íbúasamráð Stjórnsýsla : Góðar umræður á Álftanesi

Þriðji fundur í röð íbúafunda í september var haldinn í Álftanesi miðvikudagskvöldið 21. september sl. Góðar umræður voru á fundinum þar sem spurt var um fjölbreytt málefni s.s. um fráveitumál, sjósund, umferðarhraða og umferðaröryggi á Álftanesvegi, sérfræðiþjónustu í skólum, frístundastarf að sumri, stígagerð og umhirðu á opnum svæðum.

Miðbær Garðabæjar

21. sep. 2022 Atvinnulíf Garðatorg – miðbær Íbúasamráð Menning og listir Stjórnsýsla : Hvernig gerum við góðan miðbæ betri – hvernig vilt þú hafa Garðatorg?

Skipuð hefur verið undirbúningsnefnd um uppbyggingu miðbæjar í Garðabæ. Markmið nefndarinnar er að vinna að undirbúningi þess að fullgera aðlaðandi og heildstæðan miðbæ á og í kringum Garðatorg. Nú hefur samráðsgátt um mótun miðbæjarins verið opnuð.

Íbúafundur í Flataskóla 14. september 2022

15. sep. 2022 Íbúasamráð Stjórnsýsla : Samtal við íbúa í fundaröðinni ,,Hvað finnst þér?"

Annar fundur í röð íbúafunda í september var haldinn í Flataskóla miðvikudagskvöldið 14. september sl. Þar voru íbúar í Byggðum, Búðum, Bæjargili, Fitjum, Flötum, Garðatorgi, Hnoðraholti, Hæðum, Lundum, Móum, Mýrum og Túnum boðnir sérstaklega velkomnir. 

Íbúafundir í Garðabæ - Hvað finnst þér?

30. ágú. 2022 Íbúasamráð Stjórnsýsla : Hvað finnst þér? Íbúafundir í september

Í september verður blásið til íbúafunda undir yfirskriftinni ,,Hvað finnst þér?“ með Almari Guðmundssyni bæjarstjóra Garðabæjar og sviðsstjórum hjá bænum. Íbúafundirnir verða haldnir miðvikudagana 7., 14. og 21. september og þriðjudaginn 27. september kl. 19:30-21:00 í mismunandi skólum bæjarins.