Fréttir (Síða 3)
Fyrirsagnalisti

Útikennsla við Vífilsstaðavatn
Undanfarin 23 ár hefur umhverfisnefnd Garðabæjar boðið grunnskólum bæjarins upp á útikennslu um lífríki Vífilsstaðavatns. Allt frá byrjun hefur Bjarni Jónsson fiskifræðingur og þróunarvistfræðingur séð um útikennsluna og honum til aðstoðar er starfsfólk garðyrkjudeildar.

Forvarnavika Garðabæjar
Forvarnavika Garðabæjar er haldin 5.-12. október 2022. Um er að ræða þemaviku þar sem unnið verður með hugtökin farsæld -foreldrahlutverk og samvera. Það er íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar sem stendur að forvarnaviku í samstarfi við skóla bæjarins, félagsmiðstöðvar og fleiri stofnanir.

Ábendingar og tillögur íbúa um fjárhagsáætlun bæjarins
Íbúum Garðabæjar gefst kostur á að senda inn ábendingar og tillögur vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árin 2023-2026.

Samstarfssamningur Garðabæjar og RannUng
Í vikunni skrifuðu Garðabær og RannUng (Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna) undir samstarfssamning vegna innleiðingar ákvæða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (2013) í leikskóla Garðabæjar.

Góðar umræður á Álftanesi
Þriðji fundur í röð íbúafunda í september var haldinn í Álftanesi miðvikudagskvöldið 21. september sl. Góðar umræður voru á fundinum þar sem spurt var um fjölbreytt málefni s.s. um fráveitumál, sjósund, umferðarhraða og umferðaröryggi á Álftanesvegi, sérfræðiþjónustu í skólum, frístundastarf að sumri, stígagerð og umhirðu á opnum svæðum.

Hvernig gerum við góðan miðbæ betri – hvernig vilt þú hafa Garðatorg?
Skipuð hefur verið undirbúningsnefnd um uppbyggingu miðbæjar í Garðabæ. Markmið nefndarinnar er að vinna að undirbúningi þess að fullgera aðlaðandi og heildstæðan miðbæ á og í kringum Garðatorg. Nú hefur samráðsgátt um mótun miðbæjarins verið opnuð.

Samtal við íbúa í fundaröðinni ,,Hvað finnst þér?"
Annar fundur í röð íbúafunda í september var haldinn í Flataskóla miðvikudagskvöldið 14. september sl. Þar voru íbúar í Byggðum, Búðum, Bæjargili, Fitjum, Flötum, Garðatorgi, Hnoðraholti, Hæðum, Lundum, Móum, Mýrum og Túnum boðnir sérstaklega velkomnir.

Útskipting götuljósa á Vífilsstaðavegi
Á síðustu vikum hefur götuljósum verið skipt út á Vífilsstaðavegi. Um er að ræða 90 nýja led-lampa sem hafa verið settir upp á Vífilsstaðaveginum.

Hvað finnst þér? Íbúafundir í september
Í september verður blásið til íbúafunda undir yfirskriftinni ,,Hvað finnst þér?“ með Almari Guðmundssyni bæjarstjóra Garðabæjar og sviðsstjórum hjá bænum. Íbúafundirnir verða haldnir miðvikudagana 7., 14. og 21. september og þriðjudaginn 27. september kl. 19:30-21:00 í mismunandi skólum bæjarins.

Umhverfisviðurkenningar Garðabæjar 2022
Fimmtudaginn 25. ágúst voru umhverfisviðurkenningar Garðabæjar fyrir árið 2022 afhentar við hátíðlega athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi.

Bygging búsetukjarna við Brekkuás
Við Brekkuás 2 verður reistur sjö íbúða búsetukjarni fyrir fatlað fólk, ásamt starfsmannaaðstöðu. Í dag, föstudaginn 12. ágúst var undirritaður verksamningur við Gunnar Bjarnason ehf. um verkið en fyrirtækið var lægstbjóðandi í byggingu hússins í útboði fyrr í sumar.

Framkvæmdir við leikskólann Urriðaból ganga vel
Framkvæmdir við nýjan leikskóla í Urriðaholti, Urriðaból, ganga vel og samkvæmt áætlun. Búið er að ráða í margar stöður í leikskólanum, þar á meðal leikskólastjóra, aðstoðarleikskólastjóra og sex deildarstjóra.