24. jan. 2023

Fjölmargir nýir leikvellir í Garðabæ

Í Garðabæ er alltaf stutt í næsta leikvöll en yfir 40 leiksvæði eru í Garðabæ. Mikil áhersla hefur verið lögð á barnvænt umhverfi inni í hverfunum og spila leikvellir þar stórt hlutverk. Undanfarin ár hafa fjölmargir leikvellir verið endurbættir í Garðabæ og aðrir nýir bæst við. Um er að ræða 19 leiksvæði sem eru ný eða hafa verið gerð upp á síðustu 2-4 árum.

  • Þórir á leiksvæðinu við Lindaflöt.
    Þórir Sigursteinsson umsjónarmaður leikvalla- og útileiksvæða á leiksvæðinu við Lindaflöt.

Í Garðabæ er alltaf stutt í næsta leikvöll en yfir 40 leiksvæði eru í Garðabæ. Mikil áhersla hefur verið lögð á barnvænt umhverfi inni í hverfunum og spila leikvellir þar stórt hlutverk. Undanfarin ár hafa fjölmargir leikvellir verið endurbættir í Garðabæ og aðrir nýir bæst við. Um er að ræða 19 leiksvæði sem eru ný eða hafa verið gerð upp á síðustu 2-4 árum.

Þórir Sigursteinsson er umsjónarmaður leikvalla og útileiksvæða í Garðabæ. Þórir hefur sett allan sinn metnað í að byggja upp fjölbreytt og skemmtileg svæði fyrir börn og ungmenni. Helsta áhersluatriði Þóris í þeirri vinnu hefur þó verið að svæðin séu byggð upp með öryggi barnanna í fyrirrúmi.

Á ýmsum stöðum hefur verið bætt við tækjum fyrir yngri börn og á öðrum hafa verið settar svokallaðar aparólur, klifurkastalar og annað sem höfðar meira til stálpaðra barna. Í flestum hverfum eru nú komin tæki fyrir alla aldurshópa og unnið er áfram að því að endurnýja eldri svæði og byggja upp ný leiksvæði, bæði í rótgrónum hverfum sem og í nýrri hverfum bæjarins.

Staðsetning leiksvæðanna í bænum eru merkt inn á kortavef Garðabæjar.

Hér að neðan má sjá myndir af nokkrum nýjum og endurbættum leiksvæðum í Garðabæ. Myndirnar eru teknar sumarið 2022 en að sjálfsögðu er hægt að skemmta sér jafn vel á leiksvæðunum á góðum vetrardögum, sér í lagi þegar við sjáum fram á að snjórinn sé að fara.

Leiksvæði við Hrísmóa

Leiksvæði við Hrísmóa.

Leiksvæði við Bergás

Leiksvæði við Bergás.

Leiksvæði við Norðurtún

Leiksvæði við Norðurtún.

Leiksvæði við Vesturbrú í Sjálandi

Leiksvæði við Vesturbrú í Sjálandi.

Leiksvæði við Hólmatún

Leiksvæði við Hólmatún.

Leiksvæði við Birkiholt

Leiksvæði við Birkiholt.

Leiksvæði við KInnargötu

Leiksvæði við KInnargötu.