9. des. 2022

Kynning á fjárhagsáætlun

Þriðjudaginn 6. desember sl. var haldinn opinn fundur í Sveinatungu á Garðatorgi 7 um fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2023. Íbúar gátu komið á fundinn og fræðst um fjárhagsáætlunina þar sem Almar Guðmundsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði eins og rekstur og fjárhagsstöðu, þjónustu, fræðslumál, velferðarmál, framkvæmdir, umhverfi, menningu og mannlíf. Hægt er að horfa á fundinn á vef Garðabæjar.  

  • Skjáskot af upptöku af íbúafundi um fjárhagsáætlun
    Skjáskot af upptöku af íbúafundi um fjárhagsáætlun

Þriðjudaginn 6. desember sl. var haldinn opinn fundur í Sveinatungu á Garðatorgi 7 um fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2023.  Íbúar gátu komið á fundinn og fræðst um fjárhagsáætlunina þar sem Almar Guðmundsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði eins og rekstur og fjárhagsstöðu, þjónustu, fræðslumál, velferðarmál, framkvæmdir, umhverfi, menningu og mannlíf.  

Íbúafundurinn um fjárhagsáætlunina var jafnframt í beinni útsendingu á meðan á fundinum stóð en hér fyrir neðan er hægt að horfa á fundinn.   Íbúar eru hvattir til að kynna sér fjárhagsáætlun Garðabæjar og með áætluninni fylgdi greinargerð sem útskýrir helstu áherslur í áætluninni. 

Fjárhagsáætlun Garðabæjar og greinargerð með áætluninni má nálgast hér á vef Garðabæjar.

Íbúafundur um fjárhagsáætlun.

Um fjárhagsáætlun

Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2023 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi þann 1. desember sl. Samhliða áætlun næsta árs var jafnframt lögð fram þriggja ára áætlun fyrir árin 2024, 2025 og 2026.Samkvæmt fjárhagsáætlun Garðabæjar er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur A-hluta verði jákvæður um 51,5 m.kr. og einnig er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðureiknings (A og B hluta) um 589 m.kr. Veltufé frá rekstri er áætlað að verði 2.688 m.kr. hjá A sjóði og 3.499 m.kr. í samstæðureikningi. Framlegð er áætluð 13,5%. Fjárhagsstaða bæjarins er traust og skuldahlutfall lágt í samanburði við önnur sveitarfélög.

 

Sjá nánar í frétt um fjárhagsáætlun frá 1. desember sl.