4. apr. 2023

Endurnýjun samnings við Skógræktarfélag Garðabæjar

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Barbara Stanzeit, gjaldkeri Skógræktarfélags Garðabæjar, skrifuðu undir endurnýjaðan samning milli bæjarins og skógræktarfélagsins á aðalfundi Skógræktarfélags Garðabæjar 20. mars síðastliðinn. 

  • Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Barbara Stanzeit, gjaldkeri Skógræktarfélags Garðabæjar.

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Barbara Stanzeit, gjaldkeri Skógræktarfélags Garðabæjar, skrifuðu undir endurnýjaðan samning milli bæjarins og skógræktarfélagsins á aðalfundi Skógræktarfélags Garðabæjar 20. mars síðastliðinn. 

Miðað er við að samningurinn gildi í tvö ár og skal endurskoðaður að þeim tíma liðnum en komi ekki til þess skal hann endurnýjast um tvö ár. Árlegur rekstrarstyrkur bæjarins til félagsins hækkar úr 3.000.000 kr. í 3.500.000 samkvæmt nýja samningnum.