9. feb. 2023

Tími til að gefa fuglum

Í veðurfari síðustu vikna og mánaða og þá eiga fuglar erfiðara með að finna sér æti. Þetta á bæði við um stærri fugla eins og grágæsir og einnig um smáfuglana sem sækja garða heim.

  • Fóðrun fugla á opnum svæðum

Í veðurfari síðustu vikna og mánaða og þá eiga fuglar erfiðara með að finna sér æti. Þetta á bæði við um stærri fugla eins og grágæsir og einnig um smáfuglana sem sækja garða heim.

Tíðin er sér­stak­lega slæm og langvarandi þennan veturinn þar sem er mikið frost og snjór. Íbúar eru hvattir til að gefa fugl­un­um brauð eða annað korn­meti og einnig má gefa þeim alla mat­araf­ganga.

Að fóðra garðfugla er ekki einungis gagnlegt fyrir fuglana þegar snjóalög eru mikil heldur gefur tækifæri til að sjá fuglana í meira návígi og fleiri í einu en alla jafna. Huga þarf að ýmsu þegar fóðri er komið fyrir m.a. að fóðrið sé aðgengilegt og á stöðum sem ekki er aðgengi fyrir ketti.

Ef fuglum er gefið á opnum svæðum t.d. lóðum fjölbýlishúsa eða almenningsgörðum skal gæta þess að hreinsa vel eftir fóðurgjöfina og velja frekar fóður eins og korn eða fræ sem er lyktarlítið og er minna líklegra til að mygla eða úldna. Forðast skal að fóðra stóra fugla eins og gæsir á stöðum sem eru í alfaraleið (t.d. úti á götum eða göngustígum) eða þar sem það veldur ónæði (t.d. við vinnustaði, skólalóðir eða garða.)