20. mar. 2023

Samningur við Félag eldri borgara í Garðabæ undirritaður

Á aðalfundi Félags eldri borgara í Garðabæ nú í lok febrúar, undirrituðu Laufey Jóhannsdóttir, formaður félagsins og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri, nýjan samstarfssamning um áframhaldandi stuðning bæjarins við heilsu- og líkamsrækt eldri borgara í Garðabæ.

  • Almar Guðmundsson bæjarstjóri og Laufey Jóhannsdóttir formaður Félags eldri borgara í Garðabæ undirrita nýjan samstarfssamning
    Almar Guðmundsson bæjarstjóri og Laufey Jóhannsdóttir formaður Félags eldri borgara í Garðabæ undirrita nýjan samstarfssamning

Á aðalfundi Félags eldri borgara í Garðabæ nú í lok febrúar, undirrituðu Laufey Jóhannsdóttir, formaður félagsins og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri, nýjan samstarfssamning um áframhaldandi stuðning bæjarins við heilsu- og líkamsrækt eldri borgara í Garðabæ.

Samningurinn er framhald af góðu samstarfi félagsins og bæjarins á þessu sviði. FEBG býður eldri borgurum upp á mjög fjölbreytt heilsu og líkamsræktarstarf þar sem forvarnargildi hreyfingar og heilsuræktar er haft að leiðarljósi.

Eldri Garðbæingar eru ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins, en í nýlegri þjónustukönnun Gallup kom fram að bærinn fremstur í flokki á meðal 20 stærstu sveitarfélagana á landinu í málefnum eldri borgara. Almar Guðmundsson bæjarstjóri segist vera virkilega ánægður með þær niðurstöður. „Þessi þjónusta skiptir okkur miklu máli en við viljum að í Garðabæ sé haldið vel utan um alla aldurshópa."

Ansi margt er framundan í málaflokknum en sem dæmi má nefna að farið verður í endurbætur á Jónshúsi í sumar og þá var smiðjan við Kirkjulund endurnýjuð síðastliðið sumar. Þá er áætlað að ný félagsaðstaða fyrir eldri borgara í Lambamýri á Álftanesi opni á næsta ári.