Fréttir (Síða 5)

Fyrirsagnalisti

13. maí 2022 : Vífilsbúð – ný útilífsmiðstöð skáta vígð

Miðvikudaginn 11. maí sl. var ný útilífsmiðstöð skátafélagsins Vífils er nefnist Vífilsbúð vígð. Útilífsmiðstöðin Vífilsbúð er staðsett við Grunnuvötn í Heiðmörk. Með tilkomu hinnar nýju útilífsmiðstöðvar Vífilsbúðar skapast betri möguleikar á að efla áhuga barna og unglinga á starfsemi skátafélagsins enda verður húsnæðið notað til að starfrækja fjölbreytta uppeldisstarfsemi í anda skátahreyfingarinnar.

12. maí 2022 : Ný reiðhöll Sóta á Álftanesi vígð

Þriðjudaginn 10. maí sl. var ný reiðhöll hestamannafélagsins Sóta á Álftanesi vígð. Fulltrúar úr bæjarstjórn Garðabæjar ásamt forsvarsmönnum Sóta klipptu sameiginlega á borða við þetta tækifæri og ungmenni úr hestamannafélaginu sýndu listir sínar á fögrum fákum í reiðhöllinni.

Skóflustunga tekin að nýjum leikskóla í Kauptúni

6. maí 2022 : Nýr leikskóli við Kauptún í Garðabæ

Fimmtudaginn 5. maí tóku bæjarfulltrúar í Garðabæ ásamt formanni leikskólanefndar skóflustungu að nýjum leikskóla við Kauptún í Garðabæ. Hress og kát börn úr kór leikskólans Hæðarbóls í Garðabæ mættu á svæðið og sungu fyrir viðstadda á athöfninni.

Urriðaholt útivistarsvæði

6. maí 2022 : Náttúruuplifun og leikur á nýju útivistar- og íþróttasvæði í Urriðaholti

Fimmtudaginn 5. maí tók Björg Fenger, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, skóflustungu að nýju útivistar- og íþróttasvæði í Urriðaholti í Garðabæ.

Útikennsla við Vífilsstaðavatn

27. apr. 2022 : Líðan unglinga í Garðabæ -kynning á niðurstöðum

Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu kynnir niðurstöður nýjustu könnunar á á högum og líðan grunnskólabarna í 8., 9., og 10. bekk, miðvikudaginn 27. apríl nk. kl. 20 í Sveinatungu.

Örugg búseta fyrir alla -blaðamannafundur 22.apríl 2022.

25. apr. 2022 : Örugg búseta fyrir alla – kortlagningu lokið á höfuðborgarsvæðinu

Í október sl. var samstarfsverkefni Húsnæðis og Mannvirkjastofnunar (HMS), ASÍ og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) ”Örugg búseta fyrir alla” ýtt úr vör, en markmiðið var að kortleggja búsetu í atvinnuhúsnæði. Verkefnið hófst með kortlagningu á höfuðborgarsvæðinu sem nú er lokið og eru ítarlegar niðurstöður að finna í skýrslu sem unnin var í kjölfarið.

Bæjarfulltrúar í hreinsunarátaki 2021.

22. apr. 2022 : Hreinsunarátak Garðabæjar hefst 25. apríl

Árlegt hreinsunarátak Garðabæjar hefst á Degi umhverfisins 25. apríl. Nágrannar, íbúasamtök, félagasamtök, íþróttafélög og skólar eru hvattir til að taka þátt í hreinsunarátakinu með það að markmiði að Garðabær verði einn snyrtilegasti bær landsins.

8. apr. 2022 : Garðabær skiptir út ljósastaurum á götum og stígum fyrir orkusparandi ljós með meiri ljósgæðum

Á næstu árum verður 1.800 ljósastaurum í Garðabæ skipt út fyrir betri ljós, með endingarbetri og orkusparandi ljósaperum sem og að ljósgæðin verða meiri. Hafist verður handa á þessu ári við að skipta út um 500 ljósum með kvikasilfurperum sem eru á stígum á gönguleiðum barna og í námunda við skóla

 

1. apr. 2022 : Stafræn sundkort í sundlaugar Garðabæjar

Stafræn sundkort Garðabæjar eru komin í loftið fyrir íbúa og aðra notendur almenningssundlauga Garðabæjar, í Ásgarði og á Álftanesi.

 

Á myndinni eru frá vinstri: Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH, Gunnar Einarsson formaður stjórnar SSH og bæjarstjóri Garðabæjar, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur, Regína H Guð

16. mar. 2022 : Sameiginleg yfirlýsing um samstarf vegna sorphirðu

Fulltrúar sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu sameiginlega yfirlýsingu um samstarf vegna sorphirðu á dögunum í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi. 

Vinningstillaga leikskóli í Urriðaholti

11. mar. 2022 : Nýr leikskóli í Urriðaholti

Haustið 2022 mun 6 deilda leikskóli taka til starfa við Kauptún í Garðabæ í húseiningum sem verða reistar á staðnum. Leikskólinn er undanfari nýs 6 deilda leikskóla fyrir allt að 120 börn við Holtsveg í Urriðaholti sem verður tekinn í notkun haustið 2023.

Lífshlaupið 2019

4. feb. 2022 : Lífshlaupið 2022

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta.

Síða 5 af 10