Fréttir (Síða 6)
Fyrirsagnalisti

Smíði undirganga undir Arnarneshæð - kynningarfundur 8. febrúar
Garðabær og Vegagerðin bjóða til íbúakynningar, vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við smíði undirganga undir Arnarneshæð.

Endurskoðun menntastefnu - samráð við íbúa
Nú er í gangi endurskoðun á gildandi skólastefnu Garðabæjar sem ætlað er að móta í víðtæku samráði við starfsfólk skólanna, börn í leik-, grunn- og tónlistarskólum, kjörna fulltrúa, starfsfólk og bæjarbúa.

Samræmt sorphirðukerfi á höfuðborgarsvæðinu
Tillögur að samræmdu sorphirðukerfi á höfuðborgarsvæðinu og sérsöfnun á lífrænum úrgangi kynntar: Mikið framfaraskref fyrir íbúa

Tekjutengdur afsláttur af gjöldum fyrir barnafjölskyldur
Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti á fundi sínum 20. janúar sl. nýjar reglur um tekjutengingu afsláttar af leikskólagjöldum, gjöldum frístundaheimila og gjöldum til dagforeldra. Reglurnar eru settar til að koma til móts við barnafjölskyldur með lágar tekjur með það að markmiði að bæta kjör fjölskyldna.

Samstarfssamningur við Golfklúbbinn Odd
Á dögunum gerðu Golfklúbburinn Oddur og Garðabær með sér samstarfssamning um að efla barna og unglingastarf í golfi í Garðabæ.

Íbúafundur um deiliskipulag íbúðabyggðar við Víðiholt og deiliskipulag hesthúsabyggðar á Álftanesi
Kynningarfundur um deiliskipulagstillögurnar sem átti að halda 13. janúar verður haldinn fimmtudaginn 27. janúar nk. kl. 17-18:30. Nánar verður tilkynnt um staðsetningu og fundarform þegar fyrir liggur hvernig samkomutakmarkanir verða á þeim tíma.

Samkomulag um lok uppbyggingar í Urriðaholti
Garðabær og Urriðaholt ehf hafa gert samkomulag um lok uppbyggingar byggðar í Urriðaholti og eru aðilar sammála um það markmið að ljúka uppbyggingu hverfisins á árinu 2024.

Samstarfssamningur við Garðasókn
Á dögunum gerðu Garðasókn og Garðabær með sér samstarfssamning um framkvæmd æskulýðsstarf á vegum Æskulýðsfélags Garðasóknar.

Á barnið þitt rétt á viðbótar frístundastyrk haustið 2021?
Börn fædd árin 2006-2015 og koma frá tekjulágum heimilum geta átt rétt á 25.000 kr. viðbótarstyrk vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar haustið 2021. Ef heildartekjur heimilis eru undir viðmiðunarmörkum má sækja um styrkinn hjá Garðabæ, fyrir 31. desember 2021

Samsstarfssamningur Garðabæjar og GÁ
Á dögunum gerðu Golfklúbbur Álftaness (GÁ) og Garðabær með sér samstarfssamning um að efla barna og unglingastarf í golfi í Garðabæ.

Ábendingavefur - skilvirkasta leiðin fyrir beiðnir íbúa
Fyrir íbúa er ábendingavefurinn skilvirkasta leiðin að koma upplýsingum um það sem betur má fara í snjómokstri, hálkuvörnum og öðru sem viðkemur umbótum í umhverfinu til Garðabæjar

Foreldrar minntir á að nýta hvatapeninga fyrir áramót
Foreldrar/forráðamenn eru minntir á að nýta hvatapeninga ársins 2021 fyrir áramót en síðasti dagur til að skila inn kvittunum er 28.desember. Hvatapeningar ársins 2021 eru 50.000 krónur á barn.