4. feb. 2022

Smíði undirganga undir Arnarneshæð - kynningarfundur 8. febrúar

Garðabær og Vegagerðin bjóða til íbúakynningar, vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við smíði undirganga undir Arnarneshæð.

  • Undirgöng undir Arnarneshæð
    Undirgöng undir Arnarneshæð - kynningarfundur 8. febrúar kl. 17 í beinni útsendingu

Garðabær og Vegagerðin bjóða til íbúakynningar, vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við smíði undirganga undir Arnarneshæð.

Kynningarfundurinn fer fram í beinni útsendingu á fésbókarsíðu Garðabæjar þriðjudaginn 8. febrúar nk. kl.17:00. Þeir sem fylgjast með fundinum í beinni útsendingu geta sent inn spurningar á fésbókarsíðunni á meðan á fundinum stendur.
Fulltrúar hönnunarteymis, Vegagerðarinnar og Garðabæjar kynna framkvæmdina og geta svarað fyrirspurnum íbúa
Viðburður - útsending á fésbókarsíðu Garðabæjar.

Undirgöng undir Arnarneshæð

Verkið verður boðið út af Vegagerðinni og Garðabæ um miðjan febrúar og er hluti af Samgöngusáttmálanum. Hönnun er í höndum VSB verkfræðistofu, Landslagi og Úti Inni arkitektum. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist í apríl og verði lokið í desember.

Skýringarmynd - undirgöng undir Arnarneshæð