Fréttir

Flataskóli

8. des. : Mygla greindist í Flataskóla - starfsemi frístundaheimilis færist innan skólans

Starfsemi frístundaheimilis Flataskóla mun verða færð þar sem mygla hefur greinst þar í kjölfar sýnatöku. Einnig mun kennslustofu sem Tónlistarskóli Garðabæjar hefur haft til afnota verða lokað þar sem mygla greindist. Kennsla sem fór fram í stofunni færist einnig innan skólans.

Lesa meira
Hofsstaðaskóli

7. des. : Mygla greindist í Hofsstaðaskóla -kennsla raskast óverulega

Fimm kennslustofum í Hofsstaðaskóla í Garðabæ hefur verið lokað þar sem mygla greindist í þeim í kjölfar sýnatöku í síðasta mánuði. Kennsla raskast óverulega vegna þessa og stefna bæjaryfirvöld að því að leigja færanlegar skólastofur sem verður komið fyrir á skólalóðinni strax eftir jólafrí.

Lesa meira

6. des. : Efla þarf forvarnarstarf lögreglu og sýnilega löggæslu

Á stjórnarfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í dag, 5. desember, var bókun samþykkt um mikilvægi þess að lögreglan verði efld og styrkt til þess að hún geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu.

Lesa meira

6. des. : Nýtt flokkunarkerfi á heimilisúrgangi í Garðabæ vorið 2023

Árið 2023 munu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu taka upp nýtt og samræmt flokkunarkerfi á heimilisúrgangi. Með lögum um hringrásarhagkerfi, sem taka gildi um áramótin, verður skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka við heimili: pappír, plastumbúðir, lífrænan úrgang (matarleifar) og blandaðan úrgang.

Lesa meira

Fara í fréttasafn


Viðburðir

10. des. 13:00 Bókasafn Garðabæjar Birgitta Haukal les Láru og Ljónsa

Birgitta Haukdal mætir til okkar á Bókasafn Garðabæjar laugardaginn 10. desember kl. 13:00 og les upp úr bókum sínum um þau Láru og Ljónsa.

 

14. des. 17:00 Hönnunarsafn Íslands Uppskeruhátíð hattagerðarmeistaranna / Harvest time of the master milliners

Þetta er engin venjuleg uppskera. Anna Gulla og Harper bjóða upp á hattaveislu af bestu gerð nú þegar dvöl þeirra á safninu fer að ljúka. Miðvikudaginn 14. desember kl. 17 í Hönnunarsafni Íslands.

 

16. des. 19:30 Vídalínskirkja Diddú og drengirnir

Diddú og drengirnir koma fram á aðventutónleikum í Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 16. desember kl. 19:30 á vegum þýska sendiráðsins. Þetta er í áttunda sinn sem sendiherra Þýskalands býður til slíkra tónleika til að styðja við þeirra mikilvægt starf Sjálfsbjargar.

 

Viðburðadagatal


Tilkynningar

Útboð -Þorraholt -Gatnagerð og lagnir - 28. nóv.. 2022 Útboð í auglýsingu

Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið: Þorraholt -Gatnagerð og lagnir.

Auglýsing um óverulega breytingu aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 - Kauptún - 22. nóv.. 2022 Samþykkt bæjarstjórnar varðandi skipulagsmál

Þann 15. september 2022 samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar tillögu að óverulegri breytingu aðalskipulags Garðabæjar 2004-2016 vegna landnotkunareits 5.03 Vþ Kauptúns í samræmi við 2. mgr. 36. greinar skipulags-og byggingarlaga nr. 123/2010.

Lokað fyrir kalda vatnið í Tjaldanesi og Blikanesi - 16. nóv.. 2022 Auglýsingar

Vegna viðgerðar á stofnæð þarf að loka fyrir kalda vatnið kl. 10 í dag miðvikudaginn 16. nóvember í Tjaldanesi og Blikanesi.

Kauptún 1 – Breyting á deiliskipulagi Kauptúns - 15. nóv.. 2022 Samþykkt bæjarstjórnar varðandi skipulagsmál

Þann 6.október sl. samþykkti Bæjarstjórn Garðabæjar tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kauptúns, Kauptúni 1 í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var samþykkt að tillögu skipulagsnefndar frá fundi þann 27. september.


Gott að vita

Hvatapeningar

Hvatapeningar eru hugsaðir til að hvetja börn og unglinga á aldrinum 5 til 18 ára til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem leitt er af þar til hæfum leiðbeinendum.

Lesa meira
Ísafold

Ljósmyndavefur Garðabæjar

Á ljósmyndavef Garðabæjar eru birtar myndir af náttúru, íbúðahverfum, mannlífi, framkvæmdum, menningarviðburðum sem og myndum sem tengjast starfsemi sveitarfélagsins.

Wapp

Gönguleiðir - beint í símann þinn

Náðu í appið  ,,Wapp-walking app".  Þar eru gönguleiðir í Garðabæ þér að kostnaðarlausu. Leiðsagnarappið er með kortum, gps hnitum, ljósmyndum og upplýsingum á íslensku og ensku.

Lesa meira

Kortavefur

Á kortavefnum map.is/gardabaer er að finna ýmsar upplýsingar um staðsetningu lagna, snjómokstur, fornminjar og skipulag í Garðabæ. Þar er einnig hægt að nálgast teikningar af húsum.

Lesa meira