Markmiðin og áherslur Garðabæjar
Yfirmarkmið Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna eru 17 talsins og undirmarkmiðin eru 169. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í innleiðingu heimsmarkmiðanna og hefur Garðabær valið 38 undirmarkmið til að innleiða í starfi, stefnum og framtíðarsýn. Að neðan er hægt að kynna sér undirmarkmið Garðabæjar með því að smella á "Skoða markmið" undir hverju yfirmarkmiði.
Markmiðin 38 og ferlið við val þeirra var staðfest í bæjarráði Garðabæjar þann 3. mars 2020. Markmiðin tengjast vel inn meginstoðir sjálfbærrar þróunar; efnahagslegar, félagslegar og umhverfislegar. Stoðirnar eru grunnur að því að tryggja velferð einstaklinga og samfélaga með sjálfbærni til framtíðar í huga.
Frekari upplýsingar um heimsmarkmiðin er að finna á vef Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Einstaklingar geta reiknað út kolefnisspor sitt með nýrri reiknivél sem þróuð var í samvinnu Háskóla Íslands og erlendra sérfræðinga. Markmið reiknivélarinnar er að hjálpa fólki að átta sig á kolefnisspori sínu með því að sýna fram á hvaða þættir vega mest og hvar tækifæri eru til að draga úr losun. Hægt er að smella hér til að fara inn á reiknivélina.
Ekkert hungur
2.
Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði
Skoða markmiðHeilsa og vellíðan
3.
Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar
Skoða markmiðMenntun fyrir alla
4.
Tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi
Skoða markmiðJafnrétti kynjanna
5.
Jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld
Skoða markmiðHreint vatn og hreinlætisaðstaða
6.
Tryggja aðgengi að og sjálfbæra nýtingu, allra á hreinu vatni og salernisaðstöðu
Skoða markmiðSjálfbær orka
7.
Tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði
Skoða markmiðGóð atvinna og hagvöxtur
8.
Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla
Skoða markmiðNýsköpun og uppbygging
9.
Byggja upp viðnámsþolna innviði fyrir alla, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun
Skoða markmiðSjálfbærar borgir og samfélög
11.
Gera borgir og íbúðasvæði öllum mönnum auðnotuð, örugg, viðnámsþolin og sjálfbær
Skoða markmiðAðgerðir í loftslagsmálum
13.
Grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra
Skoða markmiðLíf í vatni
14.
Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt í því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun
Skoða markmiðLíf á landi
15.
Vernda, endurheimta og stuðla að sjálfbærri nýtingu vistkerfa á landi, sjálfbærri stjórnun skógarauðlindarinnar, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva jarðvegseyðingu og endurheimta landgæði og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni
Skoða markmiðFriður og réttlæti
16.
Stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla menn, tryggja öllum jafnan aðgang að réttarkerfi og byggja upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir fyrir alla menn á öllum sviðum
Skoða markmiðSammvinna um markmiðin
17.
Blása lífi í alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun og grípa til aðgerða
Skoða markmiðHvað erum við að gera?
Innleiðing heimsmarkmiðanna í Garðabæ
Garðabær vinnur að innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem gilda til ársins 2030. Um mitt ár 2019 var settur á fót starfshópur um innleiðingu heimsmarkmiðanna í Garðabæ. Í starfshópnum sitja fulltrúar frá öllum sviðum Garðabæjar auk verkefnastjóra og á hópurinn að vinna náið með nefndum og starfsmönnum bæjarins, félagasamtökum og öðrum tengdum aðilum. Hópurinn vinnur að markmiðasetningu er snertir innleiðingu heimsmarkmiðanna sem og eftirfylgni með innleiðingunni.
Hugmyndafræði heims-markmiða nýtist í stefnumótun
Búið er að rýna útgefnar stefnur Garðabæjar og taka saman hvernig
undirmarkmiðin 38 birtast í þeim og hvar markmiðin vantar í
stefnurnar. Hugmyndafræðin er að í framhaldinu muni nýjar og
endurskoðaðar stefnur vera unnar með heims-markmiðin í huga, og þá sérstaklega þau 38 undirmarkmið sem valin
voru fyrir Garðabæ.
Mælingar á árangri
Verið er að skoða hvernig best er að vinna að tölfræðilegum
greiningum og mælingum á stöðu mála með það í huga að fylgjast með
framförum í sjálfbærri þróun í Garðabæ í anda heimsmarkmiðanna. Stefnt
er að samvinnu með Sambandi íslenskra sveitarfélaga að vali á
sameiginlegum mælikvörðum og gagnaöflun til frekari greininga fyrir
Garðabæ.
Áfangar og fréttir

Nýr leikskóli í Urriðaholti
Haustið 2022 mun 6 deilda leikskóli taka til starfa við Kauptún í Garðabæ í húseiningum sem verða reistar á staðnum. Leikskólinn er undanfari nýs 6 deilda leikskóla fyrir allt að 120 börn við Holtsveg í Urriðaholti sem verður tekinn í notkun haustið 2023.

Lífshlaupið 2022
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta.

Smíði undirganga undir Arnarneshæð - kynningarfundur 8. febrúar
Garðabær og Vegagerðin bjóða til íbúakynningar, vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við smíði undirganga undir Arnarneshæð.

Endurskoðun menntastefnu - samráð við íbúa
Nú er í gangi endurskoðun á gildandi skólastefnu Garðabæjar sem ætlað er að móta í víðtæku samráði við starfsfólk skólanna, börn í leik-, grunn- og tónlistarskólum, kjörna fulltrúa, starfsfólk og bæjarbúa.