Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Hafnarfjarðarvegur og Vífilsstaðavegur

20.2.2019

Deiliskipulag

Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti þann 21. febrúar 2019 að auglýsa eftirfarandi tillögur:

Tvær nýjar deiliskipulagsáætlanir í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  1. Hafnarfjarðarvegur, stofnbraut, deiliskipulag
    Tillagan gerir ráð fyrir umferðarskipulagi í samræmi við tillögur að bráðabirgðaendurbótum Hafnarfjarðarvegar, að hluta, sem unnar hafa verið af Vegagerðinni í samráði við Garðabæ.

    - Deiliskipulagsuppdráttur
    - Sneiðingar
    - Hljóðkort
  2. Vífilsstaðavegur og Bæjarbraut, deiliskipulag
    Tillagan gerir m.a. ráð fyrir hringtorgi við gatnamót Vífilsstaðavegar og Litlatúns/Flataskóla.

    - Deiliskipulagsuppdráttur 1 af 4
    -Deiliskipulagsuppdráttur 2 af 4
    - Deiliskipulagsuppdráttur 3 af 4
    - Deiliskipulagsuppdráttur 4 af 4

Deiliskipulagsbreytingar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  1. Ásgarður, deiliskipulagsbreyting vegna hringtorgs
    Tillagan gerir m.a. ráð fyrir breyttri legu göngustígs við Hraunholtslæk og á fyrirkomulagi bílastæða og breytingu við gatnamót Vífilsstaðavegar.

    - Deiliskipulagsuppdráttur
  2. Miðbær, neðsta svæði (svæði III), deiliskipulagsbreyting vegna minnkunar á svæði
    Tillagan gerir ráð fyrir því að deiliskipulagssvæðið minnki sem nemur gatnamótum Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar, til samræmis við tillögu að deiliskipulagi Hafnarfjarðarvegar.

    - Deiliskipulagsuppdráttur
  3. Hörgatún 2, deiliskipulagsbreyting vegna hringtorgs
    Tillagan gerir ráð fyrir skerðingu í norðvesturhorni lóðar vegna útfærslu á hringtorgi á gatnamótum Litlatúns/Flataskóla og Vífilsstaðavegar.

    - Deiliskipulagsuppdráttur  
  4. Ásar og Grundir, deiliskipulagsbreyting vegna minnkunar á svæði
    Tillagan gerir m.a. ráð fyrir breytingum á stígum o.fl. næst Hafnarfjarðarvegi.

    - Deiliskipulagsuppdráttur
  5. Hraunsholt eystra, deiliskipulagsbreyting vegna minnkunar á svæði
    Tillagan gerir m.a. ráð fyrir því að deiliskipulagssvæðið minnki við gatnamót Lækjarfitjar og Hafnarfjarðarvegar.

    - Deiliskipulagsuppdráttur  

Tillögurnar eru aðgengilegar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is, og í þjónustuveri Garðabæjar frá 25. febrúar 2019. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn athugasemdir við tillögurnar á netfangið skipulag@gardabaer.is eða í þjónustuver Garðabæjar, Garðatorgi 7 210 Garðabæ, og skulu þær vera skriflegar. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 8. apríl 2019.

Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðbæjar