Fréttir
Ný fjölnota félagsaðstaða í Lambamýri opnuð
Ný fjölnota félagsaðstaða í Lambamýri á Álftanesi verður opnuð með formlegum hætti, miðvikudaginn 28. janúar klukkan 13.30. Aðstaðan mun m.a. hýsa félagsstarf eldri borgara á Álftanesi og Félag eldri borgara á Álftanesi (FEBÁ) mun hafa aðsetur í nýju húsnæði. Við formlega opnun verður endurnýjaður samstarfssamningur Garðabæjar og FEBÁ undirritaður.
Lesa meira
Viltu efla færni þína til að takast á við uppeldishlutverkið?
Fræðslu- og frístundasvið og velferðarsvið Garðabæjar bjóða upp á námskeið fyrir foreldra sem vilja auka færni sína til að takast á við uppeldishlutverkið.
Lesa meira
Ungmennahús Garðabæjar komið á laggirnar
Ungmennahús hefur nú verið opnað í Garðabæ. Það var fullt hús á opnunarkvöldinu og greinilegt að bæjarbúar eru áhugasamir um starfsemina. Ragnhildur Jónasdóttir, verkefnastjóri ungmennahúss Garðabæjar, segir starfið fara vel af stað og nú fái það að vaxa og dafna í takti við ungmennin í bænum.
Lesa meira
Tillögur um framtíðarskipulag Norðurness á Álftanesi kynntar
Tillögur um framtíðarskipulag Norðurness á Álftanesi voru kynntar á vel sóttum íbúafundi sem haldinn var í Álftanesskóla.
Lesa meira
„Höldum áfram að stefna hátt í rétta átt“
Ávarp Hrannars Braga Eyjólfssonar, formanns íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar. Flutt á Íþróttahátíð Garðabæjar 2026
Lesa meira
Ungmennahús Garðabæjar opnað
Skemmtilegt opnunarkvöld fyrir nýtt ungmennahús verður haldið 14. janúar.
Lesa meiraViðburðir
Fjölnota félagsaðstaða í Lambamýri opnuð
Ný fjölnota félagsaðstaða í Lambamýri á Álftanesi verður opnuð með formlegum hætti, miðvikudaginn 28. janúar.
Tilkynningar
Norðurnes, Álftanesi - Aðalskipulagsbreyting
15. jan - 11. feb
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með vinnslutillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar - Norðurnes, Álftanesi til forkynningar í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillöguna má nálgast hér á vef skipulagsgáttar.
Norðurnes, Álftanesi - Deiliskipulag
15. jan - 11. feb
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með vinnslutillögu að deiliskipulagi Norðurness, Álftanesi til forkynningar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillöguna má nálgast hér á vef skipulagsgáttar.
Þrír vellir – endurnýjun og nýtt gervigras
Garðabær óskar eftir tilboðum í endurnýjun gervigrass og fullnaðarfrágang á þremur völlum á svæði Stjörnunnar við Ásgarð þ.e. Samgsungvallar, Stekkjaflatavallar og nýs Flataskólavallar.
Bilun í vatnslögn í Hlíðarbyggð
Lokað er fyrir vatnsrennsli fyrir hús 34-53.





