Fréttir

Kristinn Sigmundsson

3. des. : Kristinn Sigmundsson í Safnaðarheimili Vídalínskirkju – Hraðpróf nauðsynlegt

Kristinn Sigmundsson gleður gesti á hádegistónleikum í safnaðarheimili Vídalínskirkju (ath. breytt staðsetning). Aðgangur er ókeypis, grímuskylda og neikvætt hraðpróf nauðsynlegt.

Lesa meira
Turn tekin úr kirkjuturni

3. des. : Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2022-2025

Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2022 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi þann 2. desember sl. Samhliða áætlun næsta árs var jafnframt lögð fram þriggja ára áætlun fyrir árin 2023, 2024 og 2025.

Lesa meira
Loftmynd Álftanes Kumlamýri

3. des. : Parhúsalóðir í Kumlamýri á Álftanesi

Garðabær auglýsti nýverið til sölu byggingarrétt 26 parhúsalóða í Kumlamýri á Álftanesi. Tilboð í byggingarrétt þarf að berast á bæjarskrifstofur Garðabæjar fyrir kl. 12:00 föstudaginn 10. desember 202.

Lesa meira
Aðventukveðja við jólatré

2. des. : Ljósin tendruð - myndband

Fyrsta sunnudag í aðventu, 28. nóvember sl, var sýnt myndband á fésbókarsíðu Garðabæjar þar sem nemendur á leikskólanum Hæðarbóli tendruðu ljósin á jólatré á Garðatorgi.

Lesa meira

Fara í fréttasafn


Viðburðir

04. des. 13:00 Bókasafn Garðabæjar Jólasögur og söngur

Einstök jólasögu - og söngvastund með Þórönnu Gunný Gunnarsdóttur, söngkonu, verður á Bókasafni Garðabæjar laugardaginn 4. desember klukkan 13:00.

 

05. des. 13:00 - 15:00 Hönnunarsafn Íslands Jólagjafir og jólapappír, fróðleikur og smiðja

Fræðumst um jólin og búum til eigin jólapappír! Fróðleiks og hönnunarsmiðja með þjóðfræðingnum Dagrúnu Jónsdóttur og handverkskonunni og hönnuðinum Ásgerði Heimisdóttir sem kennir gestum að búa til jólapappír.

 

07. des. 10:30 Bókasafn Garðabæjar Klassíski leshringurinn

Klassíski leshringurinn hittist annan hvern þriðjudag kl. 10:30 undir stjórn Rósu Þóru Magnúsdóttur. 

 

Viðburðadagatal


Tilkynningar

Lokað fyrir kalda vatnið í Haukanesi og Mávanesi - 26. nóv.. 2021 Auglýsingar

Lokað verður fyrir kalda vatnið mánudaginn 29.11. frá kl. 10-12 í Haukanesi og Mávanesi.

Holtsvegur lokaður - 23. nóv.. 2021 Auglýsingar

Vegna gatnagerðar verður Holtsvegi lokað um miðja viku. Lokunin hefst 24. nóvember og mun vara í ca.þrjár vikur.

Parhúsalóðir í Kumlamýri - 19. nóv.. 2021 Auglýsingar

Garðabær auglýsir til sölu byggingarrétt 26 parhúsalóða í Kumlamýri á Álftanesi.

Heitavatnslaust á Álftanesi - 10. nóv.. 2021 Auglýsingar

Vegna vinnu við dreifikerfið verður heitavatnslaust á Álftanesi og hluta Garðabæjar fimmtudaginn 11. nóvember kl. 05:00-18:00. Álftaneslaug verður lokuð á meðan.


Gott að vita

Hvatapeningar

Hvatapeningar eru hugsaðir til að hvetja börn og unglinga á aldrinum 5 til 18 ára til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem leitt er af þar til hæfum leiðbeinendum.

Lesa meira
Ísafold

Ljósmyndavefur Garðabæjar

Á ljósmyndavef Garðabæjar eru birtar myndir af náttúru, íbúðahverfum, mannlífi, framkvæmdum, menningarviðburðum sem og myndum sem tengjast starfsemi sveitarfélagsins.

Wapp

Gönguleiðir - beint í símann þinn

Náðu í appið  ,,Wapp-walking app".  Þar eru gönguleiðir í Garðabæ þér að kostnaðarlausu. Leiðsagnarappið er með kortum, gps hnitum, ljósmyndum og upplýsingum á íslensku og ensku.

Lesa meira

Kortavefur

Á kortavefnum map.is/gardabaer er að finna ýmsar upplýsingar um staðsetningu lagna, snjómokstur, fornminjar og skipulag í Garðabæ. Þar er einnig hægt að nálgast teikningar af húsum.

Lesa meira