Fréttir

Vistvænar samgöngur í brennidepli
Evrópsk Samgönguvika hefst þriðjudaginn 16. september og eru Garðbæingar hvattir til þátttöku með því að velja vistvæna samgöngumáta til að komast leiðar sinnar, t.d. nota strætó, ganga eða hjóla.
Lesa meira
Utanvegshlaupið Eldslóðin á laugardaginn
Utanvegshlaupið Eldslóðin fer fram á morgun, 13. september. Upphaf hlaupsins er við Vífilsstaði og er komið í mark á sama stað.
Lesa meira
Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið í Miðgarði
Hópur ungs og efnilegs kraftlyftingafólks frá Norðurlöndunum kemur saman í Miðgarði um helgina á Norðurlandamóti unglinga í kraftlyftingum.
Lesa meira
Hvar má spara og hvar má splæsa?
Íbúum Garðabæjar gefst nú kostur á að senda inn ábendingar og tillögur vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2026. Hægt er að senda inn ábendingar til 15. október 2025
Lesa meira
Nýr göngu- og hjólastígur í gegnum Vífilsstaði
Framkvæmdir á nýjum göngu- og hjólastíg í gegnum Vífilsstaði hefjast mánudaginn 15. september.
Lesa meira
Álftanesvegur malbikaður
Fimmtudaginn 11. september og föstudaginn 12. september mun Loftorka vinna við malbikun á Álftanesvegi, ef veður leyfir. Búast má við einhverjum töfum vegna framkvæmdarinnar.
Lesa meiraViðburðir
Íbúafundir: Hvað er að frétta í Garðabæ?
Kynntu þér málin á árlegum íbúafundum bæjarins og ræddu málin við bæjarstjóra Garðabæjar og sviðsstjóra.
Tilkynningar
Hnoðraholt norður - Þorraholt 2-4 - Deiliskipulagsbreyting
Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti á fundi sínum 4. september 2025 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var samþykkt að tillögu skipulagsnefndar frá fundi 28. ágúst 2025.
Sjáland - Deiliskipulagsbreyting
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu skipulagsnefndar að breytingu deiliskipulags Sjálands sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lokun við Birkiholt
Lokun Birkiholts vegna fráveituþverunar tekur í gildi í lok dags 3. september og mun standa yfir í 10 daga.
Vetrarmýri - Deiliskipulagsbreyting
Þann 24. júní 2025 samþykkti bæjarráð Garðabæjar, skv. heimild í 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vetrarmýrar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var samþykkt að tillögu skipulagsnefndar frá fundi 19. júní 2025.
