Fréttir

25. nóv. : Ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi

Það var fallegt vetrarveður úti þegar leikskólabörn úr Garðabæ komu saman á Garðatorgi til að tendra ljósin á jólatrénu á Garðatorgi föstudaginn 25. nóvember. Elstu börn úr leikskólum bæjarins fjölmenntu á torgið og áttu þar hugljúfa jólastund saman, Almar Guðmundsson bæjarstjóri heilsaði upp á börnin og fékk þau til að telja niður saman þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu. 

Lesa meira
Jóladagskrá á Garðatorgi

25. nóv. : Jólaball, skapandi smiðjur og lifandi tónlist á Garðatorgi

Laugardaginn 26. nóvember frá 13-16 verður upphafi aðventu fagnað í Garðabæ með hátíð fyrir alla fjölskylduna.

Lesa meira
Nemendaþing um félagsmiðstöðina í Urriðaholti.

25. nóv. : Nafnið Urri valið á nemendaþingi

Þann 17. nóvember var haldið svokallað nemendaþing í Urriðaholtsskóla fyrir nemendur í 5.- 8. bekk. Markmið þingsins var að fá hugmyndir frá nemendum hvernig þau vilja hafa félagmiðstöðina í Urriðaholtsskóla.

Lesa meira
Þátttakendur á kynningarfundi um almannavarnir

24. nóv. : Tilgangur og hlutverk almannavarna

Í vikunni var boðið upp á kynningu á tilgangi og hlutverki almannavarna, bæði á landsvísu og á höfuðborgarsvæðinu, fyrir fulltrúa í nýrri almannavarnanefnd á höfuðborgarsvæðinu. Einnig fengu fulltrúar í neyðarstjórnum sveitarfélaganna og bæjar- og borgarfulltrúar boð á kynningarfundina. 

Lesa meira

Fara í fréttasafn


Viðburðir

26. nóv. 13:00 Garðatorg - miðbær Aðventuhátíð Garðabæjar

Fögnum upphafi aðventunnar þann 26. nóvember með dagskrá fyrir alla fjölskylduna á Garðatorgi, Bókasafni Garðabæjar og Hönnunarsafni Íslands. Lítill aðventumarkaður og lifandi tónlist á Garðatorgi 1-4, föndursmiðjur í Hönnunarsafni og Bókasafni. Jólaleikrit og jólaball, jólasveinar á sveimi og stemning í fyrirrúmi.

 

01. des. 17:00 - 19:00 Sveinatunga Fundur bæjarstjórnar Garðabæjar

Næsti fundur bæjarstjórnar verður fimmtudaginn 1. desember kl. 17 í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi 7. Fundurinn verður jafnframt í beinni útsendingu á vef Garðabæjar

 

16. des. 19:30 Vídalínskirkja Diddú og drengirnir

Diddú og drengirnir koma fram á aðventutónleikum í Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 16. desember kl. 19:30 á vegum þýska sendiráðsins. Þetta er í áttunda sinn sem sendiherra Þýskalands býður til slíkra tónleika til að styðja við þeirra mikilvægt starf Sjálfsbjargar.

 

Viðburðadagatal


Tilkynningar

Auglýsing um óverulega breytingu aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 - Kauptún - 22. nóv.. 2022 Samþykkt bæjarstjórnar varðandi skipulagsmál

Þann 15. september 2022 samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar tillögu að óverulegri breytingu aðalskipulags Garðabæjar 2004-2016 vegna landnotkunareits 5.03 Vþ Kauptúns í samræmi við 2. mgr. 36. greinar skipulags-og byggingarlaga nr. 123/2010.

Lokað fyrir kalda vatnið í Tjaldanesi og Blikanesi - 16. nóv.. 2022 Auglýsingar

Vegna viðgerðar á stofnæð þarf að loka fyrir kalda vatnið kl. 10 í dag miðvikudaginn 16. nóvember í Tjaldanesi og Blikanesi.

Kauptún 1 – Breyting á deiliskipulagi Kauptúns - 15. nóv.. 2022 Samþykkt bæjarstjórnar varðandi skipulagsmál

Þann 6.október sl. samþykkti Bæjarstjórn Garðabæjar tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kauptúns, Kauptúni 1 í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var samþykkt að tillögu skipulagsnefndar frá fundi þann 27. september.

Árangur íþróttafólks - 14. nóv.. 2022 Auglýsingar

ÍTG (Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar) leitar upplýsinga um árangur íþróttafólks í íþróttagreinum sem ekki eru stundaðar í Garðabæ. 


Gott að vita

Hvatapeningar

Hvatapeningar eru hugsaðir til að hvetja börn og unglinga á aldrinum 5 til 18 ára til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem leitt er af þar til hæfum leiðbeinendum.

Lesa meira
Ísafold

Ljósmyndavefur Garðabæjar

Á ljósmyndavef Garðabæjar eru birtar myndir af náttúru, íbúðahverfum, mannlífi, framkvæmdum, menningarviðburðum sem og myndum sem tengjast starfsemi sveitarfélagsins.

Wapp

Gönguleiðir - beint í símann þinn

Náðu í appið  ,,Wapp-walking app".  Þar eru gönguleiðir í Garðabæ þér að kostnaðarlausu. Leiðsagnarappið er með kortum, gps hnitum, ljósmyndum og upplýsingum á íslensku og ensku.

Lesa meira

Kortavefur

Á kortavefnum map.is/gardabaer er að finna ýmsar upplýsingar um staðsetningu lagna, snjómokstur, fornminjar og skipulag í Garðabæ. Þar er einnig hægt að nálgast teikningar af húsum.

Lesa meira