Fréttir

Samsung Stjörnuvöllurinn viðurkenndur af FIFA

19. jún. : Samsung Stjörnuvöllurinn samþykktur af FIFA

Samsung Stjörnuvöllurinn hefur verið samþykktur af alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, sem löglegur keppnisvöllur. 

Lesa meira
Img_0887

19. jún. : Ísland-Nígería á Garðatorgi

Annar leikur Íslands á HM í knattspyrnu karla verður sýndur í beinni útsendingu á risaskjá á Garðatorgi (utandyra, fyrir framan turninn) föstudaginn 22. júní nk. 

Íslendingar spila að þessu sinni á móti Nígeríu og byrjar leikurinn kl. 15.

Gervigrasið verður á sínum stað og má búast við því að veitingahúsin á torginu verði með eitthvað gómsætt á boðstólnum.

Við hvetjum gesti til að taka útileigustólana með sér.

Stemningin var frábær á síðasta leik en að þessu sinni ætlar rigningin ekki að mæta á svæðið :-)

Viðburðinn á Facebook. 

Lesa meira
Ísland-Argentína á Garðatorgi

18. jún. : Frábær stemning á Garðatorgi

Fjöldi manns kom saman á Garðatorgi sl. laugardag til að horfa á fyrsta leik Íslands á HM í knattspyrnu karla. Garðbæingar létu rigninguna ekki á sig fá og mættu vel búnir til að horfa á Íslendinga mæta Argentínumönnum á risaskjá. Stemningin var frábær og fögnuðurinn mikill þegar við lönduðum jafntefli.

Veitingahúsin á Garðatorgi voru með veitingar til sölu, bæði á fljótandi og föstu formi, sem hægt var að gæða sér á yfir leiknum. Þá voru margar verslanir með tilboð á vörum þennan dag.

Ýmislegt var í boði fyrir yngri kynslóðina, t.d. voru settir upp litlir fótboltavellir ásamt því að  boðið var upp á andlitsmálningu og aðstöðu fyrir bíttimarkað á fótboltaspjöldum.

Hér að neðan má sjá svipmyndir frá deginum.

Img_0887Img_0881_1529320752031

Img_0888

Img_0854Hm_gardatorgi_160618_3Hm_gardatorgi_160618_7


Lesa meira
Rútuferðir úr Urriðaholti

12. jún. : Rútuferðir á HM veislu á Garðatorgi 16. júní

Til að koma Garðbæingum á Garðatorg að horfa á fyrsta leik Íslands á HM á risaskjá 16. júní verða rútuferðir fyrir og eftir leik.  Tveir bílar munu hefja akstur kl. 11:30, frá Álftanesi og frá Urriðaholti.  Stoppað verður á nokkrum stöðum á leiðinni (við strætóstoppistöðvar) eins og sjá má á kortum hér að neðan.  Annar hringur verður farinn, sömu leiðir, um kl. 12:15 og bílarnir fara sömu leið heim eftir leik, lagt verður af stað kl. 15:00.  Bæjarbúar eru hvattir til þess að nýta sér þessa þjónustu og skilja bílana eftir heima. 

Rúta 1 hefur akstur frá Breiðumýri á Álftanesi kl. 11:30 og stoppar hún á eftirfarandi stöðum:

 • Breiðamýri við Álftaneskaffi
 • Garðahraun/Prýðahverfi
 • Eikarás
 • Ásabraut við enda Birkiáss
 • Sjálandsskóli
 • Arnarneshæð
 • Garðatorg


Rúta 2 hefur akstur frá Urriðaholtsskóla kl. 11:30 og stoppar hún á eftirfarandi stöðum:

 • Náttúrufræðistofnun
 • Arnarnesvegur (við enda Nónhæðar)
 • Bæjarbraut (við enda Línakurs)
 • Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
 • Garðatorg

  Stoppistöðvar fyrir rútu á Álftanes,  Ásahverfi/Sjáland og Arnarnes

Ruta-fra-alftanesi-hm-v2

      Stoppistöðvar fyrir rútu í Urriðaholt, Arnarnesveg og Bæjarbraut

Gardabaer-rutuferdir-fyrir-hm

Ísland-Argentína á Facebook.

Lesa meira

Fara í fréttasafn


Viðburðir

20. jún. 18:00 - 20:00 Samsungvöllurinn Stjarnan- ÍBV í Pepsi-deild kvenna

Stjarnan tekur á móti ÍBV í Pepsi-deild kvenna á Samsung vellinum kl. 18.

 

21. jún. 17:00 Safnaðarheimilið Kirkjuhvoli Fyrsti fundur nýrrar bæjastjórnar

Ný bæjarstjórn hefur verið boðuð til síns fyrsta fundar fimmtudaginn 21. júní næstkomandi kl. 17 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Á fyrsta fundi bæjarstjórnar verður kosið í embætti bæjarstjórnar, ráð og nefndir.

 

21. jún. 19:30 - 22:00 Meðfram strandstígnum í Sjálandshverfi Jónsmessugleði Grósku

Jónsmessugleði Grósku verður haldin fimmtudaginn 21. júní kl. 19:30-22:00.

 

Viðburðadagatal


Tilkynningar

Stuðningsfjölskyldur óskast - 18. jún.. 2018 Auglýsingar

Fjölskyldusvið Garðabæjar óskar eftir stuðningsfjölskyldum fyrir fötluð börn

Útboð - vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiða í Garðabæ 2018-2021 - 8. jún.. 2018 Útboð

Garðabær óskar eftir tilboðum í vetrarþjónustu göngu- og hjólaleiða í Garðabæ 2018-2021. Í  verkinu felst snjóruðningur og hálkuvörn á helstu göngu- og hjólaleiðum í Garðabæ.

Breyting á deiliskipulagi Hnoðraholts og Vetrarmýrar - 8. jún.. 2018 Skipulag í kynningu

Auglýsing deiliskipulagstillögu með umhverfisskýrslu


Gott að vita

Hvatapeningar

Hvatapeningar eru hugsaðir til að hvetja börn og unglinga á aldrinum 5 til 18 ára til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem leitt er af þar til hæfum leiðbeinendum.

Lesa meira
Ísafold

Félags- og íþróttastarf eldri borgara

Ýmistlegt er í boði fyrir eldri borgara í bænum en starfið fer fram á þremur stöðum: Jónshúsi við Strikið 6, Litlakot á Álftanesi og Kirkjuhvoll, Kirkjulund 4.

Lesa meira
Wapp

Gönguleiðir - beint í símann þinn

Náðu í  appið Gönguleiðir í Garðabæ  þér að kostnaðarlausu. Appið er með kortum, gps hnitum, ljósmyndum og upplýsingum á íslensku og ensku.

Lesa meira

Kortavefur

Á kortavefnum map.is/gardabaer er að finna ýmsar upplýsingar um staðsetningu lagna, snjómokstur, fornminjar og skipulag í Garðabæ. Þar er einnig hægt að nálgast teikningar af húsum.

Lesa meira