Barnakór Hæðarbóls

Leikskólinn Hæðarból (2017)

Lýðræði og mannréttindi Samskipti og félagsfærni

Markmið:

Markmið verkefnisins voru að efla gróskumikið tónlistarlíf Hæðarbóls enn frekar og tengja það með beinum hætti nokkrum færniþáttum skólanámskrárinnar. Þar ber helst að nefna læsisþáttinn en hrynjandi í texta og skilningur á því sem sungið er um byggir undir málþroskann á marga vegu. Hlustun er mikilvæg í kórastarfi en hlustun er grundvöllur undir færni til að ná tökum á tungumáli og efla málskilning. Nótnalæsi er einn þáttur læsis og tengist t.a.m. stærðfræðilæsi með beinum hætti en hrynur og taktar voru teiknaðar upp og klappaðir á æfingum og er þessi þáttur hrein viðbót við læsisstefnu Hæðarbóls. Lýðræðis- og mannréttindaþáttur er einnig mikilvæg hæfni sem kórstarfið hefur eflt með virkni og þátttöku allra kórmeðlima því kór byggir á samvinnu og börnin sem mynda kórinn hafa áttað sig á samábyrgð sinni til að flutningur tónlistarinnar megi verða sem bestur. Kórstarfið var líka hugsað sem vettvangur til að efla samskipta- og félagsfærni sem er eitt besta veganesti sem börn hafa með sér út í lífið.

Lokaskýrsla í pdf-skjali