Leikskólastig: Lýðræði og mannréttindi

Barnakór Hæðarbóls - Lýðræði og mannréttindi Samskipti og félagsfærni

Leikskólinn Hæðarból (2017)

Markmið:

Markmið verkefnisins voru að efla gróskumikið tónlistarlíf Hæðarbóls enn frekar og tengja það með beinum hætti nokkrum færniþáttum skólanámskrárinnar. Þar ber helst að nefna læsisþáttinn en hrynjandi í texta og skilningur á því sem sungið er um byggir undir málþroskann á marga vegu. Hlustun er mikilvæg í kórastarfi en hlustun er grundvöllur undir færni til að ná tökum á tungumáli og efla málskilning. Nótnalæsi er einn þáttur læsis og tengist t.a.m. stærðfræðilæsi með beinum hætti en hrynur og taktar voru teiknaðar upp og klappaðir á æfingum og er þessi þáttur hrein viðbót við læsisstefnu Hæðarbóls. Lýðræðis- og mannréttindaþáttur er einnig mikilvæg hæfni sem kórstarfið hefur eflt með virkni og þátttöku allra kórmeðlima því kór byggir á samvinnu og börnin sem mynda kórinn hafa áttað sig á samábyrgð sinni til að flutningur tónlistarinnar megi verða sem bestur. Kórstarfið var líka hugsað sem vettvangur til að efla samskipta- og félagsfærni sem er eitt besta veganesti sem börn hafa með sér út í lífið.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Það er spurning - þróunarverkefni í heimspekilegri samræðu - Fagmennska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Samskipti og félagsfærni

Leikskólinn Hæðarból (2016)

Markmið:

Megináhersla verkefnisins var að tilraunakenna misþung heimspekiverkefni fyrir elsta árgang leikskóla og yngstu bekki grunnskóla en í lýðræðissamfélagi taka einstaklingar afstöðu til siðferðislegra álitamála og voru klípusögur nýttar í þeim tilgangi. Þá voru kennarar leik-og grunnskóla hvattir til að ígrunda með nemendum sínum ýmiss álitamál og samhliða kennslunni að ræða samfélagsleg álitamál. Einnig að efla nemendur til þess að ígrunda sína eigin líðan sem og skólasystkina sinna og að lokum að fá kennara til að ígrunda fagmennsku sína með það fyrir augum að taka upp ný gleraugu þegar þeir fjalla um jafnréttis- og lýðræðismálefni á víðum grunni.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Aukin þátttaka barna í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð - Fagmennska Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Samskipti og félagsfærni

Leikskólinn Hæðarból (2015)

Markmið:

Að auka þátttöku barna með markvissum hætti í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð í leikskólanum. Börn hafa rétt á að hafa áhrif á nám sitt og umhverfi í samræmi við aldur og þroska samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla (2011) og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (Lög um Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, nr. 12/2013). Leitað var leiða til þess að uppfylla réttindi barnanna og leitast við að veita þeim tækifæri til þess að láta rödd sína heyrast og hafa áhrif á nám sitt og umhverfi.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Hugarró - Heilbrigði og velferð Lýðræði og mannréttindi Sjálfbærni

Leikskólinn Krakkakot (2015)

Markmið:

Að kennarar í Krakkakoti læri hagnýtar aðferðir sem þeir geti nýtt sér reglulega til að efla einbeitingu og vellíðan nemenda, styrkleika þeirra, hæfileika, sköpunarkraft og innri ró. Einnig til að efla stjórn nemenda á huga sínum, öryggi ró, vellíðan og innri frið.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Vinátta - Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Læsi Samskipti og félagsfærni

Leikskólinn Holtakot (2015)

Markmið:

Að fyrirbyggja einelti í leikskólum með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum. Þátttaka allra; barna, starfsfólks og foreldra er grundvöllur þess að vel til takist. Lögð er sérstök áhersla á að ná til þeirra barna og fullorðinna sem verða vitni að einelti án þess að bregðast við því. Efnið byggir á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem skulu samofin öllu leikskólastarfinu og eru órjúfanlegur hluti í allri vinnu og starfi leikskóla sem vinnur með Vináttu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur tileinki sér þessi grunngildi við vinnu og samskipti í leikskólasamfélaginu. Hugmyndafræðin endurspeglast í gildunum fjórum sem eru umburðarlyndi, virðing, umhyggja og hugrekki.

Lokaskýrsla í pdf-skjali