Aukin þátttaka barna í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð

Leikskólinn Hæðarból (2015)

Fagmennska Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Samskipti og félagsfærni

Markmið:

Að auka þátttöku barna með markvissum hætti í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð í leikskólanum. Börn hafa rétt á að hafa áhrif á nám sitt og umhverfi í samræmi við aldur og þroska samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla (2011) og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (Lög um Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, nr. 12/2013). Leitað var leiða til þess að uppfylla réttindi barnanna og leitast við að veita þeim tækifæri til þess að láta rödd sína heyrast og hafa áhrif á nám sitt og umhverfi.

Lokaskýrsla í pdf-skjali