Leikskólastig: Fagmennska kennara

Horft til framtíðar - þróun á starfsumhverfi leikskóla - Fagmennska kennara Líðan

Leikskólinn Akrar (2017)

Markmið:

 

Að fjölga leikskólakennurum þannig að 2/3 leikskólakennarar verði 2/3 hluti starfsmanna inn á deild eins og lög gera ráð fyrir. Að kennarar verði betur í stakk búnir til að takast á við auknar kröfur sem til þeirra eru gerðar með því að þeir taki undirbúning saman eftir kl. 14:00 á daginn.

Áhersluþættir:

 • Fagmennska kennara
 • Líðan

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Tákn með tali - gagnakassi - Fagmennska kennara Heilbrigði og velferð Líðan Samskipti og félagsfærni Skóli margbreytileikans

Leikskólinn Akrar (2017)

Markmið:

Að koma til móts við ólíkar þarfir barna, sérstaklega börn með seinkaðan málþroska og börn af erlendum uppruna.Tákn með tali er tjáskiptaaðferð sem byggir á einföldum hreyfitáknum sem notuð eru á markvissan hátt til stuðnings töluðu máli. Verkefnið gengur út á útbúa áætlun og gagnakassa með táknmyndum sem auðveldar innlögn og gerir vinnuna markvissari. Þetta verkefni er fyrir yngsta stig leikskólans.

Áhersluþættir:

 • Samskipti og félagsfærni
 • Heilbrigði og velferð
 • Skóli margbreytileikans
 • Líðan
 • Fagmennska kennara

Lokaskýrsla í pdf-skjali

PMT foreldrafærni

Grunnnámskeið PMTO fyrir starfsfólk leikskóla - Fagmennska kennara Heilbrigði og velferð Líðan Samskipti og félagsfærni Skóli margbreytileikans

Leikskólarnir Holtakot, Hæðarból og Krakkakot (2017)

Markmið:

Að starfsmenn skóla fái í hendur verkfæri til að nýta á jákvæðan og markvissan hátt til að taka á vægari hegðunarfrávikum barna innan skólans. Skólastjórnendur geta komið starfsmönnum sínum á námskeið í grunnaðferðum PMTO þannig að þekkingin komist inn í skólana.

Áhersluþættir:

 • Fagmennska kennara
 • Samskipti og félagsfærni
 • Heilbrigði og velferð
 • Líðan
 • Skóli margbreytileikans


Lokaskýrsla í pdf-skjali.

Málörvun yngri barna og tvítyngdra barna - Fagmennska kennara Læsi

Fræðslusvið Garðabæjar (2016)

Markmið:

Að leikskólakennarar og sérkennslustjórar fengju hugmyndir að málörvun yngstu barna og tvítyngdra barna og öðluðust meira öryggi í málörvun þessara hópa. Einnig að auka hæfni, þekkingu og leikni starfsfólks í leikskólum í Garðabæ. Koma hljóðavinnu og málörvun fyrir mjög ung börn og tvítyngd börn í góðan farveg og inn í áætlanir leikskólanna

Áhersluþættir:

 • Læsi
 • Skóli margbreytileikans
 • Fagmennska kennara

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Markviss málörvun - Fagmennska kennara Læsi

Samvinna leikskóla og grunnskóla (2016)

Að endurskoða markvissa málörvun í leik- og grunnskólum bæjarins með það að markmiði að styrkja samfellu í málörvun frá yngstu börnum leikskólans upp í yngsta stig grunnskólans, í samræmi við þjóðarátak í læsi.

Áhersluþættir:

 • Leikskóli
 • Yngsta stig grunnskóla
 • Læsi
 • Fagmennska kennara

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Hreyfing í daglegu starfi - Fagmennska kennara Heilbrigði og velferð Íþróttir og hreyfing

Leikskólinn Sunnuhvoll (2016)

Markmið:

Að kenna börnum á Sunnuhvoli að tileinka sér hreyfingu bæði í skipulögðum og frjálsum stundum. Það var m.a gert með gerð hreyfiseðla og kaupum á búnaði til hreyfingar s.s. á dýnum, trampolíni og íþróttapúðum. Lengi býr að fyrst gerð og hlutverk leikskólans er að bjóða upp á öruggt en um leið krefjandi umhverfi þar sem börnin geta hreyft sig, æft og fengið hvatningu til að reyna á sig.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Skipulögð hreyfing - Fagmennska kennara Heilbrigði og velferð Íþróttir og hreyfing

Leikskólinn Sunnuhvoll (2015)

Markmið:

·Að kenna börnum á Sunnuhvoli að tileinka sér hreyfingu bæði í skipulögðum og frjálsum stundum. Það var gert m.a. með gerð hreyfiseðla og kaupum á búnaði til hreyfingar s.s. á dýnum, trampolíni og íþróttapúðum. Lengi býr að fyrst gerð og hlutverk leikskólans er að bjóða upp á öruggt en um leið krefjandi umhverfi þar sem börnin geta hreyft sig, æft og fengið hvatningu til að reyna á sig.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Leikur að læra - Fagmennska kennara Heilbrigði og velferð Íslenska Íþróttir og hreyfing Læsi Samskipti og félagsfærni Stærðfræði

Leikskólinn Holtakot (2015)

Markmið:

Að efla hreyfifærni og nám í öðrum þroskaþáttum með hreyfingu. Þar á meðal, litum, formum, stöfum og tölum. Stuðla að heilbrigði barnsins og heilbrigðum lífsstíl og koma á skipulögðum jógatímum í Holtakoti. Með kennsluaðferðinni Leikur að læra upplifa börn námsefnið í gegnum hreyfingu og mismunandi skynfæri.

Lokaskýrsla í pdf-skjali