Leikskólastig: Jafnrétti

Það er spurning - þróunarverkefni í heimspekilegri samræðu - Fagmennska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Samskipti og félagsfærni

Leikskólinn Hæðarból (2016)

Markmið:

Megináhersla verkefnisins var að tilraunakenna misþung heimspekiverkefni fyrir elsta árgang leikskóla og yngstu bekki grunnskóla en í lýðræðissamfélagi taka einstaklingar afstöðu til siðferðislegra álitamála og voru klípusögur nýttar í þeim tilgangi. Þá voru kennarar leik-og grunnskóla hvattir til að ígrunda með nemendum sínum ýmiss álitamál og samhliða kennslunni að ræða samfélagsleg álitamál. Einnig að efla nemendur til þess að ígrunda sína eigin líðan sem og skólasystkina sinna og að lokum að fá kennara til að ígrunda fagmennsku sína með það fyrir augum að taka upp ný gleraugu þegar þeir fjalla um jafnréttis- og lýðræðismálefni á víðum grunni.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Aukin þátttaka barna í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð - Fagmennska Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Samskipti og félagsfærni

Leikskólinn Hæðarból (2015)

Markmið:

Að auka þátttöku barna með markvissum hætti í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð í leikskólanum. Börn hafa rétt á að hafa áhrif á nám sitt og umhverfi í samræmi við aldur og þroska samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla (2011) og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (Lög um Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, nr. 12/2013). Leitað var leiða til þess að uppfylla réttindi barnanna og leitast við að veita þeim tækifæri til þess að láta rödd sína heyrast og hafa áhrif á nám sitt og umhverfi.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Spjaldtölvur í náttúruleikskólanum Krakkakoti - Heilbrigði og velferð Jafnrétti Læsi

Leikskólinn Krakkakot (2015)

Markmið:

Að kenna börnum frá eins árs aldri að umgangast margmiðlunartæki eins og spjaldtölvu af ábyrgð. Leggja drög að því hvernig slík tæki eru nýtt með forvörn í huga þannig að þegar börn læri að setja sér mörk varðandi upplýsingaöflun og tíma sem þau eyða t.d. við tölvu- og netnotkun. Að nýta spjaldtölvur sem virkt kennslutæki með vel undirbúnum markmiðum með hverri kennslustund. Að efla foreldrasamvinnu í verkefninu, þar sem foreldrar eru hvattir til að setja mörk á tölvunotkun barna heima.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Vinátta - Jafnrétti Líðan Samskipti og félagsfærni

Leikskólinn Bæjarból (2015)

Markmið:

·Styrkja einkunnarorð leikskólans sem eru leikgleði, agi og lífsleikni. Einnig er leikskólinn með þemaverkefni á hverju ári og þennan vetur var þemavinnan tileinkuð, „Ég, sjálfur og lífsleikni“ og vináttuverkefnið fléttaðist inn í þemastundir.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Vinátta - Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Læsi Samskipti og félagsfærni

Leikskólinn Holtakot (2015)

Markmið:

Að fyrirbyggja einelti í leikskólum með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum. Þátttaka allra; barna, starfsfólks og foreldra er grundvöllur þess að vel til takist. Lögð er sérstök áhersla á að ná til þeirra barna og fullorðinna sem verða vitni að einelti án þess að bregðast við því. Efnið byggir á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem skulu samofin öllu leikskólastarfinu og eru órjúfanlegur hluti í allri vinnu og starfi leikskóla sem vinnur með Vináttu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur tileinki sér þessi grunngildi við vinnu og samskipti í leikskólasamfélaginu. Hugmyndafræðin endurspeglast í gildunum fjórum sem eru umburðarlyndi, virðing, umhyggja og hugrekki.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Vinátta - Heilbrigði og velferð Jafnrétti Líðan Samskipti og félagsfærni

Leikskólinn Akrar (2015)

Markmið:

Að móta góðan skólabrag, með því að eiga í góðum samskiptum og hafa jákvætt viðhorf til allra í hópnum og þannig minnka líkur á einelti í leikskólanum. Þátttaka allra barna, starfsfólks og foreldra er grundvöllur þess að vel til takist. Að flétta gildin fjögur, sem hugmyndafræði Vináttuverkefnisins byggir á, umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki, inn í alla vinnu og samskipti í leikskólanum.