Það er spurning - þróunarverkefni í heimspekilegri samræðu

Leikskólinn Hæðarból (2016)

Fagmennska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Samskipti og félagsfærni

Markmið:

Megináhersla verkefnisins var að tilraunakenna misþung heimspekiverkefni fyrir elsta árgang leikskóla og yngstu bekki grunnskóla en í lýðræðissamfélagi taka einstaklingar afstöðu til siðferðislegra álitamála og voru klípusögur nýttar í þeim tilgangi. Þá voru kennarar leik-og grunnskóla hvattir til að ígrunda með nemendum sínum ýmiss álitamál og samhliða kennslunni að ræða samfélagsleg álitamál. Einnig að efla nemendur til þess að ígrunda sína eigin líðan sem og skólasystkina sinna og að lokum að fá kennara til að ígrunda fagmennsku sína með það fyrir augum að taka upp ný gleraugu þegar þeir fjalla um jafnréttis- og lýðræðismálefni á víðum grunni.

Lokaskýrsla í pdf-skjali