Leikskólastig: Samskipti og félagsfærni

Barnakór Hæðarbóls - Lýðræði og mannréttindi Samskipti og félagsfærni

Leikskólinn Hæðarból (2017)

Markmið:

Markmið verkefnisins voru að efla gróskumikið tónlistarlíf Hæðarbóls enn frekar og tengja það með beinum hætti nokkrum færniþáttum skólanámskrárinnar. Þar ber helst að nefna læsisþáttinn en hrynjandi í texta og skilningur á því sem sungið er um byggir undir málþroskann á marga vegu. Hlustun er mikilvæg í kórastarfi en hlustun er grundvöllur undir færni til að ná tökum á tungumáli og efla málskilning. Nótnalæsi er einn þáttur læsis og tengist t.a.m. stærðfræðilæsi með beinum hætti en hrynur og taktar voru teiknaðar upp og klappaðir á æfingum og er þessi þáttur hrein viðbót við læsisstefnu Hæðarbóls. Lýðræðis- og mannréttindaþáttur er einnig mikilvæg hæfni sem kórstarfið hefur eflt með virkni og þátttöku allra kórmeðlima því kór byggir á samvinnu og börnin sem mynda kórinn hafa áttað sig á samábyrgð sinni til að flutningur tónlistarinnar megi verða sem bestur. Kórstarfið var líka hugsað sem vettvangur til að efla samskipta- og félagsfærni sem er eitt besta veganesti sem börn hafa með sér út í lífið.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Tákn með tali - gagnakassi - Fagmennska kennara Heilbrigði og velferð Líðan Samskipti og félagsfærni Skóli margbreytileikans

Leikskólinn Akrar (2017)

Markmið:

Að koma til móts við ólíkar þarfir barna, sérstaklega börn með seinkaðan málþroska og börn af erlendum uppruna.Tákn með tali er tjáskiptaaðferð sem byggir á einföldum hreyfitáknum sem notuð eru á markvissan hátt til stuðnings töluðu máli. Verkefnið gengur út á útbúa áætlun og gagnakassa með táknmyndum sem auðveldar innlögn og gerir vinnuna markvissari. Þetta verkefni er fyrir yngsta stig leikskólans.

Áhersluþættir:

  • Samskipti og félagsfærni
  • Heilbrigði og velferð
  • Skóli margbreytileikans
  • Líðan
  • Fagmennska kennara

Lokaskýrsla í pdf-skjali

PMT foreldrafærni

Grunnnámskeið PMTO fyrir starfsfólk leikskóla - Fagmennska kennara Heilbrigði og velferð Líðan Samskipti og félagsfærni Skóli margbreytileikans

Leikskólarnir Holtakot, Hæðarból og Krakkakot (2017)

Markmið:

Að starfsmenn skóla fái í hendur verkfæri til að nýta á jákvæðan og markvissan hátt til að taka á vægari hegðunarfrávikum barna innan skólans. Skólastjórnendur geta komið starfsmönnum sínum á námskeið í grunnaðferðum PMTO þannig að þekkingin komist inn í skólana.

Áhersluþættir:

  • Fagmennska kennara
  • Samskipti og félagsfærni
  • Heilbrigði og velferð
  • Líðan
  • Skóli margbreytileikans


Lokaskýrsla í pdf-skjali.

Það er spurning - þróunarverkefni í heimspekilegri samræðu - Fagmennska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Samskipti og félagsfærni

Leikskólinn Hæðarból (2016)

Markmið:

Megináhersla verkefnisins var að tilraunakenna misþung heimspekiverkefni fyrir elsta árgang leikskóla og yngstu bekki grunnskóla en í lýðræðissamfélagi taka einstaklingar afstöðu til siðferðislegra álitamála og voru klípusögur nýttar í þeim tilgangi. Þá voru kennarar leik-og grunnskóla hvattir til að ígrunda með nemendum sínum ýmiss álitamál og samhliða kennslunni að ræða samfélagsleg álitamál. Einnig að efla nemendur til þess að ígrunda sína eigin líðan sem og skólasystkina sinna og að lokum að fá kennara til að ígrunda fagmennsku sína með það fyrir augum að taka upp ný gleraugu þegar þeir fjalla um jafnréttis- og lýðræðismálefni á víðum grunni.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Leikur að læra - Íslenska Íþróttir og hreyfing Líðan Læsi Samskipti og félagsfærni Stærðfræði

Leikskólinn Ásar (2016)

Markmið:

Að finna einfaldar og faglegar leiðir fyrir kennara til að gefa nemendum sínum tækifæri til að læra í gegnum leiki og hreyfingu. Á þann hátt kynnast nemendur þeirri vellíðan og orku sem hreyfingin gefur og læra að nýta sér það í framtíðinni. Með því að flétta lestri og stærðfræði inn í leikinn og hreyfinguna, eykur það áhuga nemenda á þeim námsgreinum. Mikið er lagt upp úr að efla hljóðkerfisvitund nemenda til að undirbúa þau betur undir lestrarnám. Verkefnið stuðlar ennfremur að því að brúa bilið milli leik- og grunnskóla

Áhersluþættir:

  • Íþróttir og hreyfing
  • Læsi
  • Íslenska
  • Stærðfræði
  • Líðan
  • Samskipti og félagsfærni

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Vináttuverkefni Barnaheilla - Líðan Samskipti og félagsfærni

Leikskólarnir Hæðarból, Krakkakot, Lundaból og Sunnuhvoll (2016)

Markmið:

Að kenna börnum innihald ákveðinna hugtaka eins og virðingar, hugrekki, umburðarlyndis og umhyggju. Með innihaldi þessara gilda er hægt að vinna með, tala um og virða fyrir sér ýmsar aðstæður sem hver og einn hefur eða getur hugsanlega lent í. Með verkefninu er verið að gefa börnum kost á að læra af eigin reynslu, setja sig í spor annarra, sýna samkennd og dæma ekki fyrirfram. Í kjölfarið læra börn að vera betur meðvituð um raunverulegan skaða sem getur orðið vegna eineltis.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Aukin þátttaka barna í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð - Fagmennska Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Samskipti og félagsfærni

Leikskólinn Hæðarból (2015)

Markmið:

Að auka þátttöku barna með markvissum hætti í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð í leikskólanum. Börn hafa rétt á að hafa áhrif á nám sitt og umhverfi í samræmi við aldur og þroska samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla (2011) og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (Lög um Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, nr. 12/2013). Leitað var leiða til þess að uppfylla réttindi barnanna og leitast við að veita þeim tækifæri til þess að láta rödd sína heyrast og hafa áhrif á nám sitt og umhverfi.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Sögupokar - Læsi Samskipti og félagsfærni Sköpun Stærðfræði

Leikskólinn Akrar (2015)

Markmið:

Að útbúa heildstætt málörvunarefni fyrir börn á leikskólaaldri þar sem unnið er með læsi í víðum skilningi. Verkefnið ýtir undir ímyndunarafl, örvar lesskilning og lestrarupplifun barnanna. Einnig er markmið verkefnisins að kenna/leiðbeina starfsfólki á Ökrum hvernig best er að nota þessa aðferð og gera samveru- og sögustundir að spennandi og lærdómsríkum stundum.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Listaflétta - Heilbrigði og velferð List– og verkgreinar Samskipti og félagsfærni Sköpun

Leikskólinn Bæjarból (2015)

Markmið:

Efla starfsmenn og börn í tónlist og dansi á Bæjarbóli. Að starfsmenn verði öryggir í að nýta sér hljóðfæri í söng og dans með börnunum. Að starfsmenn eflist í að kenna börnunum einfalda og skemmtilega dansa þannig að allir fái tækifæri til að hreyfa sig á jákvæðan hátt. Verkefnið var tengt þemaverkefni leikskólans um lífsleikni, þar sem áherslan er líkamsvitund, listir og samvinna. Kveikjan að verkefninu var að Bæjarból á tónlistarvagn og margir starfsmenn voru smeykir að nota vagninn og vildum við koma honum betur í gagnið.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Lundaból

Leiðtogaþjálfun - Samskipti og félagsfærni

Leikskólinn Lundaból (2015)

Markmið:

Að byggja upp leiðtogafærni starfsfólks og barna í Lundabóli. Einnig að byggja upp sterka einstaklinga með því að efla félagslega færni, auka tilfinningagreind og virkja viljann til að takast á við áskoranir í lífi og starfi. Hver einstaklingur vinnur út frá sínum eigin styrkleikum og vinnur að því að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Markmiðið er að efla sjálfsmynd og sjálfstraust barna, efla virka þátttöku þeirra í leikskólastarfinu og styðja við áhugasvið þeirra og námsgleði.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Leikur að læra - Íslenska Íþróttir og hreyfing Líðan Læsi Samskipti og félagsfærni Stærðfræði

Leikskólinn Ásar (2015)

Markmið:

Að efla hljóðkerfisvitund og talnaskilning.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Leikur að læra - Fagmennska kennara Heilbrigði og velferð Íslenska Íþróttir og hreyfing Læsi Samskipti og félagsfærni Stærðfræði

Leikskólinn Holtakot (2015)

Markmið:

Að efla hreyfifærni og nám í öðrum þroskaþáttum með hreyfingu. Þar á meðal, litum, formum, stöfum og tölum. Stuðla að heilbrigði barnsins og heilbrigðum lífsstíl og koma á skipulögðum jógatímum í Holtakoti. Með kennsluaðferðinni Leikur að læra upplifa börn námsefnið í gegnum hreyfingu og mismunandi skynfæri.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Vinátta - Jafnrétti Líðan Samskipti og félagsfærni

Leikskólinn Bæjarból (2015)

Markmið:

·Styrkja einkunnarorð leikskólans sem eru leikgleði, agi og lífsleikni. Einnig er leikskólinn með þemaverkefni á hverju ári og þennan vetur var þemavinnan tileinkuð, „Ég, sjálfur og lífsleikni“ og vináttuverkefnið fléttaðist inn í þemastundir.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Vinátta - Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Læsi Samskipti og félagsfærni

Leikskólinn Holtakot (2015)

Markmið:

Að fyrirbyggja einelti í leikskólum með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum. Þátttaka allra; barna, starfsfólks og foreldra er grundvöllur þess að vel til takist. Lögð er sérstök áhersla á að ná til þeirra barna og fullorðinna sem verða vitni að einelti án þess að bregðast við því. Efnið byggir á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem skulu samofin öllu leikskólastarfinu og eru órjúfanlegur hluti í allri vinnu og starfi leikskóla sem vinnur með Vináttu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur tileinki sér þessi grunngildi við vinnu og samskipti í leikskólasamfélaginu. Hugmyndafræðin endurspeglast í gildunum fjórum sem eru umburðarlyndi, virðing, umhyggja og hugrekki.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Vinátta - Heilbrigði og velferð Jafnrétti Líðan Samskipti og félagsfærni

Leikskólinn Akrar (2015)

Markmið:

Að móta góðan skólabrag, með því að eiga í góðum samskiptum og hafa jákvætt viðhorf til allra í hópnum og þannig minnka líkur á einelti í leikskólanum. Þátttaka allra barna, starfsfólks og foreldra er grundvöllur þess að vel til takist. Að flétta gildin fjögur, sem hugmyndafræði Vináttuverkefnisins byggir á, umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki, inn í alla vinnu og samskipti í leikskólanum.