Vinátta

Leikskólinn Akrar (2015)

Heilbrigði og velferð Jafnrétti Líðan Samskipti og félagsfærni

Markmið:

Að móta góðan skólabrag, með því að eiga í góðum samskiptum og hafa jákvætt viðhorf til allra í hópnum og þannig minnka líkur á einelti í leikskólanum. Þátttaka allra barna, starfsfólks og foreldra er grundvöllur þess að vel til takist. Að flétta gildin fjögur, sem hugmyndafræði Vináttuverkefnisins byggir á, umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki, inn í alla vinnu og samskipti í leikskólanum.