Leikskólastig: Læsi

Málörvun yngri barna og tvítyngdra barna - Fagmennska kennara Læsi

Fræðslusvið Garðabæjar (2016)

Markmið:

Að leikskólakennarar og sérkennslustjórar fengju hugmyndir að málörvun yngstu barna og tvítyngdra barna og öðluðust meira öryggi í málörvun þessara hópa. Einnig að auka hæfni, þekkingu og leikni starfsfólks í leikskólum í Garðabæ. Koma hljóðavinnu og málörvun fyrir mjög ung börn og tvítyngd börn í góðan farveg og inn í áætlanir leikskólanna

Áhersluþættir:

  • Læsi
  • Skóli margbreytileikans
  • Fagmennska kennara

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Markviss málörvun - Fagmennska kennara Læsi

Samvinna leikskóla og grunnskóla (2016)

Að endurskoða markvissa málörvun í leik- og grunnskólum bæjarins með það að markmiði að styrkja samfellu í málörvun frá yngstu börnum leikskólans upp í yngsta stig grunnskólans, í samræmi við þjóðarátak í læsi.

Áhersluþættir:

  • Leikskóli
  • Yngsta stig grunnskóla
  • Læsi
  • Fagmennska kennara

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Vinur okkar Lubbi - Íslenska Læsi

Leikskólinn Kirkjuból (2016)

Markmið:

Að efla og auka hlut markvissrar málörvunar í tengslum við þjóðarsáttmála um læsi.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Leikur að læra - Íslenska Íþróttir og hreyfing Líðan Læsi Samskipti og félagsfærni Stærðfræði

Leikskólinn Ásar (2016)

Markmið:

Að finna einfaldar og faglegar leiðir fyrir kennara til að gefa nemendum sínum tækifæri til að læra í gegnum leiki og hreyfingu. Á þann hátt kynnast nemendur þeirri vellíðan og orku sem hreyfingin gefur og læra að nýta sér það í framtíðinni. Með því að flétta lestri og stærðfræði inn í leikinn og hreyfinguna, eykur það áhuga nemenda á þeim námsgreinum. Mikið er lagt upp úr að efla hljóðkerfisvitund nemenda til að undirbúa þau betur undir lestrarnám. Verkefnið stuðlar ennfremur að því að brúa bilið milli leik- og grunnskóla

Áhersluþættir:

  • Íþróttir og hreyfing
  • Læsi
  • Íslenska
  • Stærðfræði
  • Líðan
  • Samskipti og félagsfærni

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Vísindi í leikskólastarfi - Íslenska Læsi Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Leikskólinn Akrar (2016)

Markmið:

Að safna fjölbreyttum efnivið í vísindastundir og gera hann aðgengilegan fyrir kennslustundir. Að vekja áhuga og forvitni barna á vísindum og einnig hvetja til rannsókna og kannana. Unnið er með námsathafnir frá sjónarmiði barna í formi leiks sem fela í sér tilraunir og rannsóknir á sviði raunvísinda s.s. eðlis-, efna- og stjörnufræði. Áhersla er lögð á að leikirnir séu málörvandi, þ.e. að börnin læri ný orð og hugtök sem ekki koma fyrir í hversdagslegum samræðum, en geti nýtt sér á efri stigum skólakerfisins.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Læsi á Lundabóli - Læsi

Leikskólinn Lundaból (2016)

Markmið:

Að nemendur öðlist betri tök á íslenskri tungu og séu sem best undirbúin fyrir komandi lestarnám. Að kynna okkur það nýjasta í læsishvetjandi námi í leikskóla og kaupa nýtt, endurnýja gamalt efni og/eða búa til námsefni til að nota. Að útbúa bókasafn í leikskólanum og lána foreldrum góðar og vandaðar bækur með sér heim og ná með því að virkj aþá til yndislesturs heima með börnum sínum.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Sögupokar - Læsi Samskipti og félagsfærni Sköpun Stærðfræði

Leikskólinn Akrar (2015)

Markmið:

Að útbúa heildstætt málörvunarefni fyrir börn á leikskólaaldri þar sem unnið er með læsi í víðum skilningi. Verkefnið ýtir undir ímyndunarafl, örvar lesskilning og lestrarupplifun barnanna. Einnig er markmið verkefnisins að kenna/leiðbeina starfsfólki á Ökrum hvernig best er að nota þessa aðferð og gera samveru- og sögustundir að spennandi og lærdómsríkum stundum.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Hjallastefnan

Leikur að læra - Íþróttir og hreyfing Læsi

Barnaskóli Hjallastefnunnar - leikskóladeild (5 ára kjarni) (2015)

Að efla læsi og kenna börnum að þekkja hljóð og stafi á skipulagðan hátt þar sem hreyfiþörf nemenda er alltaf höfð að leiðarljósi við kennsluna.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Leikur að læra - Íslenska Íþróttir og hreyfing Líðan Læsi Samskipti og félagsfærni Stærðfræði

Leikskólinn Ásar (2015)

Markmið:

Að efla hljóðkerfisvitund og talnaskilning.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Leikur að læra - Fagmennska kennara Heilbrigði og velferð Íslenska Íþróttir og hreyfing Læsi Samskipti og félagsfærni Stærðfræði

Leikskólinn Holtakot (2015)

Markmið:

Að efla hreyfifærni og nám í öðrum þroskaþáttum með hreyfingu. Þar á meðal, litum, formum, stöfum og tölum. Stuðla að heilbrigði barnsins og heilbrigðum lífsstíl og koma á skipulögðum jógatímum í Holtakoti. Með kennsluaðferðinni Leikur að læra upplifa börn námsefnið í gegnum hreyfingu og mismunandi skynfæri.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Læsi á leikskólanum Lundabóli - Læsi

Leikskólinn Lundaból (2015)

Markmið:

Að nemendur öðlist betri tök á íslenskri tungu og séu sem best undirbúin fyrir komandi lestarnám. Að kynna okkur það nýjasta í læsishvetjandi námi í leikskóla og kaupa nýtt, endurnýja gamalt efni og/eða búa til námsefni til að nota. Að útbúa bókasafn í leikskólanum og lána foreldrum góðar og vandaðar bækur með sér heim og ná með því að virkj aþá til yndislesturs heima með börnum sínum.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Spjaldtölvur í náttúruleikskólanum Krakkakoti - Heilbrigði og velferð Jafnrétti Læsi

Leikskólinn Krakkakot (2015)

Markmið:

Að kenna börnum frá eins árs aldri að umgangast margmiðlunartæki eins og spjaldtölvu af ábyrgð. Leggja drög að því hvernig slík tæki eru nýtt með forvörn í huga þannig að þegar börn læri að setja sér mörk varðandi upplýsingaöflun og tíma sem þau eyða t.d. við tölvu- og netnotkun. Að nýta spjaldtölvur sem virkt kennslutæki með vel undirbúnum markmiðum með hverri kennslustund. Að efla foreldrasamvinnu í verkefninu, þar sem foreldrar eru hvattir til að setja mörk á tölvunotkun barna heima.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Vinátta - Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Læsi Samskipti og félagsfærni

Leikskólinn Holtakot (2015)

Markmið:

Að fyrirbyggja einelti í leikskólum með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum. Þátttaka allra; barna, starfsfólks og foreldra er grundvöllur þess að vel til takist. Lögð er sérstök áhersla á að ná til þeirra barna og fullorðinna sem verða vitni að einelti án þess að bregðast við því. Efnið byggir á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem skulu samofin öllu leikskólastarfinu og eru órjúfanlegur hluti í allri vinnu og starfi leikskóla sem vinnur með Vináttu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur tileinki sér þessi grunngildi við vinnu og samskipti í leikskólasamfélaginu. Hugmyndafræðin endurspeglast í gildunum fjórum sem eru umburðarlyndi, virðing, umhyggja og hugrekki.

Lokaskýrsla í pdf-skjali