Vinátta

Leikskólinn Holtakot (2015)

Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Læsi Samskipti og félagsfærni

Markmið:

Að fyrirbyggja einelti í leikskólum með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum. Þátttaka allra; barna, starfsfólks og foreldra er grundvöllur þess að vel til takist. Lögð er sérstök áhersla á að ná til þeirra barna og fullorðinna sem verða vitni að einelti án þess að bregðast við því. Efnið byggir á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem skulu samofin öllu leikskólastarfinu og eru órjúfanlegur hluti í allri vinnu og starfi leikskóla sem vinnur með Vináttu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur tileinki sér þessi grunngildi við vinnu og samskipti í leikskólasamfélaginu. Hugmyndafræðin endurspeglast í gildunum fjórum sem eru umburðarlyndi, virðing, umhyggja og hugrekki.

Lokaskýrsla í pdf-skjali