Leikskólastig: Stærðfræði

Leikur að læra - Íslenska Íþróttir og hreyfing Líðan Læsi Samskipti og félagsfærni Stærðfræði

Leikskólinn Ásar (2016)

Markmið:

Að finna einfaldar og faglegar leiðir fyrir kennara til að gefa nemendum sínum tækifæri til að læra í gegnum leiki og hreyfingu. Á þann hátt kynnast nemendur þeirri vellíðan og orku sem hreyfingin gefur og læra að nýta sér það í framtíðinni. Með því að flétta lestri og stærðfræði inn í leikinn og hreyfinguna, eykur það áhuga nemenda á þeim námsgreinum. Mikið er lagt upp úr að efla hljóðkerfisvitund nemenda til að undirbúa þau betur undir lestrarnám. Verkefnið stuðlar ennfremur að því að brúa bilið milli leik- og grunnskóla

Áhersluþættir:

  • Íþróttir og hreyfing
  • Læsi
  • Íslenska
  • Stærðfræði
  • Líðan
  • Samskipti og félagsfærni

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Vísindi í leikskólastarfi - Íslenska Læsi Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Leikskólinn Akrar (2016)

Markmið:

Að safna fjölbreyttum efnivið í vísindastundir og gera hann aðgengilegan fyrir kennslustundir. Að vekja áhuga og forvitni barna á vísindum og einnig hvetja til rannsókna og kannana. Unnið er með námsathafnir frá sjónarmiði barna í formi leiks sem fela í sér tilraunir og rannsóknir á sviði raunvísinda s.s. eðlis-, efna- og stjörnufræði. Áhersla er lögð á að leikirnir séu málörvandi, þ.e. að börnin læri ný orð og hugtök sem ekki koma fyrir í hversdagslegum samræðum, en geti nýtt sér á efri stigum skólakerfisins.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Sögupokar - Læsi Samskipti og félagsfærni Sköpun Stærðfræði

Leikskólinn Akrar (2015)

Markmið:

Að útbúa heildstætt málörvunarefni fyrir börn á leikskólaaldri þar sem unnið er með læsi í víðum skilningi. Verkefnið ýtir undir ímyndunarafl, örvar lesskilning og lestrarupplifun barnanna. Einnig er markmið verkefnisins að kenna/leiðbeina starfsfólki á Ökrum hvernig best er að nota þessa aðferð og gera samveru- og sögustundir að spennandi og lærdómsríkum stundum.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Leikur að læra - Íslenska Íþróttir og hreyfing Líðan Læsi Samskipti og félagsfærni Stærðfræði

Leikskólinn Ásar (2015)

Markmið:

Að efla hljóðkerfisvitund og talnaskilning.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Leikur að læra - Fagmennska kennara Heilbrigði og velferð Íslenska Íþróttir og hreyfing Læsi Samskipti og félagsfærni Stærðfræði

Leikskólinn Holtakot (2015)

Markmið:

Að efla hreyfifærni og nám í öðrum þroskaþáttum með hreyfingu. Þar á meðal, litum, formum, stöfum og tölum. Stuðla að heilbrigði barnsins og heilbrigðum lífsstíl og koma á skipulögðum jógatímum í Holtakoti. Með kennsluaðferðinni Leikur að læra upplifa börn námsefnið í gegnum hreyfingu og mismunandi skynfæri.

Lokaskýrsla í pdf-skjali