Leikskólastig: Heilbrigði og velferð

Ný fimm ára deild við Sjálandsskóla

Yoga Nidra - vellíðan í skólum - Forvarnir Heilbrigði og velferð Íslenska Íslenska sem annað tungumál List– og verkgreinar Líðan Náttúrugreinar Samskipti og félagsfærni Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Sjálandsskóli 2024-2025

Markmið/verkefnið í hnotskurn:

Markmið verkefnisins var að bæta við gagnabanka Sjálandsskóla á sérhönnuðum yoga nidrum fyrir börn þannig að til séu 5 nidrur fyrir hvern árgang, ásamt 5 nidrum fyrir elsta árgang í leikskóla. Nidrurnar voru líka settar inn á Teams fyrir alla grunnskóla og leikskóla bæjarins til að nota. Skólastjórnendur fengu kynningu á verkefninu og eftir það var sett inn á Teams glærukynning fyrir kennara með hugmyndum hvernig hægt er að nota Yoga Nidra fyrir nemendur. Stjórnendur voru beðnir um að koma upplýsingum um verkefnið til kennara og starfsfólks. Yoga Nidra hefur verið mikið rannsakað og sé það stundað reglulega eykur það m.a. vellíðan, bætir svefn og námsárangur. Það er búið að nota Yoga Nidra upptökur í Sjálandsskóla fyrir yngsta-, mið- og elsta stig með góðum árangri.

Lokaskýrsla 

Tákn með tali - gagnakassi - Fagmennska kennara Heilbrigði og velferð Líðan Samskipti og félagsfærni Skóli margbreytileikans

Leikskólinn Akrar (2017)

Markmið:

Að koma til móts við ólíkar þarfir barna, sérstaklega börn með seinkaðan málþroska og börn af erlendum uppruna.Tákn með tali er tjáskiptaaðferð sem byggir á einföldum hreyfitáknum sem notuð eru á markvissan hátt til stuðnings töluðu máli. Verkefnið gengur út á útbúa áætlun og gagnakassa með táknmyndum sem auðveldar innlögn og gerir vinnuna markvissari. Þetta verkefni er fyrir yngsta stig leikskólans.

Áhersluþættir:

  • Samskipti og félagsfærni
  • Heilbrigði og velferð
  • Skóli margbreytileikans
  • Líðan
  • Fagmennska kennara

Lokaskýrsla í pdf-skjali

PMT foreldrafærni

Grunnnámskeið PMTO fyrir starfsfólk leikskóla - Fagmennska kennara Heilbrigði og velferð Líðan Samskipti og félagsfærni Skóli margbreytileikans

Leikskólarnir Holtakot, Hæðarból og Krakkakot (2017)

Markmið:

Að starfsmenn skóla fái í hendur verkfæri til að nýta á jákvæðan og markvissan hátt til að taka á vægari hegðunarfrávikum barna innan skólans. Skólastjórnendur geta komið starfsmönnum sínum á námskeið í grunnaðferðum PMTO þannig að þekkingin komist inn í skólana.

Áhersluþættir:

  • Fagmennska kennara
  • Samskipti og félagsfærni
  • Heilbrigði og velferð
  • Líðan
  • Skóli margbreytileikans


Lokaskýrsla í pdf-skjali.

Velferð barna í Garðabæ

Velferð barna og ungmenna í Garðabæ - samstarfsverkefni leikskóla - Heilbrigði og velferð

Leikskólarnir Holtakot, Akrar, Ásar, Bæjarból, Kirkjuból, Krakkakot, Lundaból, Sjáland og Sunnuhvoll (2016)

Markmið:

Markmið verkefnisins er að skapa skýra heildarmynd og framvindu fyrir skóla, frístundastarf og íþróttafélög í Garðabæ um velferð barna um leið og svigrúm verður tryggt fyrir sjálfstæði hvers aðila til að aðlaga verkefnið að sínum þörfum.

Áhersluþættir:

  • Heilbrigði
  • Velferð

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Hreyfing í daglegu starfi - Fagmennska kennara Heilbrigði og velferð Íþróttir og hreyfing

Leikskólinn Sunnuhvoll (2016)

Markmið:

Að kenna börnum á Sunnuhvoli að tileinka sér hreyfingu bæði í skipulögðum og frjálsum stundum. Það var m.a gert með gerð hreyfiseðla og kaupum á búnaði til hreyfingar s.s. á dýnum, trampolíni og íþróttapúðum. Lengi býr að fyrst gerð og hlutverk leikskólans er að bjóða upp á öruggt en um leið krefjandi umhverfi þar sem börnin geta hreyft sig, æft og fengið hvatningu til að reyna á sig.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Skipulögð hreyfing - Fagmennska kennara Heilbrigði og velferð Íþróttir og hreyfing

Leikskólinn Sunnuhvoll (2015)

Markmið:

·Að kenna börnum á Sunnuhvoli að tileinka sér hreyfingu bæði í skipulögðum og frjálsum stundum. Það var gert m.a. með gerð hreyfiseðla og kaupum á búnaði til hreyfingar s.s. á dýnum, trampolíni og íþróttapúðum. Lengi býr að fyrst gerð og hlutverk leikskólans er að bjóða upp á öruggt en um leið krefjandi umhverfi þar sem börnin geta hreyft sig, æft og fengið hvatningu til að reyna á sig.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Listaflétta - Heilbrigði og velferð List– og verkgreinar Samskipti og félagsfærni Sköpun

Leikskólinn Bæjarból (2015)

Markmið:

Efla starfsmenn og börn í tónlist og dansi á Bæjarbóli. Að starfsmenn verði öryggir í að nýta sér hljóðfæri í söng og dans með börnunum. Að starfsmenn eflist í að kenna börnunum einfalda og skemmtilega dansa þannig að allir fái tækifæri til að hreyfa sig á jákvæðan hátt. Verkefnið var tengt þemaverkefni leikskólans um lífsleikni, þar sem áherslan er líkamsvitund, listir og samvinna. Kveikjan að verkefninu var að Bæjarból á tónlistarvagn og margir starfsmenn voru smeykir að nota vagninn og vildum við koma honum betur í gagnið.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Leikur að læra - Fagmennska kennara Heilbrigði og velferð Íslenska Íþróttir og hreyfing Læsi Samskipti og félagsfærni Stærðfræði

Leikskólinn Holtakot (2015)

Markmið:

Að efla hreyfifærni og nám í öðrum þroskaþáttum með hreyfingu. Þar á meðal, litum, formum, stöfum og tölum. Stuðla að heilbrigði barnsins og heilbrigðum lífsstíl og koma á skipulögðum jógatímum í Holtakoti. Með kennsluaðferðinni Leikur að læra upplifa börn námsefnið í gegnum hreyfingu og mismunandi skynfæri.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Spjaldtölvur í náttúruleikskólanum Krakkakoti - Heilbrigði og velferð Jafnrétti Læsi

Leikskólinn Krakkakot (2015)

Markmið:

Að kenna börnum frá eins árs aldri að umgangast margmiðlunartæki eins og spjaldtölvu af ábyrgð. Leggja drög að því hvernig slík tæki eru nýtt með forvörn í huga þannig að þegar börn læri að setja sér mörk varðandi upplýsingaöflun og tíma sem þau eyða t.d. við tölvu- og netnotkun. Að nýta spjaldtölvur sem virkt kennslutæki með vel undirbúnum markmiðum með hverri kennslustund. Að efla foreldrasamvinnu í verkefninu, þar sem foreldrar eru hvattir til að setja mörk á tölvunotkun barna heima.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Hugarró - Heilbrigði og velferð Lýðræði og mannréttindi Sjálfbærni

Leikskólinn Krakkakot (2015)

Markmið:

Að kennarar í Krakkakoti læri hagnýtar aðferðir sem þeir geti nýtt sér reglulega til að efla einbeitingu og vellíðan nemenda, styrkleika þeirra, hæfileika, sköpunarkraft og innri ró. Einnig til að efla stjórn nemenda á huga sínum, öryggi ró, vellíðan og innri frið.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Vinátta - Heilbrigði og velferð Jafnrétti Líðan Samskipti og félagsfærni

Leikskólinn Akrar (2015)

Markmið:

Að móta góðan skólabrag, með því að eiga í góðum samskiptum og hafa jákvætt viðhorf til allra í hópnum og þannig minnka líkur á einelti í leikskólanum. Þátttaka allra barna, starfsfólks og foreldra er grundvöllur þess að vel til takist. Að flétta gildin fjögur, sem hugmyndafræði Vináttuverkefnisins byggir á, umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki, inn í alla vinnu og samskipti í leikskólanum.