Listaflétta

Leikskólinn Bæjarból (2015)

Heilbrigði og velferð List– og verkgreinar Samskipti og félagsfærni Sköpun

Markmið:

Efla starfsmenn og börn í tónlist og dansi á Bæjarbóli. Að starfsmenn verði öryggir í að nýta sér hljóðfæri í söng og dans með börnunum. Að starfsmenn eflist í að kenna börnunum einfalda og skemmtilega dansa þannig að allir fái tækifæri til að hreyfa sig á jákvæðan hátt. Verkefnið var tengt þemaverkefni leikskólans um lífsleikni, þar sem áherslan er líkamsvitund, listir og samvinna. Kveikjan að verkefninu var að Bæjarból á tónlistarvagn og margir starfsmenn voru smeykir að nota vagninn og vildum við koma honum betur í gagnið.

Lokaskýrsla í pdf-skjali