Leikskólastig: List– og verkgreinar

Ný fimm ára deild við Sjálandsskóla

Yoga Nidra - vellíðan í skólum - Forvarnir Heilbrigði og velferð Íslenska Íslenska sem annað tungumál List– og verkgreinar Líðan Náttúrugreinar Samskipti og félagsfærni Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Sjálandsskóli 2024-2025

Markmið/verkefnið í hnotskurn:

Markmið verkefnisins var að bæta við gagnabanka Sjálandsskóla á sérhönnuðum yoga nidrum fyrir börn þannig að til séu 5 nidrur fyrir hvern árgang, ásamt 5 nidrum fyrir elsta árgang í leikskóla. Nidrurnar voru líka settar inn á Teams fyrir alla grunnskóla og leikskóla bæjarins til að nota. Skólastjórnendur fengu kynningu á verkefninu og eftir það var sett inn á Teams glærukynning fyrir kennara með hugmyndum hvernig hægt er að nota Yoga Nidra fyrir nemendur. Stjórnendur voru beðnir um að koma upplýsingum um verkefnið til kennara og starfsfólks. Yoga Nidra hefur verið mikið rannsakað og sé það stundað reglulega eykur það m.a. vellíðan, bætir svefn og námsárangur. Það er búið að nota Yoga Nidra upptökur í Sjálandsskóla fyrir yngsta-, mið- og elsta stig með góðum árangri.

Lokaskýrsla 

Listaflétta - Heilbrigði og velferð List– og verkgreinar Samskipti og félagsfærni Sköpun

Leikskólinn Bæjarból (2015)

Markmið:

Efla starfsmenn og börn í tónlist og dansi á Bæjarbóli. Að starfsmenn verði öryggir í að nýta sér hljóðfæri í söng og dans með börnunum. Að starfsmenn eflist í að kenna börnunum einfalda og skemmtilega dansa þannig að allir fái tækifæri til að hreyfa sig á jákvæðan hátt. Verkefnið var tengt þemaverkefni leikskólans um lífsleikni, þar sem áherslan er líkamsvitund, listir og samvinna. Kveikjan að verkefninu var að Bæjarból á tónlistarvagn og margir starfsmenn voru smeykir að nota vagninn og vildum við koma honum betur í gagnið.

Lokaskýrsla í pdf-skjali