Efling lestrarfærni nemenda á yngsta stigi með sértækri hljóðkennslu.

Álftanesskóli (2018)

Læsi

Skýrsla um þróunarverkefnið Efling lestrarfærni nemenda á yngsta stigi með sértækri hljóðakennslu í Álftanesskóla veturinn 2018–2019. Upphaf notkunar aðferða í anda direct instruction og precision teaching í Álftanesskóla var að sérkennarar lærðu þær til að nýta með eldri nemendum með lestrarvanda. 

Markmiðið með þróunarverkefninu var að finna strax þá nemendur 1. bekkjar sem ljóst er að eiga í vanda með tengsl hljóða og stafa og tengingar hljóða, og nota aðferðir í anda direct instruction og precision teaching til að aðstoða þá. Einnig að bregðast við vanda nemenda í 2. og 3. bekk með því að kanna hvort að skortur á hljóðaþekkingu sé valdur að hæglæsi þeirra og bregðast við með hljóðakennslu. 

Lokaskýrsla - Efling lestrarfærni nemenda á yngsta stigi með sértækri hljóðakennslu.