- Vinna með skólafærni á markvissan og uppbyggilegan hátt.
- Ýta undir seiglu og sjálfsstjórn.
- Auka meðvitund barna um styrkleika sína og annarra.
- Auka samkennd í eigin garð og annara.
- Stuðla að jákvæðum skólabrag.
Markmið verkefnisins:
Allir vegir skólafærir er að þjálfa nemendur í skólafærni. Hugmyndin er að gera nemendur örugga í skólaumhverfinu með því að þjálfa ákveðna þætti skólafærni, sjálfstjórn og seiglu. Útbúin verður áætlun/verkefnabanki til að þjálfa og æfa þessa þætti á jákvæðan og uppbyggilegan hátt í leik og starfi til að ná árangri í vinnu sem þessari. Ef nemendur þekkja reglur og vita til hvers er ætlast af þeim í mismunandi aðstæðum eru meiri líkur á að líði vel og nái árangri í náminu.