Markmið/verkefnið í hnotskurn:
Markmið verkefnisins var að bjóða nemendum 1. bekkjar upp á fleiri tíma í þjálfun sem snýr að almennri hljóðskynjun og minnka með því líkur á lestrarerfiðleikum. Lagt var upp með nýja nálgun sem fólst í því að styrkja rytmaskyn barna í gegnum rytma- og söngþjálfun. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að tónlistarþjálfun stækkar töluvert virka svæði heilans sem skynjar hljóð, hvort sem um er að ræða tónlist eða málhljóð. Markmiðið var því að reyna að efla heyrnrænt næmi barna sem gerir þau betri í að skynja málhljóð. Skynjunarvandi einkennir gjarnan börn með lestrarvanda þar sem mikilvægur undirbúningur fyrir lestrarnám er í málskynjuninni. einnig var þess gætt að huga sérstaklega að þeim nemendum sem sýna veikleika í stafaminni eða hafa slaka hljóðkerfisvitund og lélegt rytmaskyn.
Lokaskýrsla - Rytmaþjálfun og hljóðkerfisvitund