Yngsta stig grunnskóla: Sköpun

Nemendastýrð foreldrasamtöl - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Náttúrugreinar Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2023-2024)

Markmið:

  • Að virkja nemendur í að hafa áhrif á sitt nám
  • Að nemendur þjálfist í að greina styrkleika sín
  • Að skapa jákvæð tengsl á milli kennara og nemanda
  • Að styrkja námsvitund og sjálfstæði nemenda
  • Að nemendur meti eigin líðan, og stöðu sína bæði náms- og félagslega
  • Að auka þátttöku nemenda í ákvarðanatöku
  • Að efla öryggi kennara í nýjum vinnubrögðum
  • Að styrkja samskipti kennara og nemenda
  • Að styrkja samskipti heimilis og skóla

Lokaskýrsla - Nemendastýrð foreldrasamtöl

Flataskóli

Á vinnumarkaði 2040.Breyttir kennsluhættir með áherslu á eflandi kennslufræði. - Fagmennska kennara Sköpun

Flataskóli (2018)

Markmið:
Markmið þessa verkefnis er að vinna að innleiðingu á fjölbreyttum kennsluháttum byggðar á hugmyndum um eflandi kennslufræði meðal allra kennara skólans þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og aðrar aðferðir sem líklegar eru til að mæta kröfum framtíðarinnar.
Í verkefninu er stefnt að eftirfarandi:
1)Að fræða alla kennara skólans um mikilvægi þess að nýta fjölbreyttar kennsluaðferðir.
2)Að kynna fyrir kennurum grunnþætti í eflandi kennslufræði og skilja tengingu hennar við skapandi skólastarf.
3)Að kenna og rifja upp fjölbreyttar kennsluaðferðir byggðar á hugmyndum um eflandi kennslufræði með það að markmiði að kennarar í Flataskóla þrói í auknum mæli kennsluhætti sína.
4)Að nýta sér ferli skapandi hugsunar við kennslu
5)Að kennarar setji sér sameiginleg markmið varðandi þróun kennsluhátta.
6)Að kennarar fái stuðnings fagaðila við að þróa kennslu sína.
7)Að nemendur verði hafðir með í ráðum.

Lokaskýrsla - Breyttir kennsluhættir með áherslu á eflandi kennslufræði.