Yngsta stig grunnskóla: Samskipti og félagsfærni

Nemendastýrð foreldrasamtöl - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Náttúrugreinar Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2023-2024)

Markmið:

  • Að virkja nemendur í að hafa áhrif á sitt nám
  • Að nemendur þjálfist í að greina styrkleika sín
  • Að skapa jákvæð tengsl á milli kennara og nemanda
  • Að styrkja námsvitund og sjálfstæði nemenda
  • Að nemendur meti eigin líðan, og stöðu sína bæði náms- og félagslega
  • Að auka þátttöku nemenda í ákvarðanatöku
  • Að efla öryggi kennara í nýjum vinnubrögðum
  • Að styrkja samskipti kennara og nemenda
  • Að styrkja samskipti heimilis og skóla

Lokaskýrsla - Nemendastýrð foreldrasamtöl

Innritun í grunnskóla

Allir vegir skólafærir - Líðan Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina

Hofsstaðaskóli (2020-2021)

Markmið/verkefnið í hnotskurn:
  • Vinna með skólafærni á markvissan og uppbyggilegan hátt.
  • Ýta undir seiglu og sjálfsstjórn.
  • Auka meðvitund barna um styrkleika sína og annarra.
  • Auka samkennd í eigin garð og annara.
  • Stuðla að jákvæðum skólabrag.

Markmið verkefnisins:
Allir vegir skólafærir er að þjálfa nemendur í skólafærni. Hugmyndin er að gera nemendur örugga í skólaumhverfinu með því að þjálfa ákveðna þætti skólafærni, sjálfstjórn og seiglu. Útbúin verður áætlun/verkefnabanki til að þjálfa og æfa þessa þætti á jákvæðan og uppbyggilegan hátt í leik og starfi til að ná árangri í vinnu sem þessari. Ef nemendur þekkja reglur og vita til hvers er ætlast af þeim í mismunandi aðstæðum eru meiri líkur á að líði vel og nái árangri í náminu.

Lokaskýrsla - Allir vegir skólafærir

Afram strakar_kennsluverkefni

Áfram strákar - jákvæð strákamenning - Forvarnir Heilbrigði og velferð Líðan Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni

Flataskóli (2021-2022) Samstarfsskóli Hofsstaðaskóli

Markmið:
Verkefninu er ætlað að efla samskiptahæfni stráka, að auka samkennd og samstöðu
á meðal þeirra .

  • Að útbúa kennsluáætlun þar sem unnið er með ákveðin viðfangsefni í samfélagsgreinum (lífsleikni).
  • Vinna hugmyndir að kennslustundum og koma með tillögur að kennsluefni t.d. verkefnum og leikjum.

Áfram strákar - kennsluverkefni 2022
Lokaskýrsla - Áfram strákar - jákvæð strákamenning

Flataskóli

Samskiptahæfni og félagsfærni - Fagmennska kennara Samskipti og félagsfærni

Flataskóli (2019-2020)

Markmið: Bæta samskiptahæfni og samkennd nemenda með því að breyta umsjónarhópum reglulega yfir veturinn. Víðsýni eykst og fjölbreytileiki í samskiptum verður meiri. Mögluleiki að jafna álag í nemendahópnum/árgangnum.


Lokaskýrsla - samskiptahæfni og félagsfærni - þróunarverkefni - Samkennd og vellíðan

Flataskóli

Leikur sem kennsluaðferð - Samskipti og félagsfærni

Flataskóli (2017)

Markmið:
• að skapa samfellu milli skólastiga
• að auðvelda upphaf skólagöngu og vekja áhuga
• að tengja leik og nám nemenda

Lokaskýrsla - Leikur sem kennsluaðferð

Hjallastefnan

Snillingafimi fyrir alla - Mat á skólastarfi Samskipti og félagsfærni Upplýsinga og tæknimennt

Barnaskóli Hjallastefnunnar (2016)

Verkefnið snýst um að útbúa og prófa námskrá fyrir 5 - 9 ára börn og tilheyrandi viðfangsefni, byggð á hugmyndum Howards Gardner um fjölgreindir og kynjanámskrá Hjallastefnunnar. Meginmarkmiðið er að börnin öðlist skilning á að þau hafa ólíka hæfileika en jafngilda. Það eykur sjálfsvirðingu þeirra og umburðarlyndi og styrkir þau í takast á við önnur verkefni í skólanum. Með röð viðfangsefna á hverju ári er markmiðið að börnin fái tækifæri til að læra um ólíka hæfileika, styrkjast á sínum áhugasviðum og kynnast nýjum.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Flataskóli

Vinaliðaverkefni í Flataskóla - Heilbrigði og velferð Íþróttir og hreyfing Líðan Samskipti og félagsfærni

Flataskóli (2016)

Markmið:

Að bæta samskipti og líðan nemenda í frímínútum. Boðið er upp á fjölbreytt viðfangsefni og unnið að þvi að virkja alla nemendur til þátttöku. Hópur nemenda, vinaliðar, fær sérstaka þjálfun til að stýra og stjórna leikjum og stöðvavinnu í frímínútum. Markmiðið er því að stuðla að fjölbreyttari leikjum í frímínútum, leggja grunn sem gerir nemendum kleift að tengjast sterkum vinaböndum, minnka togstreitu milli nemenda, hampa góðum gildum, svo sem vináttu, virðingu og því að allir fái að taka þátt.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Að kynna fötlun sína - Ég er einstakur/einstök - Heilbrigði og velferð Jafnrétti Samskipti og félagsfærni Skóli margbreytileikans

Hofsstaðaskóli (2015)

Markmið:

Að útbúa verkefnasjóð fyrir kennara, þroskaþjálfa, námsráðgjafa eða hverja þá sérfræðinga sem vinna með nemendum með fötlun. Þessir sérfræðingar fá verkefnabanka með eyðublöðum eða hugmyndabanka og verkefnalýsingar til að vinna með þegar kynna á fyrir nemendum fötlun sína. Verkefnablöðin og verkefnalýsingarnar nýtast einnig fyrir nemendur með fötlun til að kynna fötlun sína fyrir bekkjarfélögum, kennurum og öðru starfsfólki og samnemendum sínum.

Áhersluþættir:

  • Yngsta stig

  • Miðstig

  • Elsta stig

  • Skóli margbreytileikans

  • Samskipti og félagsfærni

  • Jafnrétti

  • Heilbrigði og velferð

Lokaskýrsla í pdf-skjali