Yngsta stig grunnskóla: Upplýsinga og tæknimennt

Einstaklingsáætlun sem liður í samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna - Erlend tungumál Íslenska Íslenska sem annað tungumál Íþróttir og hreyfing List– og verkgreinar Náttúrugreinar Samfélagsgreinar Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Sjálandsskóli 2023-2025

Markmið/verkefnið í hnotskurn:

Markmið verkefnisins var að setja saman aðgengilegt og gagnlegt form sem nýtist í nútíma skólasamfélagi. Form sem skapar aðgengilegar einstaklingsnámskrár og einstaklingsáætlanir sem styrkja nemendur í að takast á við áskoranir sem tengjast skólagöngu og mynda jákvæðan skólabrag. Einnig var markmiðið að formið gæti auðveldað kennurum og þroskaþjálfu að vinna saman með velferð barna að leiðarljósi og gera námsmat markvissara. Efla samstarf innan skólans til að halda vel utan um nemendur sem víkja frá hefðbundnu námi. Liður í því er að rýna hæfniviðmið og einfalda þau með það að leiðarljósi að fá greinargóðar upplýsingar um stöðu nemenda og byggja þannig góðan grunn.

Lokaskýrsla

Ný fimm ára deild við Sjálandsskóla

Yoga Nidra - vellíðan í skólum - Forvarnir Heilbrigði og velferð Íslenska Íslenska sem annað tungumál Íþróttir og hreyfing List– og verkgreinar Líðan Náttúrugreinar Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Sjálandsskóli 2024-2025

Markmið/verkefnið í hnotskurn:

Markmið verkefnisins var að bæta við gagnabanka Sjálandsskóla á sérhönnuðum yoga nidrum fyrir börn þannig að til séu 5 nidrur fyrir hvern árgang, ásamt 5 nidrum fyrir elsta árgang í leikskóla. Nidrurnar voru líka settar inn á Teams fyrir alla grunnskóla og leikskóla bæjarins til að nota. Skólastjórnendur fengu kynningu á verkefninu og eftir það var sett inn á Teams glærukynning fyrir kennara með hugmyndum hvernig hægt er að nota Yoga Nidra fyrir nemendur. Stjórnendur voru beðnir um að koma upplýsingum um verkefnið til kennara og starfsfólks. Yoga Nidra hefur verið mikið rannsakað og sé það stundað reglulega eykur það m.a. vellíðan, bætir svefn og námsárangur. Það er búið að nota Yoga Nidra upptökur í Sjálandsskóla fyrir yngsta-, mið- og elsta stig með góðum árangri.

Lokaskýrsla 

Nemendastýrð foreldrasamtöl - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Náttúrugreinar Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2023-2024)

Markmið:

  • Að virkja nemendur í að hafa áhrif á sitt nám
  • Að nemendur þjálfist í að greina styrkleika sín
  • Að skapa jákvæð tengsl á milli kennara og nemanda
  • Að styrkja námsvitund og sjálfstæði nemenda
  • Að nemendur meti eigin líðan, og stöðu sína bæði náms- og félagslega
  • Að auka þátttöku nemenda í ákvarðanatöku
  • Að efla öryggi kennara í nýjum vinnubrögðum
  • Að styrkja samskipti kennara og nemenda
  • Að styrkja samskipti heimilis og skóla

Lokaskýrsla - Nemendastýrð foreldrasamtöl

Upplýsingatækni

21. aldar hæfni fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Garðabæjar - Fagmennska kennara Mat á skólastarfi Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli, Flataskóli, Sjálandsskóli, Álftanesskóli, Garðaskóli og Urriðaholtsskóli (2021-2022)

Markmið verkefnisins er að efla og samhæfa færni starfsmanna í upplýsingatækni í grunnskólum Garðabæjar. Áherslur á innleiðingu á G-Suite, Office 365 og nýsköpun með tækni. Efla færni þeirra til að koma á móts við nemendur með mismunandi þarfir s.s. bráðgera nemendur og stuðla að nýsköpun og skólaþróun allra grunnskólanna. Gera kennsluefnið aðgengilegt öllum á tíma sem hentar hverjum og einum. Myndböndin eru aðgreind eftir forritum, námsgreinum og stigi. Einnig má finna tengla á helstu gagnasöfn sem nýtast við kennslu og nám, leiðbeiningar um leit á internetinu, vefsíður og myndbönd um menntarannsóknir og annan fróðleik um kennslu.

Vefslóð: https://kennarar.gbrskoli.is/
Lokaskýrsla: 21. aldar hæfni fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Garðabæjar

Innritun í grunnskóla

Endurskoðun á gagnvirku námsefni í íslensku - Íslenska Læsi Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2016)

Styrkur var veittur úr Þróunarsjóði námsgagna skólaárið 2012- 2013 til að búa til gagnvirkt verkefnasafn í íslensku fyrir 1.-7. bekk í forritinu „Literacy Activity Builder“ þar sem áhersla var á að auka málvitund, orðaforða, stafsetningu og leikni í að nota málfræðiþekkingu. Hægt var að nálgast verkefnin á vef Hofsstaðaskóla og allir höfðu aðgang að. Stuttu síðar var vefsvæði skólans breytt og því ekki verið mögulegt að nýta verkefnin í nokkurn tíma. Markmiðið var því að endurskoða og lagfæra verkefnin og koma þeim aftur í notkun á vefsvæði þar sem allir kennarar og nemendur í Garðabæ og víðar geti haft gagn af þeim.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Hjallastefnan

Snillingafimi fyrir alla - Mat á skólastarfi Samskipti og félagsfærni Upplýsinga og tæknimennt

Barnaskóli Hjallastefnunnar (2016)

Verkefnið snýst um að útbúa og prófa námskrá fyrir 5 - 9 ára börn og tilheyrandi viðfangsefni, byggð á hugmyndum Howards Gardner um fjölgreindir og kynjanámskrá Hjallastefnunnar. Meginmarkmiðið er að börnin öðlist skilning á að þau hafa ólíka hæfileika en jafngilda. Það eykur sjálfsvirðingu þeirra og umburðarlyndi og styrkir þau í takast á við önnur verkefni í skólanum. Með röð viðfangsefna á hverju ári er markmiðið að börnin fái tækifæri til að læra um ólíka hæfileika, styrkjast á sínum áhugasviðum og kynnast nýjum.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Endurskoðun á gagnvirku námsefni í íslensku - Íslenska Læsi Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2016)

Markmið:

Styrkur var veittur úr Þróunarsjóði námsgagna skólaárið 2012- 2013 til að búa til gagnvirkt verkefnasafn í íslensku fyrir 1.-7. bekk í forritinu „Literacy Activity Builder“ þar sem áhersla var á að auka málvitund, orðaforða, stafsetningu og leikni í að nota málfræðiþekkingu. Hægt var að nálgast verkefnin á vef Hofsstaðaskóla og allir höfðu aðgang að. Stuttu síðar var vefsvæði skólans breytt og því ekki verið mögulegt að nýta verkefnin í nokkurn tíma. Markmiðið var því að endurskoða og lagfæra verkefnin og koma þeim aftur í notkun á vefsvæði þar sem allir kennarar og nemendur í Garðabæ og víðar geti haft gagn af þeim.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Stærðfræðistofan - Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2015)

Markmið:

Auka hlutbundna- og verklega stærðfræðikennslu á yngra stigi. Auka hæfni nemenda til umræðna á tungumáli stærðfræðinnar. Auka áhuga og bæta viðhorf á heimi stærðfræðinnar. Umsækjendur deila hugmyndum, reynslu og verkefnum úr stærðfræðikennslu í gegnum alnetið.

Lokaskýrsla í pdf-skjali