Yngsta stig grunnskóla: Upplýsinga og tæknimennt

Upplýsingatækni

21. aldar hæfni fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Garðabæjar - Fagmennska kennara Mat á skólastarfi Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli, Flataskóli, Sjálandsskóli, Álftanesskóli, Garðaskóli og Urriðaholtsskóli (2021-2022)

Markmið verkefnisins er að efla og samhæfa færni starfsmanna í upplýsingatækni í grunnskólum Garðabæjar. Áherslur á innleiðingu á G-Suite, Office 365 og nýsköpun með tækni. Efla færni þeirra til að koma á móts við nemendur með mismunandi þarfir s.s. bráðgera nemendur og stuðla að nýsköpun og skólaþróun allra grunnskólanna. Gera kennsluefnið aðgengilegt öllum á tíma sem hentar hverjum og einum. Myndböndin eru aðgreind eftir forritum, námsgreinum og stigi. Einnig má finna tengla á helstu gagnasöfn sem nýtast við kennslu og nám, leiðbeiningar um leit á internetinu, vefsíður og myndbönd um menntarannsóknir og annan fróðleik um kennslu.

Vefslóð: https://kennarar.gbrskoli.is/
Lokaskýrsla: 21. aldar hæfni fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Garðabæjar

Innritun í grunnskóla

Endurskoðun á gagnvirku námsefni í íslensku - Íslenska Læsi Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2016)

Styrkur var veittur úr Þróunarsjóði námsgagna skólaárið 2012- 2013 til að búa til gagnvirkt verkefnasafn í íslensku fyrir 1.-7. bekk í forritinu „Literacy Activity Builder“ þar sem áhersla var á að auka málvitund, orðaforða, stafsetningu og leikni í að nota málfræðiþekkingu. Hægt var að nálgast verkefnin á vef Hofsstaðaskóla og allir höfðu aðgang að. Stuttu síðar var vefsvæði skólans breytt og því ekki verið mögulegt að nýta verkefnin í nokkurn tíma. Markmiðið var því að endurskoða og lagfæra verkefnin og koma þeim aftur í notkun á vefsvæði þar sem allir kennarar og nemendur í Garðabæ og víðar geti haft gagn af þeim.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Hjallastefnan

Snillingafimi fyrir alla - Mat á skólastarfi Samskipti og félagsfærni Upplýsinga og tæknimennt

Barnaskóli Hjallastefnunnar (2016)

Verkefnið snýst um að útbúa og prófa námskrá fyrir 5 - 9 ára börn og tilheyrandi viðfangsefni, byggð á hugmyndum Howards Gardner um fjölgreindir og kynjanámskrá Hjallastefnunnar. Meginmarkmiðið er að börnin öðlist skilning á að þau hafa ólíka hæfileika en jafngilda. Það eykur sjálfsvirðingu þeirra og umburðarlyndi og styrkir þau í takast á við önnur verkefni í skólanum. Með röð viðfangsefna á hverju ári er markmiðið að börnin fái tækifæri til að læra um ólíka hæfileika, styrkjast á sínum áhugasviðum og kynnast nýjum.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Endurskoðun á gagnvirku námsefni í íslensku - Íslenska Læsi Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2016)

Markmið:

Styrkur var veittur úr Þróunarsjóði námsgagna skólaárið 2012- 2013 til að búa til gagnvirkt verkefnasafn í íslensku fyrir 1.-7. bekk í forritinu „Literacy Activity Builder“ þar sem áhersla var á að auka málvitund, orðaforða, stafsetningu og leikni í að nota málfræðiþekkingu. Hægt var að nálgast verkefnin á vef Hofsstaðaskóla og allir höfðu aðgang að. Stuttu síðar var vefsvæði skólans breytt og því ekki verið mögulegt að nýta verkefnin í nokkurn tíma. Markmiðið var því að endurskoða og lagfæra verkefnin og koma þeim aftur í notkun á vefsvæði þar sem allir kennarar og nemendur í Garðabæ og víðar geti haft gagn af þeim.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Stærðfræðistofan - Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2015)

Markmið:

Auka hlutbundna- og verklega stærðfræðikennslu á yngra stigi. Auka hæfni nemenda til umræðna á tungumáli stærðfræðinnar. Auka áhuga og bæta viðhorf á heimi stærðfræðinnar. Umsækjendur deila hugmyndum, reynslu og verkefnum úr stærðfræðikennslu í gegnum alnetið.

Lokaskýrsla í pdf-skjali