Yngsta stig grunnskóla: Stærðfræði

Nemendastýrð foreldrasamtöl - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Náttúrugreinar Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2023-2024)

Markmið:

  • Að virkja nemendur í að hafa áhrif á sitt nám
  • Að nemendur þjálfist í að greina styrkleika sín
  • Að skapa jákvæð tengsl á milli kennara og nemanda
  • Að styrkja námsvitund og sjálfstæði nemenda
  • Að nemendur meti eigin líðan, og stöðu sína bæði náms- og félagslega
  • Að auka þátttöku nemenda í ákvarðanatöku
  • Að efla öryggi kennara í nýjum vinnubrögðum
  • Að styrkja samskipti kennara og nemenda
  • Að styrkja samskipti heimilis og skóla

Lokaskýrsla - Nemendastýrð foreldrasamtöl

Þróunarsjóður - Flataskóli - lærdómssamfélag

Lærdómssamfélag með áherslu á námsmenningu hæfnimiðaðs leiðsagnarnáms - Erlend tungumál Fagmennska kennara Íslenska Íslenska sem annað tungumál Íþróttir og hreyfing List– og verkgreinar Náttúrugreinar Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Stærðfræði

Flataskóli (2021-2022)

Markmið /verkefnið í hnotskurn: Meginmarkmið verkefnisins er að skapa lærdómssamfélag sem leggur áherslu á námsmenningu sem einkennist af hæfnimiðuðu leiðasagnarnámi einnig kallað leiðsagnarmat. Með námsmenningu leiðsagnarnáms sem einkennist af skýrleika og virkni nemenda er hægt að stuðla að meiri námsárangri nemenda. Skýrleikinn felur það í sér að nemendum er ljóst hvert þeir stefna og til hvers er ætlast af þeim og þeir fá markvissa upplýsandi endurgjöf í námsferlinu sem gerir þeim kleift að bæta sig í því sem þeir þurfa að bæta sig í. Virkni nemenda felur það í sér að þeir ræða nám sitt markvisst, taka afstöðu í eigin námi og eru meðvitaðir um eigin áhrif á nám sitt og hvernig þeir geta bætt sig. 

Hér er vefur sem er í þróun og heldur utan um starfsþróun kennara Flataskóla. https://sites.google.com/gbrskoli.is/flataskolistarfsthroun/heim

Lokaskýrsla verkefnis - Lærdómssamfélag með áherslu á námsmenningu hæfnimiðaðs leiðsagnarnáms.

Innritun í grunnskóla

Aðlöguð verkefni í íslensku og stærðfræði - Fagmennska kennara Íslenska Stærðfræði

Hofsstaðaskóli (2017)

Markmið:

  • Mæta nemendum með mikla námserfiðleika
  • Efla virkni þeirra í námi inni í bekk
  • Auka samfellu í námi nemenda með einstaklingsnámsskrá
  • Efla samvinnu sérkennara, bekkjarkennara og þroskaþjálfa

Lokaskýrsla - Aðlöguð verkefni í íslensku og stærðfræði

Innritun í grunnskóla

Talnaveiðar - Mat á skólastarfi Stærðfræði

Hofsstaðaskóli (2016)

Markmið: Að skima talnaskilning/stærðfræðikunnáttu nemenda í upphafi 1. bekkjar. Koma til móts við mismunandi námsþarfir nemenda.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Höldum áfram að þróa SKÍNANDI skóla - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði

Hofsstaðaskóli og Garðaskóli (2016)

Framhald á verkefninu SKÍN – Innra mat til eflingar faglegs skólastarfs (2015)

Markmið:

SKÍN er samstarfsverkefni kennara og stjórnenda í Garðaskóla og Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Markmið verkefnisins eru að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á seinna ári verkefnisins settu þátttakendur sér tvö yfirmarkmið til að vinna að um veturinn. Annars vegar að setja hæfniviðmið inn í námsáætlanir og kennsluseðla og hins vegar að efla innra mat skólanna.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Stærðfræðistofan - Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2015)

Markmið:

Auka hlutbundna- og verklega stærðfræðikennslu á yngra stigi. Auka hæfni nemenda til umræðna á tungumáli stærðfræðinnar. Auka áhuga og bæta viðhorf á heimi stærðfræðinnar. Umsækjendur deila hugmyndum, reynslu og verkefnum úr stærðfræðikennslu í gegnum alnetið.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

SKÍN-innra mat til eflingar skólastarfs - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði

Garðaskóli og Hofsstaðaskóli í samstarfi við Menntaklif (2015)

Markmið:

Að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á fyrra ári verkefnisins var lögð áhersla á að gera námsmarkmið sýnilegri nemendum, þróa leiðir til að efla leiðsagnarmat innan skólanna og þróa rýniheimsóknir kennara og stjórnenda í kennslustundir, bæði félagarýni og mat stjórnenda.

Áhersluþættir:

  • Yngsta stig
  • Miðstig
  • Elsta stig
  • Mat á skólastarfi
  • Fagmennska kennara
  • Jafnrétti
  • Læsi
  • Lýðræði og mannréttindi
  • Íslenska
  • Stærðfræði

Lokaskýrsla í pdf-skjali