Yngsta stig grunnskóla

Nemendastýrð foreldrasamtöl - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Náttúrugreinar Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2023-2024)

Markmið:

  • Að virkja nemendur í að hafa áhrif á sitt nám
  • Að nemendur þjálfist í að greina styrkleika sín
  • Að skapa jákvæð tengsl á milli kennara og nemanda
  • Að styrkja námsvitund og sjálfstæði nemenda
  • Að nemendur meti eigin líðan, og stöðu sína bæði náms- og félagslega
  • Að auka þátttöku nemenda í ákvarðanatöku
  • Að efla öryggi kennara í nýjum vinnubrögðum
  • Að styrkja samskipti kennara og nemenda
  • Að styrkja samskipti heimilis og skóla

Lokaskýrsla - Nemendastýrð foreldrasamtöl

Námsumhverfi lesblindra barna - Viðhald og þróun heimasíðu - Fagmennska kennara Læsi Skóli margbreytileikans

Sjálandsskóli (2023-2024)

Markmið/verkefnið í hnotskurn:
Markmið verkefnisins var að bæta inn verkefnum og uppfæra heimasíðuna Hlusta - lesa - skrifa, sem unnin var í þróunarverkefninu: Námsumhverfi lesblindra barna skólaárið 2021-2022.
Talið var mikilvægt að viðhalda heimasíðunni í takt við þróun í tækni ásamt því að leggja áherslu á nýjan nemendahóp sem fer ört vaxandi. Með því að gefa nemendum með íslensku sem annað tungumál rými á heimasíðunni væri hægt að opna möguleika nemenda á að nýta tæknina til að auðvelda sér námið, valdefla þá, efla sjálfstraust og færni í íslensku. Þannig væri hægt að gefa þeim tækifæri á að bera kennsl á eigin hæfileika og þekkingu á þeirri námstækni er hentar hverjum og einum í nýju landi með nýtt tungumál.

Vefsíða verkefnisins

Lokaskýrsla - námsumhverfi lesblindra barna

Innritun í grunnskóla

Allir vegir skólafærir - Líðan Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina

Hofsstaðaskóli (2020-2021)

Markmið/verkefnið í hnotskurn:
  • Vinna með skólafærni á markvissan og uppbyggilegan hátt.
  • Ýta undir seiglu og sjálfsstjórn.
  • Auka meðvitund barna um styrkleika sína og annarra.
  • Auka samkennd í eigin garð og annara.
  • Stuðla að jákvæðum skólabrag.

Markmið verkefnisins:
Allir vegir skólafærir er að þjálfa nemendur í skólafærni. Hugmyndin er að gera nemendur örugga í skólaumhverfinu með því að þjálfa ákveðna þætti skólafærni, sjálfstjórn og seiglu. Útbúin verður áætlun/verkefnabanki til að þjálfa og æfa þessa þætti á jákvæðan og uppbyggilegan hátt í leik og starfi til að ná árangri í vinnu sem þessari. Ef nemendur þekkja reglur og vita til hvers er ætlast af þeim í mismunandi aðstæðum eru meiri líkur á að líði vel og nái árangri í náminu.

Lokaskýrsla - Allir vegir skólafærir

Upplýsingatækni

21. aldar hæfni fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Garðabæjar - Fagmennska kennara Mat á skólastarfi Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli, Flataskóli, Sjálandsskóli, Álftanesskóli, Garðaskóli og Urriðaholtsskóli (2021-2022)

Markmið verkefnisins er að efla og samhæfa færni starfsmanna í upplýsingatækni í grunnskólum Garðabæjar. Áherslur á innleiðingu á G-Suite, Office 365 og nýsköpun með tækni. Efla færni þeirra til að koma á móts við nemendur með mismunandi þarfir s.s. bráðgera nemendur og stuðla að nýsköpun og skólaþróun allra grunnskólanna. Gera kennsluefnið aðgengilegt öllum á tíma sem hentar hverjum og einum. Myndböndin eru aðgreind eftir forritum, námsgreinum og stigi. Einnig má finna tengla á helstu gagnasöfn sem nýtast við kennslu og nám, leiðbeiningar um leit á internetinu, vefsíður og myndbönd um menntarannsóknir og annan fróðleik um kennslu.

Vefslóð: https://kennarar.gbrskoli.is/
Lokaskýrsla: 21. aldar hæfni fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Garðabæjar

Afram strakar_kennsluverkefni

Áfram strákar - jákvæð strákamenning - Forvarnir Heilbrigði og velferð Líðan Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni

Flataskóli (2021-2022) Samstarfsskóli Hofsstaðaskóli

Markmið:
Verkefninu er ætlað að efla samskiptahæfni stráka, að auka samkennd og samstöðu
á meðal þeirra .

  • Að útbúa kennsluáætlun þar sem unnið er með ákveðin viðfangsefni í samfélagsgreinum (lífsleikni).
  • Vinna hugmyndir að kennslustundum og koma með tillögur að kennsluefni t.d. verkefnum og leikjum.

Áfram strákar - kennsluverkefni 2022
Lokaskýrsla - Áfram strákar - jákvæð strákamenning

Flataskóli

Samskiptahæfni og félagsfærni - Fagmennska kennara Samskipti og félagsfærni

Flataskóli (2019-2020)

Markmið: Bæta samskiptahæfni og samkennd nemenda með því að breyta umsjónarhópum reglulega yfir veturinn. Víðsýni eykst og fjölbreytileiki í samskiptum verður meiri. Mögluleiki að jafna álag í nemendahópnum/árgangnum.


Lokaskýrsla - samskiptahæfni og félagsfærni - þróunarverkefni - Samkennd og vellíðan

Þróunarsjóður - Flataskóli - lærdómssamfélag

Lærdómssamfélag með áherslu á námsmenningu hæfnimiðaðs leiðsagnarnáms - Erlend tungumál Fagmennska kennara Íslenska Íslenska sem annað tungumál Íþróttir og hreyfing List– og verkgreinar Náttúrugreinar Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Stærðfræði

Flataskóli (2021-2022)

Markmið /verkefnið í hnotskurn: Meginmarkmið verkefnisins er að skapa lærdómssamfélag sem leggur áherslu á námsmenningu sem einkennist af hæfnimiðuðu leiðasagnarnámi einnig kallað leiðsagnarmat. Með námsmenningu leiðsagnarnáms sem einkennist af skýrleika og virkni nemenda er hægt að stuðla að meiri námsárangri nemenda. Skýrleikinn felur það í sér að nemendum er ljóst hvert þeir stefna og til hvers er ætlast af þeim og þeir fá markvissa upplýsandi endurgjöf í námsferlinu sem gerir þeim kleift að bæta sig í því sem þeir þurfa að bæta sig í. Virkni nemenda felur það í sér að þeir ræða nám sitt markvisst, taka afstöðu í eigin námi og eru meðvitaðir um eigin áhrif á nám sitt og hvernig þeir geta bætt sig. 

Hér er vefur sem er í þróun og heldur utan um starfsþróun kennara Flataskóla. https://sites.google.com/gbrskoli.is/flataskolistarfsthroun/heim

Lokaskýrsla verkefnis - Lærdómssamfélag með áherslu á námsmenningu hæfnimiðaðs leiðsagnarnáms.

Innritun í grunnskóla

Efling lestrarfærni nemenda á yngsta stigi með sértækri hljóðkennslu. - Læsi

Álftanesskóli (2018)

Skýrsla um þróunarverkefnið Efling lestrarfærni nemenda á yngsta stigi með sértækri hljóðakennslu í Álftanesskóla veturinn 2018–2019. Upphaf notkunar aðferða í anda direct instruction og precision teaching í Álftanesskóla var að sérkennarar lærðu þær til að nýta með eldri nemendum með lestrarvanda. 

Markmiðið með þróunarverkefninu var að finna strax þá nemendur 1. bekkjar sem ljóst er að eiga í vanda með tengsl hljóða og stafa og tengingar hljóða, og nota aðferðir í anda direct instruction og precision teaching til að aðstoða þá. Einnig að bregðast við vanda nemenda í 2. og 3. bekk með því að kanna hvort að skortur á hljóðaþekkingu sé valdur að hæglæsi þeirra og bregðast við með hljóðakennslu. 

Lokaskýrsla - Efling lestrarfærni nemenda á yngsta stigi með sértækri hljóðakennslu.

Leiðbeinandi kennsluhættir, virkari nemendur í grunnskólum Garðabæjar - Fagmennska kennara

Álftanesskóli, Flataskóli, Garðaskóli, Hofsstaðaskóli og Sjálandsskóli (2018)

Markmið:
Markmið verkefnisins er að fylgja eftir innleiðingu á leiðsagnarmati með því að styðja kennara í styrkja sig í leiðbeinandi kennsluháttum. Í verkefninu er stefnt að því að:

  • allir kennarar nái sameiginlegum skilningi á því að leiðsagnarmat er námsmat sem er leiðbeinandi fyrir nemendur (og forráðamenn).
  • allir kennarar þekki margvíslegar aðferðir og birtingarmyndir leiðsagnarmats og geti nýtt þær í sinni kennslu.
  • leiðsagnarmat sé nátengt þeim hæfniviðmiðum sem stefnt er að í náminu.
  • hæfniviðmið og leiðsagnarmat séu sýnileg nemendum og forráðamönnum allan námsferilinn t.d. í kennslustofum og samskiptakerfum skóla og heimila.
  • kennarar fái stuðning til að skilgreina leiðsagnarmatið í sinni kennslu, staðsetja það og hefja/þróa vinnu við það án þess að verkefnið verið of tímafrekt.
  • að nemendur verði virkir þátttakendur í námsmatsferlinu.
  • að efla upplýsingagjöf um námsmatsferlið til forráðamanna.

Lokaskýrsla - leiðbeinandi kennsluhættir

Flataskóli

Á vinnumarkaði 2040.Breyttir kennsluhættir með áherslu á eflandi kennslufræði. - Fagmennska kennara Sköpun

Flataskóli (2018)

Markmið:
Markmið þessa verkefnis er að vinna að innleiðingu á fjölbreyttum kennsluháttum byggðar á hugmyndum um eflandi kennslufræði meðal allra kennara skólans þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og aðrar aðferðir sem líklegar eru til að mæta kröfum framtíðarinnar.
Í verkefninu er stefnt að eftirfarandi:
1)Að fræða alla kennara skólans um mikilvægi þess að nýta fjölbreyttar kennsluaðferðir.
2)Að kynna fyrir kennurum grunnþætti í eflandi kennslufræði og skilja tengingu hennar við skapandi skólastarf.
3)Að kenna og rifja upp fjölbreyttar kennsluaðferðir byggðar á hugmyndum um eflandi kennslufræði með það að markmiði að kennarar í Flataskóla þrói í auknum mæli kennsluhætti sína.
4)Að nýta sér ferli skapandi hugsunar við kennslu
5)Að kennarar setji sér sameiginleg markmið varðandi þróun kennsluhátta.
6)Að kennarar fái stuðnings fagaðila við að þróa kennslu sína.
7)Að nemendur verði hafðir með í ráðum.

Lokaskýrsla - Breyttir kennsluhættir með áherslu á eflandi kennslufræði.

Innritun í grunnskóla

Lesskilningur forsenda þess að lesa sér til gagns og gamans - Íslenska Læsi

Hofsstaðaskóli (2017)

Markmið:

  • Að fræða foreldra nemenda á yngra og miðstigi um hvað felst í lesskilning.
  • Að efla samstarf á milli foreldra og nemenda og foreldra og kennara.
  • Að efla lestrarfærni nemenda.
  • Að efla virkni nemenda í námi.

Lokaskýrsla - Lesskilningur - forsenda þess að lesa sér til gagns og gaman

Innritun í grunnskóla

Uppeldi til ábyrgðar í Hofsstaðaskóla - Fagmennska kennara

Hofsstaðaskóli (2017)

Markmið:
Markmið verkefnisins var að gera agastjórnun í skólanum markvissari og ná samstöðu um lífsgildi og skýr mörk. Að undirbúa kennara og starfsmenn til þess að mæta nemendum, kenna sjálfsaga og ábyrgð á eigin hegðun. Allir vinni saman að jákvæðum skólabrag. Innleiðin á orðfæri og verkfærum uppbyggingarstefnunnar.

Lokaskýrsla - Uppeldi til ábyrgðar

Innritun í grunnskóla

Snúum okkur að íslenskunni - vendikennsla myndbönd - Íslenska

Hofsstaðaskóli (2017)

Markmið:

  • að skapa samfellu milli skólastiga
  • að auðvelda upphaf skólagöngu og vekja áhuga
  • að tengja leik og nám nemenda

Lokaskýrsla - Snúum okkur að íslenskunni - vendikennsla myndbönd

Flataskóli

Leikur sem kennsluaðferð - Samskipti og félagsfærni

Flataskóli (2017)

Markmið:
• að skapa samfellu milli skólastiga
• að auðvelda upphaf skólagöngu og vekja áhuga
• að tengja leik og nám nemenda

Lokaskýrsla - Leikur sem kennsluaðferð

Innritun í grunnskóla

Aðlöguð verkefni í íslensku og stærðfræði - Fagmennska kennara Íslenska Stærðfræði

Hofsstaðaskóli (2017)

Markmið:

  • Mæta nemendum með mikla námserfiðleika
  • Efla virkni þeirra í námi inni í bekk
  • Auka samfellu í námi nemenda með einstaklingsnámsskrá
  • Efla samvinnu sérkennara, bekkjarkennara og þroskaþjálfa

Lokaskýrsla - Aðlöguð verkefni í íslensku og stærðfræði

Samræmd íþróttakennsla í grunnskólum Garðabæjar - Fagmennska Fagmennska kennara Heilbrigði og velferð Íþróttir og hreyfing Líðan

Álftanesskóli, Flataskóli, Garðaskóli, Hofsstaðaskóli og Sjálandsskóli (2017)

Markmið:

  • Að hafa góða yfirsýn yfir heilbrigði og velferð nemenda í Garðabæ.
  • Að afla upplýsinga um líkamsatgervi allra nemenda Grunnskóla Garðabæjar.
  • Verkefninu er ætlað að auka samvinnu íþróttakennara í grunnskólum Garðabæjar, búa til gagnasafn og þannig fylgjast með þróun nemenda í íþróttum milli ára.
  • Samvinna íþróttakennara eykur gæði íþróttakennslunnar til muna og unnið verður að samræmdu námsmati.
  • Markmiðið er einnig að auka gildi hreyfingar í skólum bæjarins þar sem allir grunnskólarnir eru heilsueflandi grunnskólar.

Lokaskýrsla - samræmd íþróttakennsla í grunnskólum Garðabæjar

Leiðsagnarmat í grunnskólum Garðabæjar - Fagmennska Fagmennska kennara Mat á skólastarfi

Álftanesskóli, Flataskóli, Garðaskóli, Hofsstaðaskóli og Sjálandsskóli (2017)

Markmið:
Að styðja kennara í innleiðingu á leiðsagnarmati á öllum námssviðum og í öllum árgöngum.
Í verkefninu var stefnt að því að:

  • allir kennarar nái sameiginlegum skilningi á því að leiðsagnarmat er námsmat sem er leiðbeinandi fyrir nemendur (og forráðamenn).
  • allir kennarar þekki margvíslegar aðferðir og birtingarmyndir leiðsagnarmats og geti nýtt þær í sinni kennslu.
  • leiðsagnarmat sé nátengt þeim hæfniviðmiðum sem stefnt er að í náminu.
  • hæfniviðmið og leiðsagnarmat séu sýnileg nemendum og forráðamönnum allan námsferilinn t.d. í kennslustofum og samskiptakerfum skóla og heimila.
  • kennarar fái stuðning til að skilgreina leiðsagnarmatið í sinni kennslu, staðsetja það og hefja/þróa vinnu við það án þess að verkefnið verið of tímafrekt

Lokaskýrsla - leiðsagnarmat í grunnskólum Garðabæjar

Innritun í grunnskóla

Endurskoðun á gagnvirku námsefni í íslensku - Íslenska Læsi Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2016)

Styrkur var veittur úr Þróunarsjóði námsgagna skólaárið 2012- 2013 til að búa til gagnvirkt verkefnasafn í íslensku fyrir 1.-7. bekk í forritinu „Literacy Activity Builder“ þar sem áhersla var á að auka málvitund, orðaforða, stafsetningu og leikni í að nota málfræðiþekkingu. Hægt var að nálgast verkefnin á vef Hofsstaðaskóla og allir höfðu aðgang að. Stuttu síðar var vefsvæði skólans breytt og því ekki verið mögulegt að nýta verkefnin í nokkurn tíma. Markmiðið var því að endurskoða og lagfæra verkefnin og koma þeim aftur í notkun á vefsvæði þar sem allir kennarar og nemendur í Garðabæ og víðar geti haft gagn af þeim.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Hjallastefnan

Snillingafimi fyrir alla - Mat á skólastarfi Samskipti og félagsfærni Upplýsinga og tæknimennt

Barnaskóli Hjallastefnunnar (2016)

Verkefnið snýst um að útbúa og prófa námskrá fyrir 5 - 9 ára börn og tilheyrandi viðfangsefni, byggð á hugmyndum Howards Gardner um fjölgreindir og kynjanámskrá Hjallastefnunnar. Meginmarkmiðið er að börnin öðlist skilning á að þau hafa ólíka hæfileika en jafngilda. Það eykur sjálfsvirðingu þeirra og umburðarlyndi og styrkir þau í takast á við önnur verkefni í skólanum. Með röð viðfangsefna á hverju ári er markmiðið að börnin fái tækifæri til að læra um ólíka hæfileika, styrkjast á sínum áhugasviðum og kynnast nýjum.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Gluggað og grúskað - Höfrungasaga - Íslenska Læsi

Hofsstaðaskóli (2016)

Markmið: Að mæta ólíkum námsþörfum nemenda og efla virkni þeirra í námi. Stuðla að jákvæðu samstarfi og samvinnu við foreldra og efla lestrarfærni í víðum skilningi.

Lokaskýrsla í pdf-skali með fylgiskjölum, ath. 23.5 MB
Lokaskýrsla í pdf-skjali án fylgiskjala, 0.3 MB

Innritun í grunnskóla

Talnaveiðar - Mat á skólastarfi Stærðfræði

Hofsstaðaskóli (2016)

Markmið: Að skima talnaskilning/stærðfræðikunnáttu nemenda í upphafi 1. bekkjar. Koma til móts við mismunandi námsþarfir nemenda.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Flataskóli

Vinaliðaverkefni í Flataskóla - Heilbrigði og velferð Íþróttir og hreyfing Líðan Samskipti og félagsfærni

Flataskóli (2016)

Markmið:

Að bæta samskipti og líðan nemenda í frímínútum. Boðið er upp á fjölbreytt viðfangsefni og unnið að þvi að virkja alla nemendur til þátttöku. Hópur nemenda, vinaliðar, fær sérstaka þjálfun til að stýra og stjórna leikjum og stöðvavinnu í frímínútum. Markmiðið er því að stuðla að fjölbreyttari leikjum í frímínútum, leggja grunn sem gerir nemendum kleift að tengjast sterkum vinaböndum, minnka togstreitu milli nemenda, hampa góðum gildum, svo sem vináttu, virðingu og því að allir fái að taka þátt.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Höldum áfram að þróa SKÍNANDI skóla - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði

Hofsstaðaskóli og Garðaskóli (2016)

Framhald á verkefninu SKÍN – Innra mat til eflingar faglegs skólastarfs (2015)

Markmið:

SKÍN er samstarfsverkefni kennara og stjórnenda í Garðaskóla og Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Markmið verkefnisins eru að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á seinna ári verkefnisins settu þátttakendur sér tvö yfirmarkmið til að vinna að um veturinn. Annars vegar að setja hæfniviðmið inn í námsáætlanir og kennsluseðla og hins vegar að efla innra mat skólanna.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Litlu lestrarhestarnir - Íslenska Læsi

Hofsstaðaskóli (2016)

Markmið:

Að auka lesskilning. Koma til móts við nemendur sem komnir eru af stað í lestrarnáminu.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Flataskóli

Nýsköpun í Flataskóla -

Flataskóli (2016)

Markmið:

Að efla og auka trú nemenda á eigin sköpunargáfu. Áhersla er lögð á að nemendur læri ákveðin vinnubrögð í hugmyndavinnu og séu gerðir meðvitaðri um gildi hluta og umhverfis. Einnig er áhersla á samvinnu kennara, samþættingu og að auka fjölbreytni í skólastarfi.

Lokaskýrsla í pdf-skjali 

Innritun í grunnskóla

Endurskoðun á gagnvirku námsefni í íslensku - Íslenska Læsi Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2016)

Markmið:

Styrkur var veittur úr Þróunarsjóði námsgagna skólaárið 2012- 2013 til að búa til gagnvirkt verkefnasafn í íslensku fyrir 1.-7. bekk í forritinu „Literacy Activity Builder“ þar sem áhersla var á að auka málvitund, orðaforða, stafsetningu og leikni í að nota málfræðiþekkingu. Hægt var að nálgast verkefnin á vef Hofsstaðaskóla og allir höfðu aðgang að. Stuttu síðar var vefsvæði skólans breytt og því ekki verið mögulegt að nýta verkefnin í nokkurn tíma. Markmiðið var því að endurskoða og lagfæra verkefnin og koma þeim aftur í notkun á vefsvæði þar sem allir kennarar og nemendur í Garðabæ og víðar geti haft gagn af þeim.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Læsi - jafningjafræðsla til kennara og fræðsla til foreldra - Íslenska

Álftanesskóli og Flataskóli (2015)

Markmið:

Að gera fleiri kennara hæfa til að skipuleggja og halda fræðslufundi fyrir foreldra, og festa þar með námskeið um lestur í sessi innan skólans. Styðja og hvetja foreldra til að efla læsi (lestrar- og ritunarfærni) barna sinna, með ýmsum verkefnum og fræðslufundum um lestur. 

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Gluggað og grúskað - Polli - Íslenska Læsi

Hofsstaðaskóli (2015)

Markmið:

Mæta ólíkum námsþörfum nemenda og efla virkni þeirra í námi. Stuðla að jákvæðu samstarfi og samvinnu við foreldra og efla lestrarfærni í víðum skilningi.

Lokaskýrsla í PDF-skjali

Lokaskýrsla í PÞDF-skjali með fylgigögnum, ath. 20MB

Innritun í grunnskóla

Stærðfræðistofan - Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2015)

Markmið:

Auka hlutbundna- og verklega stærðfræðikennslu á yngra stigi. Auka hæfni nemenda til umræðna á tungumáli stærðfræðinnar. Auka áhuga og bæta viðhorf á heimi stærðfræðinnar. Umsækjendur deila hugmyndum, reynslu og verkefnum úr stærðfræðikennslu í gegnum alnetið.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Flataskóli

Söguskjóður - Íslenska

Flataskóli (2015)

Markmið:

Áhersla á lestrarkennslu, lesskilning, læsi og foreldrasamstarf en markhópurinn eru 5 og 6 ára börn sem eru að stíga sín fyrstu skref í lestrarnámi.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Vinnum saman - teymiskennsla á yngsta stigi - Fagmennska kennara Skóli margbreytileikans

Hofsstaðaskóli (2015)

Markmið:

Að innleiða teymiskennslu í fyrstu bekkjum skólans, efla og auka samvinnu innan og milli árganga á yngra stigi, skapa heildstæða kennslu fyrir þá árganga sem að verkefninu koma þannig að litið verði á árganginn sem eina heild, í stað stakra bekkjardeilda. Að auka fjölbreytni í kennsluháttum, nýta fjölbreyttar kennsluaðferðir betur til einstaklingsmiðaðs náms og að bæta og auka samstarf starfsfólks með aukinni faglegri samvinnu.

Áhersluþættir:

  • Yngsta stig
  • Skóli magbreytileikans
  • Fagmennska kennara

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Velferð barna í Garðabæ - Heilbrigði og velferð Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Skóli margbreytileikans

Grunnskólar í Garðabæ (2015)

Markmið:

Útbúa verkefnasjóð fyrir kennara, þroskaþjálfa, námsráðgjafa eða hverja þá sérfræðinga sem vinna með nemendum með fötlun. Þessir sérfræðingar fá verkefnabanka með eyðublöðum eða hugmyndabanka og verkefnalýsingar til að vinna með þegar kynna á fyrir nemendum fötlun sína. Verkefnablöðin og verkefnalýsingarnar nýtast einnig fyrir nemendur með fötlun til að kynna fötlun sína fyrir bekkjarfélögum, kennurum og öðru starfsfólki og samnemendum sínum.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Afurðir verkefnisins má finna á vefnum:

http://www.menntaklif.is/velferd-barna-i-gardabae/

SKÍN-innra mat til eflingar skólastarfs - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði

Garðaskóli og Hofsstaðaskóli í samstarfi við Menntaklif (2015)

Markmið:

Að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á fyrra ári verkefnisins var lögð áhersla á að gera námsmarkmið sýnilegri nemendum, þróa leiðir til að efla leiðsagnarmat innan skólanna og þróa rýniheimsóknir kennara og stjórnenda í kennslustundir, bæði félagarýni og mat stjórnenda.

Áhersluþættir:

  • Yngsta stig
  • Miðstig
  • Elsta stig
  • Mat á skólastarfi
  • Fagmennska kennara
  • Jafnrétti
  • Læsi
  • Lýðræði og mannréttindi
  • Íslenska
  • Stærðfræði

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Ný fimm ára deild við Sjálandsskóla

Kennslustunda- og félagarýni -

Sjálandsskóli (2015)

Markmið:

Að festa í menningu skólans markvisst félaga- og kennslustundarýni. Með félagarýni vinna kennarar náið saman, læra hver af öðrum auk þess sem það leiðir til meiri samfellu á milli skólastiga. Rannsóknir sýna að kennarar sem taka þátt í félagarýni verða betri fagmenn, ánægðari í starfi og endast lengur í faginu. Með kennslustundarýni komast stjórnendur nær skólastarfinu og geta betur stutt og eflt kennarann. Auk þess er auðveldara að fylgja eftir þróunarvinnu, áherslum t.d. skv. innra- og ytra mati og að lokum er líklegra að allir starfi eftir hugmyndafræði skólans.

Áhersluþættir:

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Handbók - kennsluhættir í anda John Morris - Fagmennska kennara Íslenska

Álftanesskóli (2015)

Markmið:

Að auka þekkingu og víðsýni kennara og skapa vettvang fyrir þá til að þróa sig í fjölbreyttum kennsluaðferðum og leiðsagnarmati.

Áhersluþættir:

  • Yngsta stig

  • Íslenska

  • Fagmennska kennara

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Að kynna fötlun sína - Ég er einstakur/einstök - Heilbrigði og velferð Jafnrétti Samskipti og félagsfærni Skóli margbreytileikans

Hofsstaðaskóli (2015)

Markmið:

Að útbúa verkefnasjóð fyrir kennara, þroskaþjálfa, námsráðgjafa eða hverja þá sérfræðinga sem vinna með nemendum með fötlun. Þessir sérfræðingar fá verkefnabanka með eyðublöðum eða hugmyndabanka og verkefnalýsingar til að vinna með þegar kynna á fyrir nemendum fötlun sína. Verkefnablöðin og verkefnalýsingarnar nýtast einnig fyrir nemendur með fötlun til að kynna fötlun sína fyrir bekkjarfélögum, kennurum og öðru starfsfólki og samnemendum sínum.

Áhersluþættir:

  • Yngsta stig

  • Miðstig

  • Elsta stig

  • Skóli margbreytileikans

  • Samskipti og félagsfærni

  • Jafnrétti

  • Heilbrigði og velferð

Lokaskýrsla í pdf-skjali