Yngsta stig grunnskóla: Fagmennska kennara

Upplýsingatækni

21. aldar hæfni fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Garðabæjar - Fagmennska kennara Mat á skólastarfi Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli, Flataskóli, Sjálandsskóli, Álftanesskóli, Garðaskóli og Urriðaholtsskóli (2021-2022)

Markmið verkefnisins er að efla og samhæfa færni starfsmanna í upplýsingatækni í grunnskólum Garðabæjar. Áherslur á innleiðingu á G-Suite, Office 365 og nýsköpun með tækni. Efla færni þeirra til að koma á móts við nemendur með mismunandi þarfir s.s. bráðgera nemendur og stuðla að nýsköpun og skólaþróun allra grunnskólanna. Gera kennsluefnið aðgengilegt öllum á tíma sem hentar hverjum og einum. Myndböndin eru aðgreind eftir forritum, námsgreinum og stigi. Einnig má finna tengla á helstu gagnasöfn sem nýtast við kennslu og nám, leiðbeiningar um leit á internetinu, vefsíður og myndbönd um menntarannsóknir og annan fróðleik um kennslu.

Vefslóð: https://kennarar.gbrskoli.is/
Lokaskýrsla: 21. aldar hæfni fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Garðabæjar

Flataskóli

Samskiptahæfni og félagsfærni - Fagmennska kennara Samskipti og félagsfærni

Flataskóli (2019-2020)

Markmið: Bæta samskiptahæfni og samkennd nemenda með því að breyta umsjónarhópum reglulega yfir veturinn. Víðsýni eykst og fjölbreytileiki í samskiptum verður meiri. Mögluleiki að jafna álag í nemendahópnum/árgangnum.


Lokaskýrsla - samskiptahæfni og félagsfærni - þróunarverkefni - Samkennd og vellíðan

Þróunarsjóður - Flataskóli - lærdómssamfélag

Lærdómssamfélag með áherslu á námsmenningu hæfnimiðaðs leiðsagnarnáms - Erlend tungumál Fagmennska kennara Íslenska Íslenska sem annað tungumál Íþróttir og hreyfing List– og verkgreinar Náttúrugreinar Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Stærðfræði

Flataskóli (2021-2022)

Markmið /verkefnið í hnotskurn: Meginmarkmið verkefnisins er að skapa lærdómssamfélag sem leggur áherslu á námsmenningu sem einkennist af hæfnimiðuðu leiðasagnarnámi einnig kallað leiðsagnarmat. Með námsmenningu leiðsagnarnáms sem einkennist af skýrleika og virkni nemenda er hægt að stuðla að meiri námsárangri nemenda. Skýrleikinn felur það í sér að nemendum er ljóst hvert þeir stefna og til hvers er ætlast af þeim og þeir fá markvissa upplýsandi endurgjöf í námsferlinu sem gerir þeim kleift að bæta sig í því sem þeir þurfa að bæta sig í. Virkni nemenda felur það í sér að þeir ræða nám sitt markvisst, taka afstöðu í eigin námi og eru meðvitaðir um eigin áhrif á nám sitt og hvernig þeir geta bætt sig. 

Hér er vefur sem er í þróun og heldur utan um starfsþróun kennara Flataskóla. https://sites.google.com/gbrskoli.is/flataskolistarfsthroun/heim

Lokaskýrsla verkefnis - Lærdómssamfélag með áherslu á námsmenningu hæfnimiðaðs leiðsagnarnáms.

Leiðbeinandi kennsluhættir, virkari nemendur í grunnskólum Garðabæjar - Fagmennska kennara

Álftanesskóli, Flataskóli, Garðaskóli, Hofsstaðaskóli og Sjálandsskóli (2018)

Markmið:
Markmið verkefnisins er að fylgja eftir innleiðingu á leiðsagnarmati með því að styðja kennara í styrkja sig í leiðbeinandi kennsluháttum. Í verkefninu er stefnt að því að:

  • allir kennarar nái sameiginlegum skilningi á því að leiðsagnarmat er námsmat sem er leiðbeinandi fyrir nemendur (og forráðamenn).
  • allir kennarar þekki margvíslegar aðferðir og birtingarmyndir leiðsagnarmats og geti nýtt þær í sinni kennslu.
  • leiðsagnarmat sé nátengt þeim hæfniviðmiðum sem stefnt er að í náminu.
  • hæfniviðmið og leiðsagnarmat séu sýnileg nemendum og forráðamönnum allan námsferilinn t.d. í kennslustofum og samskiptakerfum skóla og heimila.
  • kennarar fái stuðning til að skilgreina leiðsagnarmatið í sinni kennslu, staðsetja það og hefja/þróa vinnu við það án þess að verkefnið verið of tímafrekt.
  • að nemendur verði virkir þátttakendur í námsmatsferlinu.
  • að efla upplýsingagjöf um námsmatsferlið til forráðamanna.

Lokaskýrsla - leiðbeinandi kennsluhættir

Flataskóli

Á vinnumarkaði 2040.Breyttir kennsluhættir með áherslu á eflandi kennslufræði. - Fagmennska kennara Sköpun

Flataskóli (2018)

Markmið:
Markmið þessa verkefnis er að vinna að innleiðingu á fjölbreyttum kennsluháttum byggðar á hugmyndum um eflandi kennslufræði meðal allra kennara skólans þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og aðrar aðferðir sem líklegar eru til að mæta kröfum framtíðarinnar.
Í verkefninu er stefnt að eftirfarandi:
1)Að fræða alla kennara skólans um mikilvægi þess að nýta fjölbreyttar kennsluaðferðir.
2)Að kynna fyrir kennurum grunnþætti í eflandi kennslufræði og skilja tengingu hennar við skapandi skólastarf.
3)Að kenna og rifja upp fjölbreyttar kennsluaðferðir byggðar á hugmyndum um eflandi kennslufræði með það að markmiði að kennarar í Flataskóla þrói í auknum mæli kennsluhætti sína.
4)Að nýta sér ferli skapandi hugsunar við kennslu
5)Að kennarar setji sér sameiginleg markmið varðandi þróun kennsluhátta.
6)Að kennarar fái stuðnings fagaðila við að þróa kennslu sína.
7)Að nemendur verði hafðir með í ráðum.

Lokaskýrsla - Breyttir kennsluhættir með áherslu á eflandi kennslufræði.

Innritun í grunnskóla

Uppeldi til ábyrgðar í Hofsstaðaskóla - Fagmennska kennara

Hofsstaðaskóli (2017)

Markmið:
Markmið verkefnisins var að gera agastjórnun í skólanum markvissari og ná samstöðu um lífsgildi og skýr mörk. Að undirbúa kennara og starfsmenn til þess að mæta nemendum, kenna sjálfsaga og ábyrgð á eigin hegðun. Allir vinni saman að jákvæðum skólabrag. Innleiðin á orðfæri og verkfærum uppbyggingarstefnunnar.

Lokaskýrsla - Uppeldi til ábyrgðar

Innritun í grunnskóla

Aðlöguð verkefni í íslensku og stærðfræði - Fagmennska kennara Íslenska Stærðfræði

Hofsstaðaskóli (2017)

Markmið:

  • Mæta nemendum með mikla námserfiðleika
  • Efla virkni þeirra í námi inni í bekk
  • Auka samfellu í námi nemenda með einstaklingsnámsskrá
  • Efla samvinnu sérkennara, bekkjarkennara og þroskaþjálfa

Lokaskýrsla - Aðlöguð verkefni í íslensku og stærðfræði

Samræmd íþróttakennsla í grunnskólum Garðabæjar - Fagmennska Fagmennska kennara Heilbrigði og velferð Íþróttir og hreyfing Líðan

Álftanesskóli, Flataskóli, Garðaskóli, Hofsstaðaskóli og Sjálandsskóli (2017)

Markmið:

  • Að hafa góða yfirsýn yfir heilbrigði og velferð nemenda í Garðabæ.
  • Að afla upplýsinga um líkamsatgervi allra nemenda Grunnskóla Garðabæjar.
  • Verkefninu er ætlað að auka samvinnu íþróttakennara í grunnskólum Garðabæjar, búa til gagnasafn og þannig fylgjast með þróun nemenda í íþróttum milli ára.
  • Samvinna íþróttakennara eykur gæði íþróttakennslunnar til muna og unnið verður að samræmdu námsmati.
  • Markmiðið er einnig að auka gildi hreyfingar í skólum bæjarins þar sem allir grunnskólarnir eru heilsueflandi grunnskólar.

Lokaskýrsla - samræmd íþróttakennsla í grunnskólum Garðabæjar

Leiðsagnarmat í grunnskólum Garðabæjar - Fagmennska Fagmennska kennara Mat á skólastarfi

Álftanesskóli, Flataskóli, Garðaskóli, Hofsstaðaskóli og Sjálandsskóli (2017)

Markmið:
Að styðja kennara í innleiðingu á leiðsagnarmati á öllum námssviðum og í öllum árgöngum.
Í verkefninu var stefnt að því að:

  • allir kennarar nái sameiginlegum skilningi á því að leiðsagnarmat er námsmat sem er leiðbeinandi fyrir nemendur (og forráðamenn).
  • allir kennarar þekki margvíslegar aðferðir og birtingarmyndir leiðsagnarmats og geti nýtt þær í sinni kennslu.
  • leiðsagnarmat sé nátengt þeim hæfniviðmiðum sem stefnt er að í náminu.
  • hæfniviðmið og leiðsagnarmat séu sýnileg nemendum og forráðamönnum allan námsferilinn t.d. í kennslustofum og samskiptakerfum skóla og heimila.
  • kennarar fái stuðning til að skilgreina leiðsagnarmatið í sinni kennslu, staðsetja það og hefja/þróa vinnu við það án þess að verkefnið verið of tímafrekt

Lokaskýrsla - leiðsagnarmat í grunnskólum Garðabæjar

Höldum áfram að þróa SKÍNANDI skóla - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði

Hofsstaðaskóli og Garðaskóli (2016)

Framhald á verkefninu SKÍN – Innra mat til eflingar faglegs skólastarfs (2015)

Markmið:

SKÍN er samstarfsverkefni kennara og stjórnenda í Garðaskóla og Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Markmið verkefnisins eru að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á seinna ári verkefnisins settu þátttakendur sér tvö yfirmarkmið til að vinna að um veturinn. Annars vegar að setja hæfniviðmið inn í námsáætlanir og kennsluseðla og hins vegar að efla innra mat skólanna.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Vinnum saman - teymiskennsla á yngsta stigi - Fagmennska kennara Skóli margbreytileikans

Hofsstaðaskóli (2015)

Markmið:

Að innleiða teymiskennslu í fyrstu bekkjum skólans, efla og auka samvinnu innan og milli árganga á yngra stigi, skapa heildstæða kennslu fyrir þá árganga sem að verkefninu koma þannig að litið verði á árganginn sem eina heild, í stað stakra bekkjardeilda. Að auka fjölbreytni í kennsluháttum, nýta fjölbreyttar kennsluaðferðir betur til einstaklingsmiðaðs náms og að bæta og auka samstarf starfsfólks með aukinni faglegri samvinnu.

Áhersluþættir:

  • Yngsta stig
  • Skóli magbreytileikans
  • Fagmennska kennara

Lokaskýrsla í pdf-skjali

SKÍN-innra mat til eflingar skólastarfs - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði

Garðaskóli og Hofsstaðaskóli í samstarfi við Menntaklif (2015)

Markmið:

Að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á fyrra ári verkefnisins var lögð áhersla á að gera námsmarkmið sýnilegri nemendum, þróa leiðir til að efla leiðsagnarmat innan skólanna og þróa rýniheimsóknir kennara og stjórnenda í kennslustundir, bæði félagarýni og mat stjórnenda.

Áhersluþættir:

  • Yngsta stig
  • Miðstig
  • Elsta stig
  • Mat á skólastarfi
  • Fagmennska kennara
  • Jafnrétti
  • Læsi
  • Lýðræði og mannréttindi
  • Íslenska
  • Stærðfræði

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Handbók - kennsluhættir í anda John Morris - Fagmennska kennara Íslenska

Álftanesskóli (2015)

Markmið:

Að auka þekkingu og víðsýni kennara og skapa vettvang fyrir þá til að þróa sig í fjölbreyttum kennsluaðferðum og leiðsagnarmati.

Áhersluþættir:

  • Yngsta stig

  • Íslenska

  • Fagmennska kennara

Lokaskýrsla í pdf-skjali