Yngsta stig grunnskóla: Mat á skólastarfi

Upplýsingatækni

21. aldar hæfni fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Garðabæjar - Fagmennska kennara Mat á skólastarfi Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli, Flataskóli, Sjálandsskóli, Álftanesskóli, Garðaskóli og Urriðaholtsskóli (2021-2022)

Markmið verkefnisins er að efla og samhæfa færni starfsmanna í upplýsingatækni í grunnskólum Garðabæjar. Áherslur á innleiðingu á G-Suite, Office 365 og nýsköpun með tækni. Efla færni þeirra til að koma á móts við nemendur með mismunandi þarfir s.s. bráðgera nemendur og stuðla að nýsköpun og skólaþróun allra grunnskólanna. Gera kennsluefnið aðgengilegt öllum á tíma sem hentar hverjum og einum. Myndböndin eru aðgreind eftir forritum, námsgreinum og stigi. Einnig má finna tengla á helstu gagnasöfn sem nýtast við kennslu og nám, leiðbeiningar um leit á internetinu, vefsíður og myndbönd um menntarannsóknir og annan fróðleik um kennslu.

Vefslóð: https://kennarar.gbrskoli.is/
Lokaskýrsla: 21. aldar hæfni fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Garðabæjar

Leiðsagnarmat í grunnskólum Garðabæjar - Fagmennska Fagmennska kennara Mat á skólastarfi

Álftanesskóli, Flataskóli, Garðaskóli, Hofsstaðaskóli og Sjálandsskóli (2017)

Markmið:
Að styðja kennara í innleiðingu á leiðsagnarmati á öllum námssviðum og í öllum árgöngum.
Í verkefninu var stefnt að því að:

  • allir kennarar nái sameiginlegum skilningi á því að leiðsagnarmat er námsmat sem er leiðbeinandi fyrir nemendur (og forráðamenn).
  • allir kennarar þekki margvíslegar aðferðir og birtingarmyndir leiðsagnarmats og geti nýtt þær í sinni kennslu.
  • leiðsagnarmat sé nátengt þeim hæfniviðmiðum sem stefnt er að í náminu.
  • hæfniviðmið og leiðsagnarmat séu sýnileg nemendum og forráðamönnum allan námsferilinn t.d. í kennslustofum og samskiptakerfum skóla og heimila.
  • kennarar fái stuðning til að skilgreina leiðsagnarmatið í sinni kennslu, staðsetja það og hefja/þróa vinnu við það án þess að verkefnið verið of tímafrekt

Lokaskýrsla - leiðsagnarmat í grunnskólum Garðabæjar

Hjallastefnan

Snillingafimi fyrir alla - Mat á skólastarfi Samskipti og félagsfærni Upplýsinga og tæknimennt

Barnaskóli Hjallastefnunnar (2016)

Verkefnið snýst um að útbúa og prófa námskrá fyrir 5 - 9 ára börn og tilheyrandi viðfangsefni, byggð á hugmyndum Howards Gardner um fjölgreindir og kynjanámskrá Hjallastefnunnar. Meginmarkmiðið er að börnin öðlist skilning á að þau hafa ólíka hæfileika en jafngilda. Það eykur sjálfsvirðingu þeirra og umburðarlyndi og styrkir þau í takast á við önnur verkefni í skólanum. Með röð viðfangsefna á hverju ári er markmiðið að börnin fái tækifæri til að læra um ólíka hæfileika, styrkjast á sínum áhugasviðum og kynnast nýjum.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Talnaveiðar - Mat á skólastarfi Stærðfræði

Hofsstaðaskóli (2016)

Markmið: Að skima talnaskilning/stærðfræðikunnáttu nemenda í upphafi 1. bekkjar. Koma til móts við mismunandi námsþarfir nemenda.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Höldum áfram að þróa SKÍNANDI skóla - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði

Hofsstaðaskóli og Garðaskóli (2016)

Framhald á verkefninu SKÍN – Innra mat til eflingar faglegs skólastarfs (2015)

Markmið:

SKÍN er samstarfsverkefni kennara og stjórnenda í Garðaskóla og Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Markmið verkefnisins eru að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á seinna ári verkefnisins settu þátttakendur sér tvö yfirmarkmið til að vinna að um veturinn. Annars vegar að setja hæfniviðmið inn í námsáætlanir og kennsluseðla og hins vegar að efla innra mat skólanna.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

SKÍN-innra mat til eflingar skólastarfs - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði

Garðaskóli og Hofsstaðaskóli í samstarfi við Menntaklif (2015)

Markmið:

Að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á fyrra ári verkefnisins var lögð áhersla á að gera námsmarkmið sýnilegri nemendum, þróa leiðir til að efla leiðsagnarmat innan skólanna og þróa rýniheimsóknir kennara og stjórnenda í kennslustundir, bæði félagarýni og mat stjórnenda.

Áhersluþættir:

  • Yngsta stig
  • Miðstig
  • Elsta stig
  • Mat á skólastarfi
  • Fagmennska kennara
  • Jafnrétti
  • Læsi
  • Lýðræði og mannréttindi
  • Íslenska
  • Stærðfræði

Lokaskýrsla í pdf-skjali