Snillingafimi fyrir alla
Barnaskóli Hjallastefnunnar (2016)
Verkefnið snýst um að útbúa og prófa námskrá fyrir 5 - 9 ára börn og tilheyrandi viðfangsefni, byggð á hugmyndum Howards Gardner um fjölgreindir og kynjanámskrá Hjallastefnunnar. Meginmarkmiðið er að börnin öðlist skilning á að þau hafa ólíka hæfileika en jafngilda. Það eykur sjálfsvirðingu þeirra og umburðarlyndi og styrkir þau í takast á við önnur verkefni í skólanum. Með röð viðfangsefna á hverju ári er markmiðið að börnin fái tækifæri til að læra um ólíka hæfileika, styrkjast á sínum áhugasviðum og kynnast nýjum.