Yngsta stig grunnskóla: List– og verkgreinar

Ný fimm ára deild við Sjálandsskóla

Rytmaþjálfun og hljóðkerfisvitund - Íslenska Íslenska sem annað tungumál List– og verkgreinar Læsi Samþætting námsgreina Sköpun

Sjálandsskóli 2023-2024

Markmið/verkefnið í hnotskurn:
Markmið verkefnisins var að bjóða nemendum 1. bekkjar upp á fleiri tíma í þjálfun sem snýr að almennri hljóðskynjun og minnka með því líkur á lestrarerfiðleikum. Lagt var upp með nýja nálgun sem fólst í því að styrkja rytmaskyn barna í gegnum rytma- og söngþjálfun. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að tónlistarþjálfun stækkar töluvert virka svæði heilans sem skynjar hljóð, hvort sem um er að ræða tónlist eða málhljóð. Markmiðið var því að reyna að efla heyrnrænt næmi barna sem gerir þau betri í að skynja málhljóð. Skynjunarvandi einkennir gjarnan börn með lestrarvanda þar sem mikilvægur undirbúningur fyrir lestrarnám er í málskynjuninni. einnig var þess gætt að huga sérstaklega að þeim nemendum sem sýna veikleika í stafaminni eða hafa slaka hljóðkerfisvitund og lélegt rytmaskyn. 

Lokaskýrsla - Rytmaþjálfun og hljóðkerfisvitund

 

Þróunarsjóður - Flataskóli - lærdómssamfélag

Lærdómssamfélag með áherslu á námsmenningu hæfnimiðaðs leiðsagnarnáms - Erlend tungumál Fagmennska kennara Íslenska Íslenska sem annað tungumál Íþróttir og hreyfing List– og verkgreinar Náttúrugreinar Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Stærðfræði

Flataskóli (2021-2022)

Markmið /verkefnið í hnotskurn: Meginmarkmið verkefnisins er að skapa lærdómssamfélag sem leggur áherslu á námsmenningu sem einkennist af hæfnimiðuðu leiðasagnarnámi einnig kallað leiðsagnarmat. Með námsmenningu leiðsagnarnáms sem einkennist af skýrleika og virkni nemenda er hægt að stuðla að meiri námsárangri nemenda. Skýrleikinn felur það í sér að nemendum er ljóst hvert þeir stefna og til hvers er ætlast af þeim og þeir fá markvissa upplýsandi endurgjöf í námsferlinu sem gerir þeim kleift að bæta sig í því sem þeir þurfa að bæta sig í. Virkni nemenda felur það í sér að þeir ræða nám sitt markvisst, taka afstöðu í eigin námi og eru meðvitaðir um eigin áhrif á nám sitt og hvernig þeir geta bætt sig. 

Hér er vefur sem er í þróun og heldur utan um starfsþróun kennara Flataskóla. https://sites.google.com/gbrskoli.is/flataskolistarfsthroun/heim

Lokaskýrsla verkefnis - Lærdómssamfélag með áherslu á námsmenningu hæfnimiðaðs leiðsagnarnáms.