Yngsta stig grunnskóla: Íslenska

Ný fimm ára deild við Sjálandsskóla

Rytmaþjálfun og hljóðkerfisvitund - Íslenska Íslenska sem annað tungumál List– og verkgreinar Læsi Samþætting námsgreina Sköpun

Sjálandsskóli 2023-2024

Markmið/verkefnið í hnotskurn:
Markmið verkefnisins var að bjóða nemendum 1. bekkjar upp á fleiri tíma í þjálfun sem snýr að almennri hljóðskynjun og minnka með því líkur á lestrarerfiðleikum. Lagt var upp með nýja nálgun sem fólst í því að styrkja rytmaskyn barna í gegnum rytma- og söngþjálfun. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að tónlistarþjálfun stækkar töluvert virka svæði heilans sem skynjar hljóð, hvort sem um er að ræða tónlist eða málhljóð. Markmiðið var því að reyna að efla heyrnrænt næmi barna sem gerir þau betri í að skynja málhljóð. Skynjunarvandi einkennir gjarnan börn með lestrarvanda þar sem mikilvægur undirbúningur fyrir lestrarnám er í málskynjuninni. einnig var þess gætt að huga sérstaklega að þeim nemendum sem sýna veikleika í stafaminni eða hafa slaka hljóðkerfisvitund og lélegt rytmaskyn. 

Lokaskýrsla - Rytmaþjálfun og hljóðkerfisvitund

 

Nemendastýrð foreldrasamtöl - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Náttúrugreinar Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2023-2024)

Markmið:

  • Að virkja nemendur í að hafa áhrif á sitt nám
  • Að nemendur þjálfist í að greina styrkleika sín
  • Að skapa jákvæð tengsl á milli kennara og nemanda
  • Að styrkja námsvitund og sjálfstæði nemenda
  • Að nemendur meti eigin líðan, og stöðu sína bæði náms- og félagslega
  • Að auka þátttöku nemenda í ákvarðanatöku
  • Að efla öryggi kennara í nýjum vinnubrögðum
  • Að styrkja samskipti kennara og nemenda
  • Að styrkja samskipti heimilis og skóla

Lokaskýrsla - Nemendastýrð foreldrasamtöl

Þróunarsjóður - Flataskóli - lærdómssamfélag

Lærdómssamfélag með áherslu á námsmenningu hæfnimiðaðs leiðsagnarnáms - Erlend tungumál Fagmennska kennara Íslenska Íslenska sem annað tungumál Íþróttir og hreyfing List– og verkgreinar Náttúrugreinar Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Stærðfræði

Flataskóli (2021-2022)

Markmið /verkefnið í hnotskurn: Meginmarkmið verkefnisins er að skapa lærdómssamfélag sem leggur áherslu á námsmenningu sem einkennist af hæfnimiðuðu leiðasagnarnámi einnig kallað leiðsagnarmat. Með námsmenningu leiðsagnarnáms sem einkennist af skýrleika og virkni nemenda er hægt að stuðla að meiri námsárangri nemenda. Skýrleikinn felur það í sér að nemendum er ljóst hvert þeir stefna og til hvers er ætlast af þeim og þeir fá markvissa upplýsandi endurgjöf í námsferlinu sem gerir þeim kleift að bæta sig í því sem þeir þurfa að bæta sig í. Virkni nemenda felur það í sér að þeir ræða nám sitt markvisst, taka afstöðu í eigin námi og eru meðvitaðir um eigin áhrif á nám sitt og hvernig þeir geta bætt sig. 

Hér er vefur sem er í þróun og heldur utan um starfsþróun kennara Flataskóla. https://sites.google.com/gbrskoli.is/flataskolistarfsthroun/heim

Lokaskýrsla verkefnis - Lærdómssamfélag með áherslu á námsmenningu hæfnimiðaðs leiðsagnarnáms.

Innritun í grunnskóla

Lesskilningur forsenda þess að lesa sér til gagns og gamans - Íslenska Læsi

Hofsstaðaskóli (2017)

Markmið:

  • Að fræða foreldra nemenda á yngra og miðstigi um hvað felst í lesskilning.
  • Að efla samstarf á milli foreldra og nemenda og foreldra og kennara.
  • Að efla lestrarfærni nemenda.
  • Að efla virkni nemenda í námi.

Lokaskýrsla - Lesskilningur - forsenda þess að lesa sér til gagns og gaman

Innritun í grunnskóla

Snúum okkur að íslenskunni - vendikennsla myndbönd - Íslenska

Hofsstaðaskóli (2017)

Markmið:

  • að skapa samfellu milli skólastiga
  • að auðvelda upphaf skólagöngu og vekja áhuga
  • að tengja leik og nám nemenda

Lokaskýrsla - Snúum okkur að íslenskunni - vendikennsla myndbönd

Innritun í grunnskóla

Aðlöguð verkefni í íslensku og stærðfræði - Fagmennska kennara Íslenska Stærðfræði

Hofsstaðaskóli (2017)

Markmið:

  • Mæta nemendum með mikla námserfiðleika
  • Efla virkni þeirra í námi inni í bekk
  • Auka samfellu í námi nemenda með einstaklingsnámsskrá
  • Efla samvinnu sérkennara, bekkjarkennara og þroskaþjálfa

Lokaskýrsla - Aðlöguð verkefni í íslensku og stærðfræði

Innritun í grunnskóla

Endurskoðun á gagnvirku námsefni í íslensku - Íslenska Læsi Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2016)

Styrkur var veittur úr Þróunarsjóði námsgagna skólaárið 2012- 2013 til að búa til gagnvirkt verkefnasafn í íslensku fyrir 1.-7. bekk í forritinu „Literacy Activity Builder“ þar sem áhersla var á að auka málvitund, orðaforða, stafsetningu og leikni í að nota málfræðiþekkingu. Hægt var að nálgast verkefnin á vef Hofsstaðaskóla og allir höfðu aðgang að. Stuttu síðar var vefsvæði skólans breytt og því ekki verið mögulegt að nýta verkefnin í nokkurn tíma. Markmiðið var því að endurskoða og lagfæra verkefnin og koma þeim aftur í notkun á vefsvæði þar sem allir kennarar og nemendur í Garðabæ og víðar geti haft gagn af þeim.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Gluggað og grúskað - Höfrungasaga - Íslenska Læsi

Hofsstaðaskóli (2016)

Markmið: Að mæta ólíkum námsþörfum nemenda og efla virkni þeirra í námi. Stuðla að jákvæðu samstarfi og samvinnu við foreldra og efla lestrarfærni í víðum skilningi.

Lokaskýrsla í pdf-skali með fylgiskjölum, ath. 23.5 MB
Lokaskýrsla í pdf-skjali án fylgiskjala, 0.3 MB

Höldum áfram að þróa SKÍNANDI skóla - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði

Hofsstaðaskóli og Garðaskóli (2016)

Framhald á verkefninu SKÍN – Innra mat til eflingar faglegs skólastarfs (2015)

Markmið:

SKÍN er samstarfsverkefni kennara og stjórnenda í Garðaskóla og Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Markmið verkefnisins eru að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á seinna ári verkefnisins settu þátttakendur sér tvö yfirmarkmið til að vinna að um veturinn. Annars vegar að setja hæfniviðmið inn í námsáætlanir og kennsluseðla og hins vegar að efla innra mat skólanna.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Litlu lestrarhestarnir - Íslenska Læsi

Hofsstaðaskóli (2016)

Markmið:

Að auka lesskilning. Koma til móts við nemendur sem komnir eru af stað í lestrarnáminu.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Endurskoðun á gagnvirku námsefni í íslensku - Íslenska Læsi Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2016)

Markmið:

Styrkur var veittur úr Þróunarsjóði námsgagna skólaárið 2012- 2013 til að búa til gagnvirkt verkefnasafn í íslensku fyrir 1.-7. bekk í forritinu „Literacy Activity Builder“ þar sem áhersla var á að auka málvitund, orðaforða, stafsetningu og leikni í að nota málfræðiþekkingu. Hægt var að nálgast verkefnin á vef Hofsstaðaskóla og allir höfðu aðgang að. Stuttu síðar var vefsvæði skólans breytt og því ekki verið mögulegt að nýta verkefnin í nokkurn tíma. Markmiðið var því að endurskoða og lagfæra verkefnin og koma þeim aftur í notkun á vefsvæði þar sem allir kennarar og nemendur í Garðabæ og víðar geti haft gagn af þeim.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Læsi - jafningjafræðsla til kennara og fræðsla til foreldra - Íslenska

Álftanesskóli og Flataskóli (2015)

Markmið:

Að gera fleiri kennara hæfa til að skipuleggja og halda fræðslufundi fyrir foreldra, og festa þar með námskeið um lestur í sessi innan skólans. Styðja og hvetja foreldra til að efla læsi (lestrar- og ritunarfærni) barna sinna, með ýmsum verkefnum og fræðslufundum um lestur. 

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Gluggað og grúskað - Polli - Íslenska Læsi

Hofsstaðaskóli (2015)

Markmið:

Mæta ólíkum námsþörfum nemenda og efla virkni þeirra í námi. Stuðla að jákvæðu samstarfi og samvinnu við foreldra og efla lestrarfærni í víðum skilningi.

Lokaskýrsla í PDF-skjali

Lokaskýrsla í PÞDF-skjali með fylgigögnum, ath. 20MB

Flataskóli

Söguskjóður - Íslenska

Flataskóli (2015)

Markmið:

Áhersla á lestrarkennslu, lesskilning, læsi og foreldrasamstarf en markhópurinn eru 5 og 6 ára börn sem eru að stíga sín fyrstu skref í lestrarnámi.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

SKÍN-innra mat til eflingar skólastarfs - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði

Garðaskóli og Hofsstaðaskóli í samstarfi við Menntaklif (2015)

Markmið:

Að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á fyrra ári verkefnisins var lögð áhersla á að gera námsmarkmið sýnilegri nemendum, þróa leiðir til að efla leiðsagnarmat innan skólanna og þróa rýniheimsóknir kennara og stjórnenda í kennslustundir, bæði félagarýni og mat stjórnenda.

Áhersluþættir:

  • Yngsta stig
  • Miðstig
  • Elsta stig
  • Mat á skólastarfi
  • Fagmennska kennara
  • Jafnrétti
  • Læsi
  • Lýðræði og mannréttindi
  • Íslenska
  • Stærðfræði

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Handbók - kennsluhættir í anda John Morris - Fagmennska kennara Íslenska

Álftanesskóli (2015)

Markmið:

Að auka þekkingu og víðsýni kennara og skapa vettvang fyrir þá til að þróa sig í fjölbreyttum kennsluaðferðum og leiðsagnarmati.

Áhersluþættir:

  • Yngsta stig

  • Íslenska

  • Fagmennska kennara

Lokaskýrsla í pdf-skjali