Útboð - Álftanes - miðsvæði - Breiðamýri - Skólpdælustöð

26. feb. 2021

Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið: Álftanes, miðsvæði, svæði 1 - Breiðamýri - skólpdælustöð.

Nýsamþykkt deiliskipulag fyrir Breiðumýri á Álftanesi gerir ráð fyrir uppbyggingu á níu 1-3 hæða fjölbýlishúsakjörnum á um 10,9 hektara svæði. Í framkvæmd er uppbygging á nýju fráveitukerfi svæðisins og er bygging skólpdælustöðvarinnar hluti af því. Ný dælustöð leysir af núverandi skólpdælustöð sem verður aftengd og rifin.

Um er að ræða gröft á lausum jarðlögum ásamt losun og gröft á föstum jarðlögum, dælingu á jarðvatni, uppsteypu á dælustöð, frágang á fráveitutenginum og grjótgildrubrunni í lóð, uppsetningu búnaðar og fullnaðarfrágang á húsi og lóð.

Helstu magntölur og verkþættir eru:

Jarðvinna
Gröftur 4.550 m
Fylling 2.250 m³
Burðarvirki
Steinsteypa 125 m³
Steinsteypumót 675 m³
Járnbending 21.000 kg
Stálvirki, vinnupallar og lok 1.200 kg
Fráveita
Fráveitulagnir 80 m
Vélbúnaður
Uppsetning á skólpdælum 2 stk
Uppsetning og smíði á pípum
Rafbúnaður og raflagnir
Frárennslis-, neysluvatns- og hitalagnir
Loftræsikerfi
Innan- og utanhúsfrágangur
Fullnaðarfrágangur á lóð

Útboðsgögn má nálgast hér á vef Garðabæjar  frá og með mánudeginum 1. mars.

Tilboð verða opnuð á hjá Verkís verkfræðistofu, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík, þriðjudaginn 16. mars 2021, kl. 14.00 og skulu tilboð send inn með rafrænum hætti.

Útboðsgögn