Fréttir (Síða 9)

Fyrirsagnalisti

22. júl. 2021 : Góð nágrannavarsla er mikilvæg

Núna þegar sumarfrí eru í hámarki er rétt að minna á gagnsemi nágrannavörslu. Samvinna íbúa og nágranna skiptir þar miklu máli. 

Rafrænt bókasafnsskírteini.

7. júl. 2021 Menning og listir Stjórnsýsla Þjónusta : Bókasafn Garðabæjar tekur upp stafrænt bókasafnsskírteini

Nú þarf þarf enginn að hafa af því áhyggjur af að gleyma bókasafnsskírteininu heima ef að síminn er með í för. Bókasafn Garðabæjar býður nú gestum sínum að umbreyta plastskírteininu í stafræna mynd sem er geymd í veskisappi í snjallsímanum.

Heiðmörk stækkar

2. júl. 2021 Stjórnsýsla Umhverfið Útivist : Heiðmörk stækkar

Skógræktarfélag Reykjavíkur og Garðabær hafa gert þjónustusamning um áframhaldandi samstarf um ræktun, umsjón og eftirlit með skógræktar- og útivistarsvæðum í landi Garðabæjar, sem einnig felur í sér stækkun friðlandsins. Svæðið sem nú bætist við Heiðmörk er í landi Garðabæjar og liggur milli Heiðmerkur og friðlýsts svæðis Búrfells.

Kristjana og Sigríður Hulda

30. jún. 2021 Grunnskólar Leikskólar Stjórnsýsla Þróunarsjóðir : Þróunarsjóðsverkefni leik- og grunnskóla aðgengileg á vefnum

Nú er hægt að skoða þróunarsjóðsverkefni leik- og grunnskóla í Garðabæ hér á vef Garðabæjar á aðgengilegri hátt en áður. Lokaskýrslur þróunarverkefna eru birtar á nýjum undirsíðum þar sem verkefnin eru flokkuð eftir skólastigum: leikskólastig, yngsta stig grunnskóla, miðstig grunnskóla og unglingastig grunnskóla.

Samningar undirritaðar

17. jún. 2021 : Samningar við Janus heilsueflingu

Miðvikudaginn 16. júní voru undirritaðir tveir merkir samningar. Annars vegar undirrituðu Dr. Janus Guðlaugsson og Stefanía Magnúsdóttir fv. formaður Félag eldri borgara í Garðabæ (FEBG) samning til eflingar heilsuræktar eldra fólks í Garðabæ. Hins vegar undirrituðu Þórunn Sveinbjörnsdóttir fv. formaður Landssambands eldri borgara (LEB) og Dr. Janus samning við LEB til að efla þátttöku eldra fólks í heilsueflingu.

15. jún. 2021 : Tölfræði úr rafrænum kosningum Betri Garðabæjar

Alls kusu 2473 eða um 17,1% íbúa Garðabæjar sem voru á kjörskrá, þ.e. íbúar sem verða 15 ára á árinu (fæddir 2006) og eldri. 

13. jún. 2021 : Flataskóli réttindaskóli Unicef

Flataskóli varð annar af tveimur íslenskum grunnskólum skólum sem urðu fyrstir til að fá titilinn réttindaskóli UNICEF, á alþjóðlegum degi barna 20. nóvember 2017.  Auk skólanna tveggja hlutu frístundaheimilin Krakkakot og Laugarsel einnig viðurkenningu frístundaheimila.

13. jún. 2021 : Nemendur Sjálandsskóla rýna í heimsmarkmiðin

Í Sjálandsskóla komu fram áhugaverðar pælingar í vinnu nemenda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

13. jún. 2021 : Réttindasmiðja í Flataskóla

Í réttindasmiðju í Flataskóla var tekist á við verkefni sem snúast með beinum hætti um lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sjálfbærni, læsi, heilbrigði og velferð og sköpun.

13. jún. 2021 : NIðurstöður úr íbúakosningu Betri Garðabær

Betri Garðabær er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu Garðabæjar um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri framkvæmda í nærumhverfi íbúa í Garðabæ. Verkefni eins og Betri Garðabær tengjast vel t.d. heimsmarkmiðum 10.2, 11.3 og 17,17.

10. jún. 2021 : Nýr ábendingavefur fyrir íbúa

Nú geta íbúar sent upplýsingar um það sem betur má fara í umhverfinu í bænum í gegnum nýjan ábendingavef sem kominn er í loftið

Stjörnuhlaupið 2021

3. jún. 2021 : Góð þátttaka í Stjörnuhlaupinu

Stjörnuhlaupið var haldið með popi og prakt laugardaginn 29. maí sl. Hlaupið er almenningshlaup fyrir konur og karla á öllum aldri en boðið var upp á tvær vegalengdir, 10 km og 2 km, og var hlaupið frá Garðatorgi. 

Síða 9 af 10