Fréttir (Síða 9)
Fyrirsagnalisti

Góð nágrannavarsla er mikilvæg
Núna þegar sumarfrí eru í hámarki er rétt að minna á gagnsemi nágrannavörslu. Samvinna íbúa og nágranna skiptir þar miklu máli.

Bókasafn Garðabæjar tekur upp stafrænt bókasafnsskírteini
Nú þarf þarf enginn að hafa af því áhyggjur af að gleyma bókasafnsskírteininu heima ef að síminn er með í för. Bókasafn Garðabæjar býður nú gestum sínum að umbreyta plastskírteininu í stafræna mynd sem er geymd í veskisappi í snjallsímanum.

Heiðmörk stækkar
Skógræktarfélag Reykjavíkur og Garðabær hafa gert þjónustusamning um áframhaldandi samstarf um ræktun, umsjón og eftirlit með skógræktar- og útivistarsvæðum í landi Garðabæjar, sem einnig felur í sér stækkun friðlandsins. Svæðið sem nú bætist við Heiðmörk er í landi Garðabæjar og liggur milli Heiðmerkur og friðlýsts svæðis Búrfells.

Þróunarsjóðsverkefni leik- og grunnskóla aðgengileg á vefnum
Nú er hægt að skoða þróunarsjóðsverkefni leik- og grunnskóla í Garðabæ hér á vef Garðabæjar á aðgengilegri hátt en áður. Lokaskýrslur þróunarverkefna eru birtar á nýjum undirsíðum þar sem verkefnin eru flokkuð eftir skólastigum: leikskólastig, yngsta stig grunnskóla, miðstig grunnskóla og unglingastig grunnskóla.

Samningar við Janus heilsueflingu
Miðvikudaginn 16. júní voru undirritaðir tveir merkir samningar. Annars vegar undirrituðu Dr. Janus Guðlaugsson og Stefanía Magnúsdóttir fv. formaður Félag eldri borgara í Garðabæ (FEBG) samning til eflingar heilsuræktar eldra fólks í Garðabæ. Hins vegar undirrituðu Þórunn Sveinbjörnsdóttir fv. formaður Landssambands eldri borgara (LEB) og Dr. Janus samning við LEB til að efla þátttöku eldra fólks í heilsueflingu.

Tölfræði úr rafrænum kosningum Betri Garðabæjar
Alls kusu 2473 eða um 17,1% íbúa Garðabæjar sem voru á kjörskrá, þ.e. íbúar sem verða 15 ára á árinu (fæddir 2006) og eldri.

Flataskóli réttindaskóli Unicef
Flataskóli varð annar af tveimur íslenskum grunnskólum skólum sem urðu fyrstir til að fá titilinn réttindaskóli UNICEF, á alþjóðlegum degi barna 20. nóvember 2017. Auk skólanna tveggja hlutu frístundaheimilin Krakkakot og Laugarsel einnig viðurkenningu frístundaheimila.

Nemendur Sjálandsskóla rýna í heimsmarkmiðin
Í Sjálandsskóla komu fram áhugaverðar pælingar í vinnu nemenda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Réttindasmiðja í Flataskóla
Í réttindasmiðju í Flataskóla var tekist á við verkefni sem snúast með beinum hætti um lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sjálfbærni, læsi, heilbrigði og velferð og sköpun.
NIðurstöður úr íbúakosningu Betri Garðabær
Betri Garðabær er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu Garðabæjar um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri framkvæmda í nærumhverfi íbúa í Garðabæ. Verkefni eins og Betri Garðabær tengjast vel t.d. heimsmarkmiðum 10.2, 11.3 og 17,17.

Nýr ábendingavefur fyrir íbúa
Nú geta íbúar sent upplýsingar um það sem betur má fara í umhverfinu í bænum í gegnum nýjan ábendingavef sem kominn er í loftið

Góð þátttaka í Stjörnuhlaupinu
Stjörnuhlaupið var haldið með popi og prakt laugardaginn 29. maí sl. Hlaupið er almenningshlaup fyrir konur og karla á öllum aldri en boðið var upp á tvær vegalengdir, 10 km og 2 km, og var hlaupið frá Garðatorgi.