4. maí 2023

Jazzþorpið í Garðabæ 19. – 21. maí

Garðatorg breytist í Jazzþorp dagana 19. – 21. maí en fjöldi tónleika verður á dagskrá bæði um miðjan dag og á kvöldin. Þá verða erindi um jazz og spurningakeppni á dagskrá og veitinga- og plötusala.

Garðatorg breytist í Jazzþorp dagana 19. – 21. maí en fjöldi tónleika verður á dagskrá bæði um miðjan dag og á kvöldin. Þá verða erindi um jazz og spurningakeppni á dagskrá og veitinga- og plötusala.

Margir af bestu tónlistarmönnum landsins koma fram svo sem Ragnheiður Gröndal, Högni Egilsson, Ásgeir Ásgeirsson og félagar hans í Skuggamyndir frá Býsans. Þá hefst Evrópuferð Mezzoforte í Jazzþorpinu þann 20. maí.

Ómar Guðjónsson er listrænn stjórnandi Jazzþorpsins en allir viðburðir eru ókeypis og öll velkomin.