Frábær dagskrá á Barnamenningarhátíð í Garðabæ 7. – 12. apríl
Barnamenningarhátíð í Garðabæ fer fram dagana 7. – 12. apríl. Frábær og fjölbreytt dagskrá einkennir hátíðina.
-
Dúkkulísur – Fatahönnuðir framtíðarinnar opnaði 1. apríl í tilefni af HönnunarMars.
Börn í Garðabæ fá að skapa og upplifa í ýmiskonar smiðjum á Barnamenningarhátíð. Skólahópar fylla söfn og torg bæjarins á skólatíma en nemendur í 1. bekk fá að uppgötva klappleiki í smiðjunni KlappklappStappstapp sem þau Ingibjörg Fríða og Sigurður Ingi leiða en þau hafa kennt slíkar smiðjur víða um land. Nemendur í 3. bekk munu taka þátt í leikverkinu Manndýr á Hönnunarsafni Íslands en það er sviðslistakonan Aude Busson sem leiðir nemendur í ævintýralega upplifun. Á Bókasafni Garðabæjar munu svo 5. bekkingar fjölmenna og læra að skrifa söguþráð af meistaranum sjálfum, Gunnari Helgasyni.
Laugardaginn 12. apríl er svo komið að fjölskyldum að njóta alls þess sem börnin hafa upplifað en dagskrána má sjá hér fyrir neðan:
Þar að auki verður hægt að skoða sýningar á verkum barna á Bókasafni Garðabæjar og Hönnunarsafninu.
Bókasafnsdrekinn okkar - Sýning á Bókasafni Garðabæjar þar sem verk leikskólanemenda eru sýnd. Nemendur unnu sinn eigin bókadreka með myndhöfundinum Iðunni Örnu.
Dúkkulísur – Fatahönnuðir framtíðarinnar - Sýning á hönnun allra 4. bekkinga í Garðabæ sem unnu með fatahönnuðinum Stefáni Svan og barnamenningarhönnuðinum Ninnu Þórarinsdóttur. Sýningin var opnuð 1. apríl í tilefni af HönnunarMars.